Litlar breytingar geta haft mikil áhrif
Þegar við stöndum frammi fyrir ófyrirsjáanlegum einkennum breytingaskeiðsins er auðvelt að gefast upp og finnast við ekki geta gert neitt. Ég veit að þetta er langt frá því að vera auðveldur tími fyrir margar konur.
En góðu fréttirnar eru þær að það er heilmargt sem þú getur gert til að bæta líðan þína og draga úr einkennum á náttúrulegan hátt. Ef þú veist hvað þú ert að glíma við þá verður auðveldara að höndla hlutina.
Ég heiti Guðrún og ég býð upp á stuðning og fræðslu fyrir konur á breytingaskeiði. Ég er líka mamma tveggja barna og á sex ömmubörn. Sem er langskemmtilegasta hlutverkið og gefur mér tilfinningu fyrir óendanlegu ríkidæmi.
Breytingaskeiðið læddist aftan að mér
Þrátt fyrir menntun mína sem hómópati, heilsuráðgjafi, markþjálfi og jógakennari, þá komu einkenni breytingaskeiðsins mér í opna skjöldu. Ég fann fyrir ýmsum einkennum sem ég tengdi alls ekki við breytingaskeiðið. Svefninn fór að truflast, ég átti erfiðara með að slaka á og varð viðkvæmari fyrir streitu. Ég fór að finna fyrir alls kyns bólgum í likamanum og ég átti erfiðara með að muna hvar ég hefði lagt bílnum.
Ég reyndi margt og ekkert virtist hjálpa. Ég vissi innst inni að breytingar á mataræði og lífsstíl myndu gefa góða raun ef ég héldi mig við þær nægilega lengi en ég sá fyrir mér að það væri of mikil vinna. Og það að vera alltaf þreytt hjálpaði ekki til við að mótívera mig.
Skilningur á vandanum hjálpaði mér að forgangsraða
Að lokum sótti ég mér stuðning. Og ég lærði að skilja betur hvað væri að gerast í líkamanum mínum.
Ég komst að því að litlar, staðfastar og einfaldar breytingar á mataræði og lífsstíl gerðu gæfumuninn. Þegar svefninn fór að lagast, þá varð allt betra. Ég gat betur slakað á og notið lífsins. Og ég fór að sjá möguleika sem ég sá ekki áður.
Tækifæri breytingaskeiðsins
Margar konur tala um að þessi tími hafi komið þeim í opna skjöldu. Það vantar mikið upp á fræðslu og umræðu um þennan dýrmæta tíma í lífi hverrar konu.
Þessi tími gerði mig meðvitaðri um sambandsleysi mitt við líkamann og mikilvægi þess að brúa þetta bil.
Ég lærði að kenna aðferð sem heitir Fókusing sem er dásamleg leið til að greiða úr flækjunum innra með okkur og finna lífinu farveg. Ég fór að finna aukna mildi gagnvart sjálfri mér og mínum nánustu og lærði að vera til staðar fyrir mig á alveg nýjan hátt.
Í gegn um þetta ferðalag hef ég lært að tengja við djúpan kjarna í sjálfri mér, sem man hvernig ég á að vera ég.
Vertu velkomin!
Það vaknaði hjá mér löngun til að deila þessari þekkingu með öðrum. Ég býð upp á heildræna heilsuráðgjöf og stuðning við að hlusta á visku líkamans í gegn um öndun og innri hlustun. Ég hef auk þess leitt marga nemendur í gegn um jógakennaranám, sem er um leið mjög umbreytandi ferðalag.
Ég býð fram þjónustu mína, bæði í gegn um námskeið, einkatíma, stuðning og fræðslu.
Ekki hika við að hafa samband og bóka stutt spjall til að kanna hvort við eigum samleið.
Ekki hika við að hafa samband og bóka stutt spjall til að kanna hvort við eigum samleið.
Umsagnir
Lífið með augum líkamans
Lífið er alltaf tilbúið í næsta skref. Á eftir innöndun fylgir útöndun. Líkaminn veit hvernig hann á að stíga næsta skref. Hann man enn þá hvernig það er að taka lífinu fagnandi eins og barnið gerir. Eins og náttúran. Hann er náttúran.
Lífið sem við lifum hefur fært okkur fjær náttúrunni. Og þar af leiðandi fjær líkamanum og viskunni sem hann býr yfir. Það hefur aldrei verið meiri þörf en nú, fyrir leiðir sem minna okkur á að staldra við og hlusta. Þau verkfæri sem ég hef fengið í hendurnar á lífsleiðinni vinna mjög vel saman.
Ég býð þér að hafa samband og við getum fundið saman út úr því hvert væri gott næsta skref í átt að heilli heilsu og tilgangsríkri tilveru.
Nokkrir hlutir sem færa mér gleði
FJÖLSKYLDAN MÍN
Barnabörnin mín halda mér ungri og minna mig á hvað það er dýrmætt að halda áfram að leika sér.
Þjónusta í boði
Lífið í jafnvægi
Ferðalag um orkustöðvarnar
Eflandi ferð í átt að aukinni sjálfsþekkingu, andlegum og líkamlegum styrk og bættri orku.
Við stöldrum við hverja orkustöð og vinnum með æfingar og hugleiðslur sem stuðla að auknu jafnvægi, meiri styrk og bættum hæfileika til að slaka á og njóta.
Einkatímar
Fáðu stuðning við að setja heilsu og góða líðan í forgang.
Heildrænt heilsuviðtal, hómópatía, markþjálfun, bowen, jógaþerapía, Fókusing.
Einkatímar og heildræn ráðgjöf sniðin að þínum þörfum. Hafðu samband og við finnum út úr því hvernig við getum best unnið saman.
Blómstraðu á breytingaskeiði
Netnámskeið sem hjálpar þér að endurnýja lífsorkuna,
sofa - og skilja betur breytingaskeiðið.
Fyrir konur sem sem leita náttúrulegra leiða fyrir aukna orku, hormónajafnvægi og góða heilsu. Og sem vilja gera eitthvað sjálfar til að létta á einkennum breytingaskeiðsins.
Skráðu þig á biðlista fyrir næsta námskeið
Svefntruflanir og hitakóf
Sjö vegvísar fyrir vellíðan á breytingaskeiði
- Lærðu leiðir til að draga úr hitakófi og sofa betur
- Hitakóf og nætursviti eru ekki það sama. Lærðu að skilja muninn og hvað líkaminn er að segja þér.
- Um hvernig mataræði og lífsstíll geta haft áhrif á einkennin þín.
- Fáðu dýpri skilning á hormónabreytingunum og hvað þú getur gert