Hvernig er þín forgangsröðun?

Hljómar þetta kunnuglega?

☐ Kaupa fisk og kartöflur í matinn
☐ Borga reikninga
☐ Senda hamingjuóskir til afmælisbarns dagsins
☐ Brjóta saman þvottinn
☐ Sækja börnin (eða barnabörnin)
☐ Elda kvöldmatinn
☐ Byrja á verkefninu sem er búið að sitja á hakanum
☐ Taka til
☐ Svara tölvupóstum
☐ Fara með bílinn í smurningu
☐ Bóka flugið
☐ Laga girðinguna

…og SÍÐAN:

☐ Fara í gönguferð (ef tími vinnst til)
☐ Hvílast (ef tími vinnst til)
☐ Hugleiða (ef tími vinnst til)
☐ Skapa (ef tími vinnst til)
☐ Vera – ef tími vinnst til…

Getur verið
að við þurfum að endurskoða
forgangsröðunina
hjá okkur?

Hvernig lítur þín forgangsröðun út?

Stundum finnum við forgangsröðunina betur þegar við hlustum á takt náttúrunnar. Hér er pistill til innblásturs: Sumarsamhljómur

Flokkar

Nýjast

Af hverju er ég orkulítil þó ég sé að gera mitt besta?

Af hverju er ég orkulítil þó ég sé að gera mitt besta?

Þetta er algeng spurning... ...hjá konum sem eru að fara í gegnum breytingatímabil. Ekki síst þeim sem eru á - eða hafa lokið breytingaskeiði. Þær lýsa líkamlegum og tilfinningalegum einkennum sem oft virðast sundurlaus og erfitt að ná utan um. Þetta getur verið mjög...

Svefn, kvíði og hitakóf í stærra samhengi

Svefn, kvíði og hitakóf í stærra samhengi

Nýlega sendi ég út könnun til kvenna á póstlistanum mínum og á aðeins nokkrum dögum bárust 209 svör frá konum á öllum stigum breytingaskeiðsins. Svörin sýna sameiginlegan rauðan þráð og líka ótrúlegan fjölbreytileika. Og þau segja mér líka að margar konur eru að leita...

Hugrekki til að staldra við og hlusta

Hugrekki til að staldra við og hlusta

Lífið er alltaf að breytast. Við verðum foreldrar, börnin okkar fara að heiman, við missum okkar nánustu, við missum vinnuna og þurfum að lifa í óvissu um óákveðinn tíma, við eldumst og þurfum að læra að hlusta á það. Í okkar menningu er ekki mikil áhersla á að kenna...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.