Heildræn heilsa

Hér geturðu fundið verkfæri til að styðja við jafnvægisríkara líf, innblástur til að nýta þér þau og ýmislegt fleira sem vex út úr minni eðlislægu forvitni og ástríðu fyrir andlegri rækt og fegurð. 

Heilsan og fríið

Þegar 3ja ára barnabarnið mitt er í heimsókn í sveitinni þá lætur hann vita þegar hann er búinn að fá nóg af aksjón. Þá biður hann um að vera heima í rólegheitum með ömmu, jafnvel þegar hinir í fjölskyldunni eru að fara í ævintýraleiðangur. Hann veit hvað hann þarf....
Að lifa ríkulega

Að lifa ríkulega

Ef ég gæti gefið þér eitthvað dýrmætt þá væri það líf sem er ríkt af prönu, lífsorku. Prana er orð sem kemur úr sanskrít og merkir bæði öndun og lífsorka. Orkan sem bæði hugurinn og líkaminn nærast á. Prana er lífgjafinn þinn. Með næga prönu hefurðu hæfileikann til...

read more
Kvíði á breytingaskeiði

Kvíði á breytingaskeiði

Kvíði er mjög algengur fylgifiskur á breytingaskeiði. Jafnvel hjá konum sem hafa ekki upplifað hann fram að því. Það sem áður var auðvelt getur núna virst óyfirstíganlegt. Eða þú ferð að hika og fresta hlutum. Hjartsláttur, spennutilfinning, óróleiki – sem virðist...

read more
Líkaminn er vitur vera – ertu að hlusta?

Líkaminn er vitur vera – ertu að hlusta?

Flestar konur átta sig ekki á því að svefnvandi, tilfinningalegt álag eða stöðugt áreiti í taugakerfinu getur tengst því að treysta ekki líkamanum sínum. Þetta vantraust á líkamanum á sér djúpar rætur – og er oft svo lúmskt að við sjáum það ekki einu sinni. Ég hef oft...

read more
Bara líkaminn minn kann að loka augunum

Bara líkaminn minn kann að loka augunum

Ég fékk dótturson minn í heimsókn um helgina. Hann er fjögurra ára og kann þá list að fylla heimilið af lífi. Þegar hann fer er eins og húsið bergmáli áfram af þessari lífsþyrstu gleði og syngjandi nærveru sem fylgir honum. Við gleymdum okkur í tímaleysi andartaksins...

read more
Töfrar og tækifæri vorsins

Töfrar og tækifæri vorsins

Vorið er tími töfra og umbreytinga. Náttúran kemur úr klakaböndum og köldum raka vetrarins og inn ilmandi vorið. Lífspúlsinn tekur kipp, jörðin fer að hlýna og grænir sprotar taka að teygja sig upp á móti ljósinu. Vorið býður okkur að vakna með sér.  Náttúran virðist...

read more
Líf á þínum forsendum?

Líf á þínum forsendum?

Ég átti svo gott samtal við nokkrar konur sem eru á námskeiði hjá mér nýlega. Við ræddum um breytingaskeiðið, ekki sem hindrun heldur sem tækifæri til að finna sjálfa sig aftur og opna á nýja möguleika. Þetta er tími þar sem við erum ekki lengur með sömu ábyrgð og...

read more
Að vingast við streitu

Að vingast við streitu

Dauðsföll, áföll og erfiðir vinnufélagar eru streituvaldar sem við getum ekki ráðið við. En svo eru aðrir streituvaldar sem við getum unnið með. Eins og viðhorf, venjur og viðbrögð okkar í daglegu lífi. Flest vandamál sem við glímum við, hvort sem það eru veikindi eða...

read more
Frí er ekki ávísun á góðan svefn

Frí er ekki ávísun á góðan svefn

Oft hef ég séð það í hyllingum að komast í frí og geta loksins sofið og hvílt mig almennilega. En oftar en einu sinni hefur svefninn versnað til muna eða að minnsta kosti ekki batnað eins og vonir stóðu til. Ég var lengi að átta mig á því að þetta væri ekki tilviljun....

read more
Birta

Birta

Jógaheimspekin býr yfir hugtakinu Sattva sem er einn af þremur eiginleikum lífsins. Sattva merkir ljós eða léttleiki. Birta. Önnur orð sem túlka sattva eru samhljómur, tærleiki, sköpun, jákvæðni og friðsæld. Í jóga viljum við næra Sattva og kveikja ljósflæðið í okkur....

read more

Svefntruflanir og hitakóf

Örnámskeið um svefntruflanir og hitakóf fyrir konur á breytingaskeiði.

  • Lærðu um mögulegar orsakir svefntruflana og kveikjur að hitakófi

  • Hitakóf og nætursviti eru ekki það sama. Lærðu að skilja muninn og hvað líkaminn er að segja þér.

  • Um hvernig mataræði og lífsstíll geta haft áhrif á einkennin þín.

  • Fáðu dýpri skilning á hormónabreytingunum og hvað þú getur gert