Andartak á nýju ári

Vertu stærri en streitan

Kundalini jóga fyrir endurnýjun, orku og innri frið

Aukin lífsorka og kyrr hugur stækka okkur og þá verða vandamálin viðráðanlegri. Umbreyttu streitu í gleði og gerðu hana að vini þínum. 

Níu vikna námskeið hefst 12. janúar. Fimmtudaga kl 17.15-18.45.
Val er um að mæta í Bústaðakirkju eða taka þátt heiman úr stofu í gegn um Zoom 

Á námskeiðinu skoðum við hvernig við getum aukið lífsorku og gleði, ræktað með okkur kyrrð, hugrekki og seiglu og þannig orðið stærri en streitan. 

Notalegt og hvetjandi andrúmsloft, eflandi jógaæfingar, djúp slökun og endurnærandi hugleiðsla í lokin. Sterkur líkami, hugrökk sál og friðsæll hugur.

Nánar hér: Vertu stærri en streitan

Vökvaðu draumana þína

Ásetningur fyrir nýtt ár og stuðningur við daglega hugleiðslu

Stund í upphafi árs til að kveðja það liðna og setja ásetning fyrir nýtt ár. Myndband sem þú getur fylgt í daglegri hugleiðslu. Hvatning í hugleiðslunni, dagbókarskrif og spurningar í hverri viku til að hugleiða á fyrir nýjar venjur og skýran ásetning.

Dagleg hugleiðsla er gott akkeri að hafa í annríki dagsins. Hún gefur okkur færi á að hlaða batteríin, að finna friðsæld og koma heim til okkar sjálfra aftur og aftur. 

Nánar hér: Vökvaðu draumana þína

Vertu stærri en streitan og Vökvaðu draumana þína

Kundalini jóga fyrir endurnýjun, orku og innri frið, ásetningur fyrir nýtt ár og stuðningur við daglega hugleiðslu

Sameinaðu báða kostina. Besti valkosturinn fyrir þá sem hafa tök á.

Nánar hér: Vertu stærri en streitan og Vökvaðu draumana þína

Tvö örnámskeið í ársbyrjun

Námskeiðin fara fram í gegn um netið á Zoom

Kveiktu á kraftinum

 • Hresstu þig við eftir allan jólamatinn og jólaboðin
 • Opnaðu fyrir nýja og ferska orku í kraftmiklum jógatíma
 • Lærðu leiðir til að hreinsa og endurnæra líkama og huga á stuttum tíma
 • Fimmtudaginn 5. janúar kl 17.15 – 18.30

LJós og lífsorka

 • Hugleiðsla og öndun sem upplyftir og endurnærir
 • Kyrrðarstund með þér. Friður hefst hjá hverju og einu okkar. 
 • Möntrusöngur til að kveikja ljósið í vetrarmyrkrinu
 • Mánudaginn 9. janúar kl 17.15 – 18.30

Tilvalið tækifæri til að upplifa og kynnast eflandi jógaiðkun. Hver veit nema þú finnir þína leið hér. Nánar hér: Örnámskeið í ársbyrjun

Kraftur og kyrrð

Kundalini jóga fyrir endurnýjun, orku og innri frið

4 vikna námskeið hefst fimmtudaginn 17. nóvember. Fimmtudaga kl 17.15

Kyrrðin í kraftinum og krafturinn í kyrrðinni. Lærðu að tengja við kyrrðina innra með þér og leysa kraftinn þinn úr læðingi. 

 • Glímirðu við eirðarleysi og streitu?
 • Ertu með stífar mjaðmir og bak? Þarftu að styrkja og liðka hrygginn?
 • Viltu finna aukinn stöðugleika í líkama og huga?
 • Nærandi öndunaræfingar, gongslökun og hugleiðsla. 

Nánar: Kraftur og kyrrð

Haustönn í Andartaki

Nú er haustið að ganga í garð og lífið leitast við að finna taktinn að nýju. Haustið er sérstaklega góður tími til að endurskoða forgangsröðunina og finna hvernig áherslur við viljum hafa í lífinu hvað sem öðru líður. Jógaiðkun er dásamlegur stuðningur þegar kemur að því að takast á við lífið eins og það er, hverjar sem áskoranirnar eru. Við í Andartaki erum líka að finna okkar takt eftir sumarfríið og ný námskeið að hefjast í september. 

Lífið í jafnvægi

Nýtt námskeið hefst fimmtudaginn 22. september. 8 vikna námskeið, fimmtudaga kl 17.15. Í Bústaðakirkju. Einnig hægt að taka þátt í gegn um netið heiman úr stofu. Skemmtilegt og eflandi ferðalag þar sem að staldrað er við hverja orkustöð og unnið með æfingar og hugleiðslur sem stuðla að auknu jafnvægi, meiri styrk og bættum hæfileika til að slaka á og njóta. Nánar hér: Lífið í jafnvægi

Mildi og mýkt

Námskeið með áherslu á að nærast og njóta. Mjúkar teygjur, endurnærandi jóga, djúp slökun og hugleiðsla. Sex vikna námskeið hefst fimmtudaginn 27. október. Fimmtudaga kl 19.15

Tilvalið fyrir alla sem elska að fara í rólegt og mjúkt jóga og góða slökun. Tækifæri til að næra andann í amstri hversdagsins.

Hentar vel þeim sem eru að glíma við þreytu, streitu og álag og vilja endurheimta orkuna sína og læra að slaka betur á. Líka tilvalið fyrir þá sem þurfa að fara varlega, td þá sem eru að ná sér eftir veikindi eða kulnun og eiga erfitt með kraftmeiri jógatíma. Nánar hér: Mildi og mýkt

Sumarhugleiðsla fyrir fegurð, flæði og frið

Langar þig að hugleiða heima í sumar með stuðningi? Ég býð þér að taka þátt í hugleiðsluferðalagi með mér yfir sumarmánuðina.

Áhrif af því að hugleiða daglega:

 • Dregur úr áhrifum streitu 
 • Jákvæð áhrif á streitutengda kvilla eins og of háan blóðþrýsting, hjartavandamál, meltingarvandamál, höfuðverki, þunglyndi og kvíða
 • Aukin friðsæld og jafnaðargeð. Við getum betur valið viðbrögðin okkar
 • Ver heilann gegn áhrifum öldrunar
 • Gefur skýran fókus og bætir athyglisgáfuna

Verð: 9500

Nánar hér: Sumarhugleiðsla 

Hvernig er þín forgangsröðun?

Hljómar þetta kunnuglega?
 
Kaupa fisk og kartöflur í matinn
Borga reikninga
Senda hamingjuóskir til afmælisbarns dagsins
Brjóta saman þvottinn
Sækja börnin
Elda kvöldmatinn
Byrja á verkefninu sem er búið að sitja á hakanum
Taka til
Gera við vaskinn
Fara með bílinn í smurningu
Bóka flugið
Laga girðinguna
 
Og SÍÐAN…
Fara í gönguferð (ef tími vinnst til)
Hvílast (ef tími vinnst til)
Hugleiða (ef tími vinnst til)
Skapa (ef tími vinnst til)
Vera (ef tími vinnst til)
 
Getur verið
að við þurfum að endurskoða
forgangsröðunina
hjá okkur? 
 
Kærleikur til þín
Guðrún

Ég býð þér að taka þátt í hugleiðsluferðalagi með mér yfir sumarmámuðina. Dagleg hugleiðsla er gott akkeri að hafa í annríki dagsins, hvort sem er heima eða á ferðalagi. Hún gefur okkur færi á að hlaða batteríin, finna friðsæld og koma heim til okkar sjálfra aftur og aftur. 

Nánar hér: Sumarhugleiðsla fyrir fegurð, flæði og frið

Galdurinn við góða ákvörðun

Kannastu við að ákvörðun sem gæti hafa virst vera sú besta sem þú hefur nokkru sinni tekið gæti 15 mínútum seinna virst vera sú versta? Ef þú kannast við þetta gæti hugsast að þú sért að taka ákvörðun í gegn um jákvæða eða neikvæða hugann og átt eftir að bera þær undir hlutlausa hugann. 

Þrjár hliðar hugans: Kundalini jóga kennir okkur að hugur okkar sé þrískiptur. Í jákvæða-, neikvæða- og hlutlausa hugann.

Neikvæði hugurinn á ekkert skylt við neikvæðni. Hann er stundum kallaður verndarhugurinn. Hann minnir okkur á að hlusta eftir því sem gæti misheppnast eða verið óhollt fyrir okkur. Neikvæði hugurinn sér möguleika á… lesa meira

Vorið kallar!

Taktu á móti vorinu með léttleika í hjarta

Vornámskeiðið okkar hefst mánudaginn 25. apríl. Mánudaga kl 17.15. Í Bústaðakirkju og á netinu.

Jóga, lífsstíll og nærandi venjur fyrir vorið. Æfingar sem endurnæra huga líkama og sál og byggja upp lífsorku. Í hverjum tíma förum við í jóga, góða slökun og endum tímann á hugleiðslu.

Nánari upplýsingar: Vorið kallar!

Vökvaðu draumana þína

Undanfarin tvö ár hafa svo sannarlega verið áskorun fyrir okkur öll. Þau hafa kallað eftir bæði aðlögunarhæfni, þolinmæði og innri styrk. Og jafnvel nýjum aðferðum til að takast á við lífið. Þegar svona miklar umbreytingar verða í kring um okkur er mikilvægt að hafa skýra sýn á það hvað skiptir okkur máli svo við getum betur gefið því rými meðvitað. Þrátt fyrir að framtíðin sé óskýr er svo mikilvægt að við gefum okkur tíma til að láta okkur dreyma og skoða hvernig við viljum hafa hlutina. Burtséð frá ytri aðstæðum. 

Ég býð alla velkomna að taka þátt í námskeiði / vinnustofu á laugardaginn kemur þar sem við getum átt notalega stund saman. Jóga, hugleiðsla, slökun, innri hlustun, rými til að skoða þína framtíðarsýn og talan þín fyrir árið 2022.

Lækkað verð fyrir þá sem staðfesta skráningu fyrir miðvikudaginn 23. mars.  

Grasið er alltaf grænna þar sem þú vökvar það. Hvað vilt þú vökva í þínu lífi?

Nánar hér: Vökvaðu draumana þína

Jóga, mataræði og lífsstíll: Líkamsgerðin þín

Nýtt 4 vikna námskeið hefst mánudaginn 14. mars. Mánudaga kl 17.15. Námskeiðið er haldið í Bústaðakirkju. Einnig er hægt að taka þátt í gegn um netið. 

Á námskeiðinu skoðum við hvernig við getum aukið lífsorku og gleði, ræktað með okkur kyrrð, hugrekki og seiglu og þannig orðið stærri en streitan. 

Við iðkum jóga og kynnumst ayurveda, systurvísindum jógafræðanna. Ayurveda merkir “viska lífsins”. Við skoðum líkamsgerðirnar í ayurveda og þú færð tækifæri til að finna út hver þín líkamsgerð er. Nánar um ayurveda.

Öndun, líkamlegar æfingar og hugleiðsla sem hjálpa líkamanum að losa um spennu, draga úr kvíða og auka innri vellíðan. Við vinnum í að styrkja tauga-, innkirtla og ónæmiskerfi og auka samhæfingu þeirra. Árangurinn er bættur svefn og aukinn  hæfileiki til að takast á við streitu á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.  

Nánar um námskeiðið hér: Jóga, mataræði og lífsstíll: Líkamsgerðin þín.