Námskeið Andartaks

Námskeiðin okkar snúast um að skapa öruggt rými til að fara inn á við og tengja við kjarnann.

Val er um að mæta í Bústaðakirkju, taka þátt í gegn um Zoom eða taka þátt í netnámskeiði þegar og þar sem þér hentar

Námskeið í boði

Hægt er að velja um að koma á staðinn eða hittast í gegn um netið. Einnig í boði netnámskeið þar sem þú getur iðkað þar sem og þegar þér hentar.

Mildi og mýkt

NETNÁMSKEIÐ MEÐ STUÐNINGI VIÐ HEIMAIÐKUN.

Jóga- og sjálfsnæringarnámskeið fyrir konur sem hafa tilhneigingu til að fara í gegn um lífið á hnefanum og láta skylduverkefnin sitja fyrir.

Verkfæri sem styðja þig í að finna friðsæld og endurnærast á stuttum tíma og ástundun sem auðgar lífið

Vorið kallar!

TAKTU Á MÓTI VORINU MEÐ LÉTTLEIKA Í HJARTA.

Jóga, lífsstíll og nærandi venjur fyrir vorið. Æfingar sem endurnæra huga líkama og sál og byggja upp lífsorku. Jóga, djúp slökun og hugleiðsla.

Vorið kemur með nýtt upphaf, ferska vinda og tækifæri til að virkja lífsorkuna. Það veitir okkur innblástur til að tileinka okkur heilbrigðan lífsstíl.

Hefst 24. apríl á nýjum stað í Síðumúla 15. Mánudaga kl 17.00.

Fókusing

LÆRÐU AÐ HLUSTA Á ÞITT INNRA LANDSLAG Á KÆRLEIKSRÍKAN HÁTT

Kennir þér að hlusta á visku líkamans með forvitni og sjálfsmildi að leiðarljósi. Býður þér að tengja við dýpri stað í þér en bara hugsanir og tilfinningar.

Það sem áður var fast eða óskýrt færist nær og vandamálið sem þú byrjaðir að skoða í upphafi „hreyfist áfram“. Þú skilur það á nýjan og ferskan hátt. Þessum nýja skilningi fylgir jákvæð umbreyting á lífi þínu.

Fókusing getur t.d. nýst við úrvinnslu tilfinninga, ákvarðanatöku, sem leið til að skilja aðstæður þínar betur, ákveða næstu skref og í sköpun.

KYNNINGARSAMTAL

Umsagnir iðkenda

„Mér finnst þinn styrkur felast í dýptinni sem þú ferð á. Ég held þú náir henni með reynslunni en líka trausti á því sem þú ert að kenna. Svo býrðu yfir alveg brjálæðislega mikilli samkennd, skilning og þolinmæði. Þú ert mjög góð í að miðla, það er alltaf mjög skýrt það sem þú ert að fjalla um og auðskilið. Mér finnst þú bara langsamlega besti jógakennarinn á Íslandi .”

SIGRÚN HALLA UNNARSDÓTTIR, HÖNNUÐUR OG JÓGAKENNARI

„Það sem ég sæki mest í úr Kundalini jóga er sjálfstraustið, styrkurinn og jarðtengingin. Tilfinningin, að fara í hjartað og geta verið ég sjálf. Ég get alltaf komið til baka í það. Ég er að vinna vinnu þar sem ég gef mikið af mér. Ég fæ oft erfiða viðskiptavini sem taka orku. Síðan ég fór iðka kundalini jóga og að hugleiða reglulega finn ég virkilega mun. Núna er þetta allt annað líf. Ég er búin að læra að ég er ekki hugsanirnar mínar.”

ANNA DÍS GUÐRÚNARDÓTTIR

„Námskeiðið kenndi mér margt, og þá mest um sjálfa mig. Guðrún Darshan veitti góða innsýn í notkun jóga og hugleiðslu til að auka sjálfstraust og betri líðan. Eftir námskeiðið er ég betur í stakk búin að takast á við streitu og finnst ég hafa betri tök á eigin líðan.”

ELÍSABET KEMP STEFÁNSDÓTTIR, NEMI

„Frábært námskeið með frábærum kennara. Ég er endurnærð eftir tímana og finn hvað þeir styrkja mig á sál og líkama. ”

GUÐRÍÐUR PÁLMARSDÓTTIR

Einkatímar

Einkatímarnir fara fram að Ránargötu 18, Reykjavík. Öll samtöl geta líka farið fram á netinu..

ÞARFTU AÐ ENDURHEIMTA HEILSUNA?

Heildræn heilsuráðgjöf

Fáðu stuðning við að setja heilsu og góða líðan í forgang. Og við að virkja náttúrulegan lækningamátt líkamans.

Einkatímar og heildræn ráðgjöf sniðin að þínum þörfum.

Nám og lengri

viðburðir

Maí, 2023

Hugleiðsludagur

Djúpt ferðalag inn á við

Netnámskeið / hugleiðsluhelgi heima

Helgarnámskeið. Leiðbeinendur Guðrún Arnalds og Dev Suroop Kaur.

Næsta vetur

Lærðu að kenna hugleiðslu

Hugleiðsla, öndun og möntrur.

Dýpkaðu þína eigin hugleiðsluiðkun um leið og þú lærir að kenna öðrum að hugleiða

Skráðu þig á lista yfir áhugasama ef þú vilt fá sendar nánari upplýsingar.

Hugleiðsla fyrir friðsælt hjarta

Allir geta lært að hugleiða. Hér er hugleiðsla til að prófa heima. Hún er um leið öndunaræfing. Nærandi stund með þér. Skráðu þig hér til hliðar og þú færð senda upptöku til að fylgja. Skráningunni fylgir aðgangur að fréttabréfinu okkar.

Ertu með spurningar?

Fylltu út formið hér að neðan til að senda mér fyrirspurn eða panta tíma. Ekki hika við að senda mér línu. Ég geri mitt besta til að svara innan 24 tíma.

5 + 9 =

Kontakt upplýsingar

Hafðu samband við mig beint í gegn um síma eða tölvupóst:

Einkatímar: Ránargötu 18 / Jógatímar: Bústaðakirkja