Lífið í jafnvægi

Ferð um orkustöðvarnar

Nýtt námskeið að hefjast í Andartaki: Mánudaginn 13. september. Einu sinni í viku í 8 vikur alla mánudaga kl 17.15. Tímarnir fara fram í Bústaðakirkju. Einnig hægt að taka þátt í gegn um netið (Zoom).

Skemmtilegt og eflandi ferðalag þar sem að staldrað er við hverja orkustöð og unnið með æfingar og hugleiðslur sem stuðla að auknu jafnvægi, meiri styrk og bættum hæfileika til að slaka á og njóta.

Mannslíkaminn er eins og 72 strengja hljóðfæri og eftir hverjum streng streymir lífsorkan eftir hryggsúlunni. Orkustöðvarnar endurspegla okkar innra jafnvægi. Þær geta kennt okkur að skilja betur hvar stíflurnar okkar liggja og hvað við þurfum að gera til að koma á jafnvægi í lífi okkar og innra með okkur.

Kennari er Guðrún Darshan.

Hver tími er einn og hálfur tími. Iðkendur fámeð sér spurningalista um hverja orkustöð og hvatningu til að vinna með og hlusta á hvað styður við hana. Tímarnir eru teknir upp og upptakan gerð aðgengileg eftir tímann. Þannig er hægt að iðka heima að vild á milli tíma. 

Blóm-minni

Orkustöðvarnar eru:
1. Rótarstöð – öryggi og lífsafkoma
2. Önnur orkustöð – sköpunargleði
3. Naflastöð – Vilji, persónukraftur, sjálfstraust
4. Hjartastöð – Kærleikur og samkennd
5. Hálsstðð – Máttur orðsins – sannleiksást
6. Ennisstöð – Innsæi, viska og einstaklingseðli
7. Hvirfilsstöð – Auðmýkt og víðfeðmi”

Skráning hér: Skráningarskjal

Verð: 24.000. Innifalið: Kennsla, kennslugögn, aðgangur að upptöku eftir hvern tíma.

Lykillinn að góðu og gleðiríku lífi liggur í því að finna jafnvægi fyrir huga, líkama og sál.

Umsagnir iðkenda:

Jógatímarnir í Andartaki fela í sér fræðslu um áhrif jógaiðkunar á hug og líkama. Það sem ég upplifi sterkast er góð leiðsögn í kundalíníjóga bæði likamlegum æfingum og hugleiðslu. Fyrir mig hefur iðkun kúndalíníjóga breytt lífi mínu til hins betra.
Guðrún Gísladóttir, grunnskólakennari

Fyrir mig hefur verið frábært að sækja yoga tíma síðustu ár hjá Guðrúnu. Upplyftandi og hnitmiðaðír og hafa hentað mér einstaklega vel. Ég mæli eindregið með námskeiðum hjá henni
Margrét Jónsdóttir, kundalini jógakennari

Jóga gefur mér frið og ró í sálina mína og aukna þolinmæði
Halldóra Þorgeirsdóttir, leikskólakennari

Ég get ekki lengur ímyndað mér lífið án jóga hjá Guðrúnu með frábærum samiðkendum. 
Ingunn Guðrún Árnadóttir, landfræðingur

Jógatímarnir eru góðir og uppbyggjandi / styrkjandi fyrir mig. Þess vegna sæki ég þá. Þeir bæta heilsu mína á allan hátt svo sem létta lund og styrkja.
Anna Heiður Guðmundsdóttir, hússtjórnarkennari

Þessir tímar eru algjör bjargvættur. Ég hef mikla þörf fyrir þá.
Ólafía Gústafsdóttir, leikskólakennari

Einstôk hugarró þessir jógatímar
Elma Bjarney Guðmundsdóttir, klæðskeri

Mér þykir mjög gott að sækja jógatíma og iðka með öðrum. Styrkir og hjálpar mér að halda jafnvægi í erfiðri vinnu. 
Ragnheiður Jonna Sverrisdóttir, félagsfræðingur

Ég er róleg og slök á eftir
Ásta Margrét Sigfúsdóttir