Heilnæmur haustdrykkur

Möndluhristingur með kanil

Þessi silkimjúki hristingur er styrkjandi og nærandi fyrir haustmánuðina. Á haustin notar líkaminn alla orkuna til að byggja sig upp fyrir veturinn. Haustið er þurrkandi tími, með sína vindasömu og breytilegu veðráttu. Þetta er tími sem við þurfum að huga vel að því að fá nægan vökva. Þegar okkur vantar vökva verðum við þreytt og orkulaus. Hugurinn verður ofvirkur og stekkur úr einu í annað. Svefnleysi getur gert vart við sig á þessum árstíma og aukið álagið. Á haustin er mikilvægt að finna sér takt og rútínu í deginum og huga vel að því að næra og vökva líkamann og þá um leið hugann. Þessi blanda af nærandi döðlum og jarðtengjandi möndlumjólk getur hjálpað þér að finna jafnvægi fyrir líkamann og kyrra hugann og njóta sætleika lífsins.

Innihaldsefni:
1 bolli möndlumjólk
2 klípur af kanil
2 heilar döðlur (þurrkaðar og best ef þær hafa legið í bleyti í 4 tíma en ekki nauðsynlegt)
Lítill biti (ca. 0,5 sm) af engifer
Skvetta af vanilludropum eða smá klípa af vanilludufti (valkvæmt)
1 tsk ghee eða möndlusmjör (valkvæmt)

Leiðbeiningar

  1. Taktu steininn úr döðlunum (ef það á við)
  2. Hitaðu möndlumjólkina eða hafðu hana við stofuhita eftir því hvað þér finnst best. Heit mjólk er róandi og nærandi drykkur fyrir svefninn
  3. Settu allt í blandara
  4. Ef þú vilt gera drykkinn enn meira endurnærandi, geturðu bætt við 1 tsk af ghee eða möndlusmjöri og sett kúamjólk eða kókosmjólk í stað möndlumjólkur.

Heildræn heilsuráðgjöf

Ég býð upp á heildræna heilsuráðgjöf og get boðið þér að koma og fá stuðning við að greina líkamsgerð þína og finna hvað þú þarft til að finna betra jafnvægi á huga og líkama. Velkomið að senda mér tölvupóst ef þú vilt fá nánari upplýsingar.

Flokkar

Nýjast

Vetrarhýði

Vetrarhýði

Veturinn er sá timi þegar jörðin og lífverur hennar draga sig í hlé og fara inn á við. Við manneskjurnar, með okkar hlýju og björtu hús og upptekna líf eigum það til að lifa í öðrum takti en náttúran í kring um okkur. En líkaminn veit hvaða árstíð er. Á sama hátt og...

Hugleiðsla fyrir frið

Hugleiðsla fyrir frið

Ég býð þér að taka þátt í fjörutíu daga hugleiðslu fyrir frið. Við lifum á erfiðum tímum. Það sem er að gerast í heiminum snertir okkur öll. Við getum lagt okkar að mörkum til að skapa frið í kring um okkur með því að velja frið. að taka frið fram yfir ófrið, einn dag...

Að skapa frið í heiminum

Að skapa frið í heiminum

Við lifum á erfiðum tímum. Það sem er að gerast í heiminum snertir okkur öll. Við getum lagt okkar að mörkum til að skapa frið í kring um okkur með því að velja frið. að taka frið fram yfir ófrið, einn dag í einu, eitt orð í einu, eina hugsun í einu. Þetta er eins og...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.