Í sátt við það sem er

Í jógafræðunum erum við með hugtakið Santosha – sem þýðir ánægja, að gera sér hlutina að góðu.

Iðkun Santosha snýst um að rækta með sér þakklæti og að læra að meta það sem er. Hún gengur út á…

  • Að horfa innan við girðinguna en ekki yfir hana. Að taka eftir hvað gerist innra með þér frekar en að vera upptekin af umhverfinu og viðbrögðum annarra.
  • Að draga úr þeirri venju að sækja í þægindi og það sem þér líkar vel og að forðast það sem þér finnst óþægilegt eða það sem þér líkar illa.
  • Að gefa ekki öðrum vald yfir eigin tilfinningalífi.
  • Að rækta með sér þakklæti.
  • Að næra friðsæla miðju – til dæmis í gegnum hugleiðslu.

Það að velja sátt og hamingju fram yfir sveiflurnar þýðir ekki að við afneitum því hvernig okkur líður. Við getum samt gefið öllum tilfinningum rými hvernig sem þær birtast. Til að halda í friðsældina gætum við þurft að stækka rýmið innra með okkur. Og hafa þannig pláss fyrir að líða ekki vel og vera samt sátt. Að hafa pláss fyrir erfiðu tilfinningarnar og jafnvel þakka fyrir þær og það sem þær eru að kenna okkur.

Ég hef sett mér þetta verkefni að skoða næstu vikurnar. Hvernig ég get búið til rými fyrir meira “Santosha” og notið allra litlu og stóru hlutanna sem lífið færir mér, hvernig sem þeir birtast. Ég býð þér að taka þátt í þessari áskorun með mér. Það væri gaman að heyra frá þér hvernig gengur.

Flokkar

Nýjast

Litrík seigla

Litrík seigla

Þegar haustar er nóg að gera við að koma öllu í skorður og finna taktinn upp á nýtt. Ég þarf að hafa mig alla við að að setja tímanum mörk og ætla mér ekki of mikið. Að ýta til hliðar og forgangsraða. Ég tala við verkefnin og segi þeim að þau þurfi að bíða aðeins...

Að finna bragðið af lífinu

Að finna bragðið af lífinu

Í starfi mínu og í daglegu lífi hef ég lært að meta hversu dýrmætt það er að eiga stundir þar sem ég tengist líkamanum beint. Að finna það sem er hér og nú. Ekki það sem ég hugsa um það sem ég upplifi, heldur það sem ég skynja. Þetta er eitt það einfaldasta – og samt...

Nærandi grillmáltíð

Nærandi grillmáltíð

Nú er Verslunarmannahelgin framundan og þrátt fyrir rigningaspá finnst mörgum gott að kveikja á grillinu og njóta máltíðar saman. Grill þarf þó ekki endilega að þýða hamborgarar og pylsur – það getur líka verið skemmtileg leið til að elda grænmeti. Best er þegar við...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.