Innri gagnrýnandinn

Hefur þér einhvern tíma fundist þú ekki geta gert neitt rétt? Segirðu stundum hluti við sjálfa-n þig sem þú myndir aldrei segja við aðra manneskju? Það gæti hjálpað að vita að þú ert ekki sá eini eða sú eina.

Innri gagnrýnandinn er staður í þér sem trúir því að þú eða eitthvað í þér þurfi að breytast til að þú sért í lagi.

Sjálfsgagnrýni er sársaukafull. Það er auðvelt að láta bugast undan neikvæðni og leiðinlegum athugasemdum sem við beinum að okkur sjálfum. Stundum án þess að taka eftir því.

Ef við reynum að þagga niður í gagnrýnandanum verður hann bara stærri. Sem betur fer er til önnur leið.

Hugtakið “innri gagnrýnandi” er í raun ekki alveg lýsandi fyrir það sem við erum að tala um. Við notum það hér af því það er auðveldasta leiðin til að vísa til þess. En það er kannski nær lagi að tala um innra umhverfi.

Innri gagnrýni birtist venjulega ekki sem rödd. Fyrir marga birtist hún í formi líkamsskynjunar. Þrengsli í hálsinum eða í brjóstinu hnútur í maganum, kvíði, vanmáttarkennd eða skömm, Til dæmis þegar okkur finnst við vera slæmt foreldri eða vanhæf í því sem við erum að glíma við. Þú heyrir ekki gagnrýnina en þú finnur áhrifin

Það eru til leiðir til að takast á við innri gagnrýni á friðsamlegan hátt. Sjálfsmildi er mikilvægur þáttur í að lifa hamingjuríku, friðsælu lífi.

Flokkar

Nýjast

Vetrarhýði

Vetrarhýði

Veturinn er sá timi þegar jörðin og lífverur hennar draga sig í hlé og fara inn á við. Við manneskjurnar, með okkar hlýju og björtu hús og upptekna líf eigum það til að lifa í öðrum takti en náttúran í kring um okkur. En líkaminn veit hvaða árstíð er. Á sama hátt og...

Hugleiðsla fyrir frið

Hugleiðsla fyrir frið

Ég býð þér að taka þátt í fjörutíu daga hugleiðslu fyrir frið. Við lifum á erfiðum tímum. Það sem er að gerast í heiminum snertir okkur öll. Við getum lagt okkar að mörkum til að skapa frið í kring um okkur með því að velja frið. að taka frið fram yfir ófrið, einn dag...

Heilnæmur haustdrykkur

Heilnæmur haustdrykkur

Möndluhristingur með kanil Þessi silkimjúki hristingur er styrkjandi og nærandi fyrir haustmánuðina. Á haustin notar líkaminn alla orkuna til að byggja sig upp fyrir veturinn. Haustið er þurrkandi tími, með sína vindasömu og breytilegu veðráttu. Þetta er tími sem við...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.