Aukin orka og bætt líðan á breytingaskeiði
Ég heiti Guðrún. Ég styð konur í að fara mjúklega í gegn um breytingaskeiðið á náttúrulegan hátt.
Breytingaskeiðið er vissulega áskorun fyrir margar konur. En það er engin ástæða til þess að þjást í hljóði og reyna að þrauka. Það er heilmargt sem þú getur gert til að létta á einkennum. Um leið og þér fer að líða betur og hugurinn skýrist ferðu að sjá tækifærin sem leynast í þessu valdeflandi tímabili í lífi hverrar konu .
Veldu þá leið sem hentar þér
Lífið í jafnvægi
Ferðalag um orkustöðvarnar
Eflandi ferð í átt að aukinni sjálfsþekkingu, andlegum og líkamlegum styrk og bættri orku.
Við stöldrum við hverja orkustöð og vinnum með æfingar og hugleiðslur sem stuðla að auknu jafnvægi, meiri styrk og bættum hæfileika til að slaka á og njóta.
Einkatímar
Fáðu stuðning við að setja heilsu og góða líðan í forgang.
Heildrænt heilsuviðtal, hómópatía, markþjálfun, bowen, jógaþerapía, Fókusing.
Einkatímar og heildræn ráðgjöf sniðin að þínum þörfum. Hafðu samband og við finnum út úr því hvernig við getum best unnið saman.
Blómstraðu á breytingaskeiði
Netnámskeið sem hjálpar þér að endurnýja lífsorkuna,
sofa - og skilja betur breytingaskeiðið.
Fyrir konur sem sem leita náttúrulegra leiða fyrir aukna orku, hormónajafnvægi og góða heilsu. Og sem vilja gera eitthvað sjálfar til að létta á einkennum breytingaskeiðsins.
Skráðu þig á biðlista fyrir næsta námskeið
Listin að umfaðma
breytingar
-
Breytingaskeiðið er náttúrulegt ferli og ekki sjúkdómur
-
Breytingar kalla oft á stuðning og nýjar aðferðir
-
Þetta er tími til að hlúa vel að likamanum og endurskrifa heilsusöguna þína.
-
Ef þú vinnur með breytingunum og ekki gegn þeim þá áttu kannski eftir að uppgötva að þetta er tækifæri til að vaxa, læra nýja hluti um sjálfa þig og græða huga og ilkama.
-
Líkaminn kann þá list að sigla í gegn um breytingar betur en við getum ímyndað okkur. Ef við gefum okkur tíma til að hlusta
Ég get hjálpað þér að upplifa meiri friðsæld, fókus, styrk og sjálfsmildi í gegn um jóga, heildræna heilsuráðgjöf og innri hlustun. Sterkt taugakerfi er lykill að vellíðan og heilbrigði
Netnámskeið
Blómstraðu á breytingaskeiði
Náttúrulegar leiðir fyrir aukna orku,
hormónajafnvægi og góða heilsu.
Netnámskeið: Stuðningur við að endurnýja lífsorkuna, sofa – og skilja betur breytingaskeiðið
Einfaldar breytingar sem þú getur gert á mataræði til að líða betur og iðkun sem hjálpar þér að finna þinn takt í tilverunni
Nám og lengri
viðburðir
2024
Hugleiðsluhelgi
Djúpt ferðalag inn á við
Febrúar 2024. Staðsetning: Síðumúla 15, 3. hæð
Helgarnámskeið. Leiðbeinandi: Guðrún Arnalds
Næsta vetur
Lærðu að kenna hugleiðslu
Hugleiðsla, öndun og möntrur.
Dýpkaðu þína eigin hugleiðsluiðkun um leið og þú lærir að kenna öðrum að hugleiða
Skráðu þig á lista yfir áhugasama ef þú vilt fá sendar nánari upplýsingar.
Svefntruflanir og hitakóf
Sjö vegvísar fyrir vellíðan á breytingaskeiði
- Lærðu leiðir til að draga úr hitakófi og sofa betur
- Hitakóf og nætursviti eru ekki það sama. Lærðu að skilja muninn og hvað líkaminn er að segja þér.
- Um hvernig mataræði og lífsstíll geta haft áhrif á einkennin þín.
- Fáðu dýpri skilning á hormónabreytingunum og hvað þú getur gert
Ertu með spurningar?
Fylltu út formið hér að neðan til að senda mér fyrirspurn eða panta tíma. Ekki hika við að senda mér línu. Ég geri mitt besta til að svara innan 24 tíma.
Kontakt upplýsingar
Hafðu samband við mig beint í gegn um síma eða tölvupóst: