Hvernig er þín forgangsröðun?

Hljómar þetta kunnuglega?

☐ Kaupa fisk og kartöflur í matinn
☐ Borga reikninga
☐ Senda hamingjuóskir til afmælisbarns dagsins
☐ Brjóta saman þvottinn
☐ Sækja börnin (eða barnabörnin)
☐ Elda kvöldmatinn
☐ Byrja á verkefninu sem er búið að sitja á hakanum
☐ Taka til
☐ Svara tölvupóstum
☐ Fara með bílinn í smurningu
☐ Bóka flugið
☐ Laga girðinguna

…og SÍÐAN:

☐ Fara í gönguferð (ef tími vinnst til)
☐ Hvílast (ef tími vinnst til)
☐ Hugleiða (ef tími vinnst til)
☐ Skapa (ef tími vinnst til)
☐ Vera – ef tími vinnst til…

Getur verið
að við þurfum að endurskoða
forgangsröðunina
hjá okkur?

Hvernig lítur þín forgangsröðun út?

Stundum finnum við forgangsröðunina betur þegar við hlustum á takt náttúrunnar. Hér er pistill til innblásturs: Sumarsamhljómur

Flokkar

Nýjast

Með sand milli fingranna og frið í hjarta

Með sand milli fingranna og frið í hjarta

Ég nýkomin úr ferðalagi til Nice með dóttur minni og barnabörnunum. Það eru svo dásamleg forréttindi að fá að ferðast með sínum nánustu og njóta sælu og samveru. Ég nýt þess alveg sérstaklega að gleyma mér í leik með barnabörnunum mínum. Við áttum eina mjög nærandi...

Litrík seigla

Litrík seigla

Þegar haustar er nóg að gera við að koma öllu í skorður og finna taktinn upp á nýtt. Ég þarf að hafa mig alla við að að setja tímanum mörk og ætla mér ekki of mikið. Að ýta til hliðar og forgangsraða. Ég tala við verkefnin og segi þeim að þau þurfi að bíða aðeins...

Að finna bragðið af lífinu

Að finna bragðið af lífinu

Í starfi mínu og í daglegu lífi hef ég lært að meta hversu dýrmætt það er að eiga stundir þar sem ég tengist líkamanum beint. Að finna það sem er hér og nú. Ekki það sem ég hugsa um það sem ég upplifi, heldur það sem ég skynja. Þetta er eitt það einfaldasta – og samt...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.