Í sátt við það sem er

Í jógafræðunum erum við með hugtakið Santosha – sem þýðir ánægja, að gera sér hlutina að góðu.

Iðkun Santosha snýst um að rækta með sér þakklæti og að læra að meta það sem er. Hún gengur út á…

  • Að horfa innan við girðinguna en ekki yfir hana. Að taka eftir hvað gerist innra með þér frekar en að vera upptekin af umhverfinu og viðbrögðum annarra.
  • Að draga úr þeirri venju að sækja í þægindi og það sem þér líkar vel og að forðast það sem þér finnst óþægilegt eða það sem þér líkar illa.
  • Að gefa ekki öðrum vald yfir eigin tilfinningalífi.
  • Að rækta með sér þakklæti.
  • Að næra friðsæla miðju – til dæmis í gegnum hugleiðslu.

Það að velja sátt og hamingju fram yfir sveiflurnar þýðir ekki að við afneitum því hvernig okkur líður. Við getum samt gefið öllum tilfinningum rými hvernig sem þær birtast. Til að halda í friðsældina gætum við þurft að stækka rýmið innra með okkur. Og hafa þannig pláss fyrir að líða ekki vel og vera samt sátt. Að hafa pláss fyrir erfiðu tilfinningarnar og jafnvel þakka fyrir þær og það sem þær eru að kenna okkur.

Ég hef sett mér þetta verkefni að skoða næstu vikurnar. Hvernig ég get búið til rými fyrir meira “Santosha” og notið allra litlu og stóru hlutanna sem lífið færir mér, hvernig sem þeir birtast. Ég býð þér að taka þátt í þessari áskorun með mér. Það væri gaman að heyra frá þér hvernig gengur.

Flokkar

Nýjast

Hvernig er þín forgangsröðun?

Hvernig er þín forgangsröðun?

Hljómar þetta kunnuglega? ☐ Kaupa fisk og kartöflur í matinn ☐ Borga reikninga ☐ Senda hamingjuóskir til afmælisbarns dagsins ☐ Brjóta saman þvottinn ☐ Sækja börnin (eða barnabörnin) ☐ Elda kvöldmatinn ☐ Byrja á verkefninu sem er búið að sitja á hakanum ☐ Taka til ☐...

Sumarsamhljómur

Sumarsamhljómur

Nokkrar hugleiðingar um sumarið og gjafir sumarsins Sumarsamhljómur ... er þegar ég finn taktinn minn renna saman við takt náttúrunnar. Við verðum eitt. Náttúran hjálpar mér að finna – að skynja – líka það sem mér finnst vanta. Það sem ég sakna. Andstæðan við samhljóm...

Heilsan og fríið

Heilsan og fríið

Þegar 3ja ára barnabarnið mitt er í heimsókn í sveitinni þá lætur hann vita þegar hann er búinn að fá nóg af aksjón. Þá biður hann um að vera heima í rólegheitum með ömmu, jafnvel þegar hinir í fjölskyldunni eru að fara í ævintýraleiðangur. Hann veit hvað hann þarf....

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.