Vetrarendurnýjun

Á þessum dimmasta tíma ársins getur verið átak að halda í kraftinn og bjartsýnina. Við erum flest farin að þrá birtu og hlýju sólarinnar sem er aðeins farin að hækka á lofti. Á meðan getum við byrjað að undirbúa vorið með því að fyrirbyggja að orkuflæðið okkar stíflist í vetrarríkinu. Og koma þannig í veg fyrir vetrarflensur og vorkvef.

Veturinn er tilvalinn tími til að fara inn á við og hlaða batteríin. Samkvæmt Ayurveda er þetta tími til að byggja upp kjarnann okkar, eðlislæga hreysti og æskuljóma. Í Ayurveda er þetta kallað Ojas. Besta hreyfingin á þessum árstíma eru gönguferðir og jóga.

Á veturna eykst matarlystin og við förum að sækja í meiri fitu og nærandi og kraftmikinn mat til að búa okkur til einangrun gegn kuldanum. Þá er gott að velja góða fitu, óunninn mat og að borða vel af grænmeti. Samkvæmt Ayurveda verður meltingin okkar kraftminni og hægari yfir vetrarmánuðina svo þá er kjörið að borða létta en heita og nærandi fæðu. Krydd eins og engifer, fennel og svartur pipar geta hjálpað við að gera matinn auðmeltari. Næringarrík súpa gefur hlýju og vellíðan á köldum vetrardegi.

Besta fitan til að borða á þessum árstíma er ghee eða skírt smjör. Það er hægt að nota það til að steikja upp úr, smyrja á brauð og setja út í morgungrautinn sinn. Ghee er búið til úr saltlausu smjöri sem er hitað á lágum hita í langan tíma. Mér finnst best að gefa því 4-5 tíma á pönnunni. Síðan er það síað í gegn um bleyju. Þá fæst gullin þykk olía með smá karamelluilmi. Ghee er mjög hátt skrifað í ayurveda og það sagt vera mjög líkt Ojas, kjarnanum okkar og hafi þess vegna mjög djúpstæð og nærandi áhrif.

Hér er uppskrift að súpu fyrir þennan dimmasta og kaldasta tíma ársins til að byggja upp kraft og endurnýja kjarnann: Vermandi vetrarsúpa

 

Flokkar

Nýjast

Birta

Birta

Jógaheimspekin býr yfir hugtakinu Sattva sem er einn af þremur eiginleikum lífsins. Sattva merkir ljós eða léttleiki. Birta. Önnur orð sem túlka sattva eru samhljómur, tærleiki, sköpun, jákvæðni og friðsæld. Í jóga viljum við næra Sattva og kveikja ljósflæðið í okkur....

Í sátt við það sem er

Í sátt við það sem er

Í jógafræðunum erum við með hugtakið Santosha - sem þýðir ánægja, að gera sér hlutina að góðu. Iðkun Santosha snýst um að rækta með sér þakklæti og að læra að meta það sem er. Hún gengur út á... Að horfa innan við girðinguna en ekki yfir hana. Að taka eftir hvað...

Vermandi vetrarsúpa

Vermandi vetrarsúpa

Veturinn er tilvalinn tími til að fara inn á við og hlaða batteríin. Samkvæmt Ayurveda er þetta tími til að byggja upp kjarnann okkar, eðlislæga hreysti og æskuljóma. Í Ayurveda er þetta kallað Ojas. Þessi nærandi, létta og samt fyllandi súpa er rík af vítamínum og...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.