Lífið í jafnvægi
FERÐALAG UM ORKUSTÖÐVARNAR
Skemmtilegt og eflandi ferðalag þar sem að staldrað er við hverja orkustöð og unnið með æfingar og hugleiðslur sem stuðla að auknu jafnvægi, meiri styrk og bættum hæfileika til að slaka á og njóta. Tímarnir eru blanda af jógaiðkun, hugleiðslu og slökun.
Hefst 13. september. 12 vikna námskeið: Miðvikudaga kl 17.
Þátttakendur fá stuðning við að skoða sitt jafnvægi og samband við þá orkustöð sem við erum að vinna með hverju sinni. Spurningalisti fyrir hverja orkustöð og leiðbeiningar við að hlusta á og næra hverja og eina þeirra heima fyrir. Þú verður hluti af samfélagi og færð stuðning í gegn um þetta djúpa og gefandi ferðalag.
Verð: Afsláttur til 6. september: 43.000
Ef þig langar að vera með en sérð fram á að komast ekki í alla tímana þá er velkomið að hafa samband og við finnum út úr því saman. Hafa samband
Námskeiðið er viðurkennt af Virk, starfsendurhæfingu
Orkustöðvarnar
1. Rótarstöð – öryggi og lífsafkoma
2. Önnur orkustöð – sköpunargleði
3. Naflastöð – Vilji, persónukraftur, sjálfstraust
4. Hjartastöð – Kærleikur og samkennd
5. Hálsstöð – Máttur orðsins – sannleiksást
6. Ennisstöð – Innsæi, viska og einstaklingseðli
7. Hvirfilstöð – Auðmýkt og víðfeðmi
Mannslíkaminn er eins og 72 strengja hljóðfæri og eftir hverjum streng streymir lífsorkan eftir hryggsúlunni. Orkustöðvarnar endurspegla okkar innra jafnvægi. Þær geta kennt okkur að skilja betur hvar stíflurnar okkar liggja og hvað við þurfum að gera til að koma á jafnvægi í lífi okkar og innra með okkur.
Umsagnir
Jafnvægi á huga, líkama og sál
Lykillinn að góðu og gleðiríku lífi liggur í því að finna jafnvægi fyrir huga, líkama og sál.
-
Leiðin yfir regnbogabrúna…
“Jógaheimspekin kennir okkur að snákagyðjan Kundalini standi fyrir þróun lífsorkunnar innra með hverri manneskju. Hún vaknar af svefni sínum í jörðinni til að dansa sér leið í gegn um hverja orkustöð og endurreisa regnbogann sem yfirnáttúrulega brú milli efnis og vitundar.” (Anodea Judith)
Þjónusta sem er í boði
Lífið í jafnvægi
Ferð um orkustöðvarnar.
Skemmtilegt og eflandi ferðalag þar sem að staldrað er við hverja orkustöð og unnið með æfingar og hugleiðslur sem stuðla að auknu jafnvægi, meiri styrk og bættum hæfileika til að slaka á og njóta.
Hefst 13. sept.
Einkatímar
Rými fyrir varanlegar breytingar.
Heildrænt heilsuviðtal, hómópatía, bowen, jógaþerapía, fókusing - að hlusta á þína innri veröld
Fókusing
Hefst í október


Hugleiðsla fyrir friðsælt hjarta
Allir geta lært að hugleiða. Hér er hugleiðsla til að prófa heima. Hún er um leið öndunaræfing. Nærandi stund með þér. Skráðu þig hér til hliðar og þú færð senda upptöku til að fylgja. Skráningunni fylgir aðgangur að fréttabréfinu okkar.