Er tankurinn tómur eða ofhlaðinn?

Með tímanum fer hleðslan á orkubatteríinu okkar úr jafnvægi. Það getur verið vegna þess að við höfum gefið of mikið frá okkur án þess að hlaða á milli og við erum komin í þurrð. Eða við erum orðin ofhlaðin. Til dæmis ef við höfum tekið inn of mikið af upplýsingum eða við höfum staðið frammi fyrir aðstæðum í lífinu og eða tilfinningum sem við höfum ekki náð að vinna úr. Kannski höfum við borðað mat sem hentar okkur ekki eða setið of lengi kyrr. Og ekki gefið okkur rými til að losa um orku og fá útrás fyrir hana. Áföll og langvarandi álag hafa slævandi áhrif á lífsorkuna svo hún lokast inni á ákveðnum stöðum og verður óaðgengileg. Við finnum lífsorkunni okkar farveg meðal annars í gegn um öndun, hreyfingu, svefn, hlátur og nærandi samveru.

Ein leið til að skoða og skilja orkuflæðið okkar er í gegn um orkustöðvarnar. Kannski finnst þér hugmyndin um orkustöðvar vera óvísindaleg kenning um eitthvað sem er ekki til. Orkustöðvarnar eru vissulega ekki áþreifanlegar en þær eiga sér samsvörun í hormóna- og taugakerfi líkamans og sýna okkur leið til að hugsa um líkamann sem eina heild. Innkirtlarnir eru stundum kallaðir verndarar heilsunnar. Hljómsveitarstjórar líkamans sem stýra líðan okkar og innra jafnvægi. Hver orkustöð samsvarar ákveðnu sviði í lífi okkar og líkamsstarfssemi. Þær eru eins konar kort sem getur gefið okkur upplýsingar og leiðarvísi að því að endurheimta jafnvægi.

Kundalini jóga er mjög heildrænt form af jóga og hefur bein áhrif á orkustöðvarnar og á alla okkar líðan. Eitt af því sem gerir kundalini jóga svona áhrifaríkt eru kraftmiklar og nærandi öndunaræfingar sem styðja líkamann í að hlaða lífsorkuna á öllum sviðum og hleypa henni í réttan farveg. Hugleiðsla er líka mikilvægur partur af kundalini jógatíma. Regluleg hugleiðsla tengir okkur við óendanlega orkuuppsprettu innra með okkur sjálfum. Árangurinn er aukinn lífskraftur og friðsæld, meiri skilningur á okkur sjálfum og öðrum og nýjar leiðir til að lifa lífinu lifandi.

Flokkar

Nýjast

Birta

Birta

Jógaheimspekin býr yfir hugtakinu Sattva sem er einn af þremur eiginleikum lífsins. Sattva merkir ljós eða léttleiki. Birta. Önnur orð sem túlka sattva eru samhljómur, tærleiki, sköpun, jákvæðni og friðsæld. Í jóga viljum við næra Sattva og kveikja ljósflæðið í okkur....

Í sátt við það sem er

Í sátt við það sem er

Í jógafræðunum erum við með hugtakið Santosha - sem þýðir ánægja, að gera sér hlutina að góðu. Iðkun Santosha snýst um að rækta með sér þakklæti og að læra að meta það sem er. Hún gengur út á... Að horfa innan við girðinguna en ekki yfir hana. Að taka eftir hvað...

Vetrarendurnýjun

Vetrarendurnýjun

Á þessum dimmasta tíma ársins getur verið átak að halda í kraftinn og bjartsýnina. Við erum flest farin að þrá birtu og hlýju sólarinnar sem er aðeins farin að hækka á lofti. Á meðan getum við byrjað að undirbúa vorið með því að fyrirbyggja að orkuflæðið okkar...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.