Vorið kallar!

Taktu á móti vorinu með léttleika í hjarta

Vornámskeiðið okkar hefst mánudaginn 25. apríl. Mánudaga kl 17.15. Í Bústaðakirkju og á netinu.

Jóga, lífsstíll og nærandi venjur fyrir vorið. Æfingar sem endurnæra huga líkama og sál og byggja upp lífsorku. Í hverjum tíma förum við í jóga, góða slökun og endum tímann á hugleiðslu.

Nánari upplýsingar: Vorið kallar!

Vökvaðu draumana þína

Undanfarin tvö ár hafa svo sannarlega verið áskorun fyrir okkur öll. Þau hafa kallað eftir bæði aðlögunarhæfni, þolinmæði og innri styrk. Og jafnvel nýjum aðferðum til að takast á við lífið. Þegar svona miklar umbreytingar verða í kring um okkur er mikilvægt að hafa skýra sýn á það hvað skiptir okkur máli svo við getum betur gefið því rými meðvitað. Þrátt fyrir að framtíðin sé óskýr er svo mikilvægt að við gefum okkur tíma til að láta okkur dreyma og skoða hvernig við viljum hafa hlutina. Burtséð frá ytri aðstæðum. 

Ég býð alla velkomna að taka þátt í námskeiði / vinnustofu á laugardaginn kemur þar sem við getum átt notalega stund saman. Jóga, hugleiðsla, slökun, innri hlustun, rými til að skoða þína framtíðarsýn og talan þín fyrir árið 2022.

Lækkað verð fyrir þá sem staðfesta skráningu fyrir miðvikudaginn 23. mars.  

Grasið er alltaf grænna þar sem þú vökvar það. Hvað vilt þú vökva í þínu lífi?

Nánar hér: Vökvaðu draumana þína

Jóga, mataræði og lífsstíll: Líkamsgerðin þín

Nýtt 4 vikna námskeið hefst mánudaginn 14. mars. Mánudaga kl 17.15. Námskeiðið er haldið í Bústaðakirkju. Einnig er hægt að taka þátt í gegn um netið. 

Á námskeiðinu skoðum við hvernig við getum aukið lífsorku og gleði, ræktað með okkur kyrrð, hugrekki og seiglu og þannig orðið stærri en streitan. 

Við iðkum jóga og kynnumst ayurveda, systurvísindum jógafræðanna. Ayurveda merkir “viska lífsins”. Við skoðum líkamsgerðirnar í ayurveda og þú færð tækifæri til að finna út hver þín líkamsgerð er. Nánar um ayurveda.

Öndun, líkamlegar æfingar og hugleiðsla sem hjálpa líkamanum að losa um spennu, draga úr kvíða og auka innri vellíðan. Við vinnum í að styrkja tauga-, innkirtla og ónæmiskerfi og auka samhæfingu þeirra. Árangurinn er bættur svefn og aukinn  hæfileiki til að takast á við streitu á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.  

Nánar um námskeiðið hér: Jóga, mataræði og lífsstíll: Líkamsgerðin þín.

Jóga er dásamleg gjöf

Jóga er gjöf sem heldur áfram að gefa.

Námskeið Andartaks á nýju ári:

Stærri en streitan:  8 vikna námskeið. Mánudaga kl 17.15. Námskeiðið er haldið í Bústaðakirkju. Einnig er hægt að taka þátt í gegn um netið. Hver tími er tekinn upp svo hægt er að iðka heima að vild á milli tíma.

Öndun, líkamlegar æfingar og hugleiðsla sem hjálpa líkamanum að losa um spennu, draga úr kvíða og auka innri vellíðan. Við vinnum í að styrkja tauga-, innkirtla og ónæmiskerfi og auka samhæfingu þeirra. Árangurinn er bættur svefn og aukinn  hæfileiki til að takast á við streitu á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.  Nánar hér: Vertu stærri en streitan

Vökvaðu draumana þína. Grasið er alltaf grænna þar sem þú vökvar það. Hvað vilt þú vökva á nýju ári? Hálfsdags námskeið laugardaginn 15. janúar kl 9.30-13.30. Nánar hér: Vökvaðu draumana þína

Vertu stærri en streitan

Nýtt 6 vikna námskeið:  Mánudaga kl 17.15. Námskeiðið er haldið í Bústaðakirkju. Einnig er hægt að taka þátt í gegn um netið. Hver tími er tekinn upp svo hægt er að iðka heima að vild á milli tíma.

Öndun, líkamlegar æfingar og hugleiðsla sem hjálpa líkamanum að losa um spennu, draga úr kvíða og auka innri vellíðan. Við vinnum í að styrkja tauga-, innkirtla og ónæmiskerfi og auka samhæfingu þeirra. Árangurinn er bættur svefn og aukinn  hæfileiki til að takast á við streitu á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.  

 Á námskeiðinu skoðum við hvernig við getum aukið lífsorku og gleði, ræktað með okkur kyrrð, hugrekki og seiglu og þannig orðið stærri en streitan. 

Nánar hér: Vertu stærri en streitan

Lífið er alltaf tilbúið í næsta skref

Breytingar eru óhjákvæmilegur hluti af lífinu. Við erum alltaf að takast á við breytingar. Stórar og smáar. Veðrið sem er sífellt að skipta um ham. Nýtt líf sem fæðist. Börnin okkar þroskast og stækka og verða að tilfinningaríkum unglingum. Við horfum á þau flytja að heiman og tökumst á við tómarúmið sem fylgir áður en við stígum inn í næsta kafla. Við horfum á okkar nánustu veikjast og deyja. Lífið heldur alltaf áfram og stöðvast ekki þó að við myndum stundum vilja að það stæði í stað. Lífið er alltaf tilbúið í næsta skref. Á eftir innöndun fylgir útöndun.

Pistillinn birtist í Mannlífi. Lesa allan pistilinn hér: Lífið er alltaf tilbúið í næsta skref

Haustönn í Andartaki

Nú er haustið að ganga í garð og lífið leitast við að finna taktinn að nýju. Kannski takt sem þú þekkir eða alveg nýjan takt. Nú eða gamlan takt sem þig langar að nálgast á nýjum nótum. Undanfarið ár hefur heldur betur kallað á nýja og skapandi nálgun á lífið fyrir okkur flest. Þar hefur reynt bæði á þolinmæði, sveigjanleika og ekki síst umburðarlyndi hvert gagnvart öðru. Það virðist ekki alveg séð fyrir endann á þeim lærdómsverkefnum. Haustið er sérstaklega góður tími til að endurskoða forgangsröðunina og finna hvernig áherslur við viljum hafa í lífinu hvað sem öðru líður. Jógaiðkun er dásamlegur stuðningur þegar kemur að því að takast á við lífið eins og það er, hverjar sem áskoranirnar eru. Við í Andartaki erum líka að finna okkar takt eftir sumarfríið og ný námskeið að hefjast í september

Nýtt námskeið hefst mánudaginn 13. september. Lífið í jafnvægi – ferðalag um orkustöðvarnar. 8 vikna námskeið, kennt er einu sinni í viku alla mánudaga kl 17.15. Kennsla fer fram í Bústaðakirkju og einnig hægt að taka þátt í gegn um netið. Nánar hér: Lífið í jafnvægi

Einkatímar í hómópatíu, markþjálfun, jógaþerapíu. Tímapantanir: senda tölvupóst á andartak hjá andartak.is. Haustið er góður tími til að endurskoða markmiðin þín og skoða hvað vantar upp á til að finna jafnvægi á huga, líkama og sál.

Ný námskeið hefjast eftir páska

Vordagskráin í Andartaki miðar að því að styðja okkur í að fagna vorinu og taka á móti gjöfum þess. Við ætlum að hrista af okkur streitu og álag vetrarins og njóta þess að endurnærast.

Námskeiðin sem eru að hefjast:

Lífsorkujóga – vorgleði Mánudaga kl 17.15 í Bústaðakirkju og í gegnum netið. Tökum á móti vorinu með gleði og léttleika að leiðarljósi. Mataræði og nærandi venjur fyrir vorið. Hverju getum við sleppt og hvað getum við fyrirgefið? Nánar hér: Lífsorkujóga og vorgleði

Mildi og mýkt: Mánudaga kl 18.50 í Bústaðakirkju og í gegnum netið. Námskeið með áherslu á að nærast og njóta. Mjúkar teygjur, endurnærandi jóga, djúp slökun og hugleiðsla. Sex vikna námskeið hefst mánudaginn 12. apríl. Mánudaga kl 18.50-20.05. Nánar hér: Mildi og mýkt

Vorverkin á huga, líkama og sál:

Vorið er tími til að fæðast upp á nýtt og njóta þess að sjá lífið vakna í kringum okkur.

Tími til að sá fræjum og skjóta rótum svo við getum nærst í gegnum sumarið og haldið stöðugleika okkar. Þetta er upplagður tími til að hreinsa líkamann og sleppa því sem við þurfum ekki á að halda lengur og koma okkur upp nýjum siðum sem þjóna okkur og næra.

Þó vorið sé kærkomið þá getur verið átak að hrista af sér vetrardoðann og margir eiga erfitt með að taka á móti vorinu af sama krafti og hugurinn myndi óska sér. Það er ekki óalgengt að fólk fái kvef og alls kyns ofnæmiseinkenni á vorin og þunglyndi tekur stundum aukadýfu einmitt á vorin þegar síst varir. Lesa allan pistilinn hér: Vorverkin á huga, líkama og sál

Vorönn í Andartaki

Námskeið sem eru að hefjast: Sjálfsrækt í 40 daga og Vökvaðu draumana þína 2021

Síðastliðið ár er búið að vera erfitt fyrir flest okkar. Það hefur sýnt okkur enn og aftur hvað það er mikilvægt að kunna leiðir til að takast á við streitu og lifa með óvissu og óöryggi. Fyrir marga hefur þetta ár líka verið tækifæri til að læra nýja hluti og gera hlutina á annan hátt en áður. Við höfum sem samfélag breytt aðeins um takt og verið meira heima fyrir. En á sama tíma erum við öll farin að sakna þess að hittast ekki og öll einveran hefur kennt okkur að meta enn meira hvað mannleg nánd er mikils virði. Nú reynir á að velja vel hvernig við viljum stíga inn í framtíðina. 

Við ætlum á þessari vorönn að leggja áherslu á endurnæringu, styrk og mýkt. Mýkt og mildi gagnvart okkur sjálfum og öðrum og styrk til að takast á við álag. Að taka stjórn í eigin lífi, að velja hvernig við tökumst á við það sem lífið sendir okkur. Að velja að hvíla í okkur sjálfum sama hvað á dynur. Námskeiðin okkar miða að því að styðja við þetta allt og gefa færi á að rækta þessa eiginleika í eigin lífi.

Haustdagskráin

Við hefjum jógatímana okkar að nýju í byrjun september. Við erum komin aftur í Bústaðakirkju og verðum að auki með tíma í boði á netinu. 

Skráning er hafin. Dagskráin okkar er full af skemmtilegum tækifærum til að vaxa og njóta. 

Lífsorkujóga – mánudaga og miðvikudaga kl 17.15. Mánudaga í Bústaðakirkju og miðvikudaga á netinu. Fyrsti tíminn verður mánudaginn 7. sept. Nánar hér: Lífsorkujóga

Friðsæll hugur í heimi breytinga – Hugleiðsla og endurnæring fyrir óvissutíma. Miðvikudaga kl 18.50. Tímarnir fara fram á netinu. Nánar hér: Friðsæll hugur í heimi breytinga. Hefst miðvikudaginn 9. sept. 

Mildi og mýkt. Mjúkir tímar með áherslu á að endurnærast og njóta. Mjúkar teygjur, endurnærandi jóga, djúp slökun og Gong, hugleiðsla. Nánar hér: Mildi og mýkt. Hefst mánudaginn 21. september í Bústaðakirkju.

Kennari á öllum námskeiðunum er Guðrún Darshan, jógakennari, hómópati og markþjálfi. Ég legg áherslu á persónulega tíma þar sem við gefum okkur tíma til að skoða jógafræðin og hvernig þau geta nýst okkur í daglegu lífi og gert okkur glaðari og sáttari.

Næring fyrir huga, líkama og sál

Við lifum á óvenjulegum tímum og í breyttum heimi sem skapar óöryggi. Jóganámskeiðin okkar miða að því að styðja okkur í að finna öryggi mitt í öllu umrótinu. Að lifa með öllum þessum breytingum sem við stöndum frammi fyrir. Við leggjum áherslu á að styrkja hæfileikann til að standast álag og finna leiðir til að tengja við uppsprettuna í  friðsældinni sem er þarna innra með okkur þrátt fyrir allt.