Jafnvægi kyrrðar og krafts

Þegar 3ja ára barnabarnið mitt er í heimsókn í sveitinni þá lætur hann vita þegar hann er búinn að fá nóg af aksjón. Þá biður hann um að vera heima í rólegheitum með ömmu, jafnvel þegar hinir í fjölskyldunni eru að fara í ævintýraleiðangur. Hann veit hvað hann þarf. Næsta dag er hann tilbúinn í nýjar upplifanir.

Það er svo dýrmætt að hlusta á vitru röddina í líkamanum sem svarar þegar við spyrjum. Að hlusta fram hjá því sem okkur langar og á það sem við þurfum. Hvað þarf ég núna? Hvernig get ég best verið til staðar fyrir mig í dag? Hvernig get ég haldið góðu jafnvægi?

Heilsan er eins og viska sem nærir okkur. Eins og kraftur sem sprettur fram þegar við þurfum á honum að halda. Eins og ferskur andblær sem hreyfir lífið áfram, sem blæs lífi í nýjar hugmyndir og gleðiríkt líf. Ef heilsan missir ljómann þá verður lífið litlaust og andinn verður stefnulaus. Flæðandi lífsorka er undirstaða að góðri heilsu. Jóga er dásamleg leið til að koma hreyfingu á lífsorkuna og finna jafnvægi milli kyrrðar og krafts.

Flokkar

Nýjast

Að finna bragðið af lífinu

Að finna bragðið af lífinu

Í starfi mínu og í daglegu lífi hef ég lært að meta hversu dýrmætt það er að eiga stundir þar sem ég tengist líkamanum beint. Að finna það sem er hér og nú. Ekki það sem ég hugsa um það sem ég upplifi, heldur það sem ég skynja. Þetta er eitt það einfaldasta – og samt...

Nærandi grillmáltíð

Nærandi grillmáltíð

Nú er Verslunarmannahelgin framundan og þrátt fyrir rigningaspá finnst mörgum gott að kveikja á grillinu og njóta máltíðar saman. Grill þarf þó ekki endilega að þýða hamborgarar og pylsur – það getur líka verið skemmtileg leið til að elda grænmeti. Best er þegar við...

Villt viska og djúp hvíld

Villt viska og djúp hvíld

Hundurinn minn, hún Dimma, leikur á alls oddi hérna í sveitinni. Hún nýtur þess að hlaupa á eftir fuglum, vaða út í sjóinn og þefa í allar áttir. Ég skil hana svo vel – því mér líður aldrei betur en þegar ég er úti í villtri náttúru. Ég hef verið að hugleiða það...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.