Gjafir myrkursins

Sól, sól! Komdu aftur sól! Þriggja ára dóttursonur minn sat í aftursætinu og fannst myrkrið vera allt of snemma á ferðinni. Og því var ekki hægt að neita. Það væri svo sannarlega vel þegið að fá lengri daga á þessum dimmasta tíma ársins. Svo ræddum við um það hvað myrkrið er líka mikilvægt og að nóttin færir okkur svefninn sem er svo sætur þegar við verðum þreytt.

Þessir stuttu dagar geta reynt á. Margir finna fyrir þreytu og skort á bjartsýni í skammdeginu. En myrkrið hefur líka sína kosti. Á þessum dimmasta tíma ársins færist það sem venjulega hvílir í undirvitundinni, nær yfirborðinu. Það er sagt að skilin á milli heima verði gegnsærri og að við getum betur nálgast það sem annars liggur í dvala í undirvitundinni. Á þessum árstíma höfum við eðlislæga tilhneigingu til að leita inn á við. Ef við hlustum á hana og látum ekki heiminn fyrir utan dáleiða okkur um of, þá getum við nýtt þennan tíma til að tengja við uppsprettuna innra með okkur og til að endurnærast. Við getum treyst því að ljósið kemur alltaf aftur. Þangað til getum við boðið ljósinu innra með okkur að lýsa okkur leiðina.

Í annríkinu sem ríkir í ytri heiminum, getur það gleymst að taka stund til að vera með okkur sjálfum. En sá tími skilar sér fljótt til baka. Við verðum einbeittari og eigum auðveldara með að hvíla í andartakinu sem er að líða. Hvað gerir þú til að næra þig?

Flokkar

Nýjast

Hugrekki til að staldra við og hlusta

Hugrekki til að staldra við og hlusta

Lífið er alltaf að breytast. Við verðum foreldrar, börnin okkar fara að heiman, við missum okkar nánustu, við missum vinnuna og þurfum að lifa í óvissu um óákveðinn tíma, við eldumst og þurfum að læra að hlusta á það. Í okkar menningu er ekki mikil áhersla á að kenna...

Með sand milli fingranna og frið í hjarta

Með sand milli fingranna og frið í hjarta

Ég nýkomin úr ferðalagi til Nice með dóttur minni og barnabörnunum. Það eru svo dásamleg forréttindi að fá að ferðast með sínum nánustu og njóta sælu og samveru. Ég nýt þess alveg sérstaklega að gleyma mér í leik með barnabörnunum mínum. Við áttum eina mjög nærandi...

Litrík seigla

Litrík seigla

Þegar haustar er nóg að gera við að koma öllu í skorður og finna taktinn upp á nýtt. Ég þarf að hafa mig alla við að að setja tímanum mörk og ætla mér ekki of mikið. Að ýta til hliðar og forgangsraða. Ég tala við verkefnin og segi þeim að þau þurfi að bíða aðeins...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.