Birta

Jógaheimspekin býr yfir hugtakinu Sattva sem er einn af þremur eiginleikum lífsins. Sattva merkir ljós eða léttleiki. Birta. Önnur orð sem túlka sattva eru samhljómur, tærleiki, sköpun, jákvæðni og friðsæld. Í jóga viljum við næra Sattva og kveikja ljósflæðið í okkur.

Hinir tveir eiginleikarnir eru Rajas og Tamas. Rajas er drifkraftur hreyfingar, virkni og ástríðu. Tamas stendur fyrir sinnuleysi, deyfð og óreiðu. Tamas og Rajas eiga sér líka sinn stað í tilverunni. Allt líf er blanda af þessum þremur eiginleikum, samkvæmt jógaheimspekinni. Gott líf byggir á góðu jafnvægi þeirra. Jafnvægi er meðal annars fólgið í því að sökkva ekki of djúpt í Tamas því þá verður svo mikið átak að lyfta okkur upp aftur.

Þegar líður fram á vor er oft búið að safnast fyrir mikið af Tamas í okkur. Veturinn og myrkrið gera okkur þung og værukær. Þegar vorið er handan við hornið getur verið átak að finna kraft og tilgang í tilverunni. Orkuflæðið er hægt í gang og við fáum frekar kvef og alls kyns stíflur. Við náum stundum ekki að taka á móti allri birtunni af heilum hug þar sem veturinn hangir enn í okkur og við erum orðin svo vön vetrarkápunni.

Til að finna Sattva; tærleika og friðsæld, þurfum við að byrja þar sem við erum. Við þurfum að ferðast í gegn um Rajas. Að hreyfa okkur til að finna kraftinn og eldinn innra með okkur. Að teygja á líkamanum og finna okkar eigin takt og fá þannig útrás fyrir staðnað orkuflæðið. Við þurfum að hlusta á þyngslin og gefa þeim færi á að finna sinn farveg. Þá fyrst getum við kveikt ljós og fundið friðsæld.

Jóga hjálpar okkur að finna þennan stað í okkur sem þráir lífið, sem elskar að vera til, sem skýtur út grænum sprotum af lífsorku. Í kundalini jóga iðkum við meðvitaða hreyfingu í takti við andardráttinn. Smátt og smátt kyrrast hugurinn og lífið verður bjartara. Jógaiðkun opnar fyrir löngun til að lifa ferskara og innihaldsríkara lífi. Og lífsstíll okkar og mataræði geta á sama hátt stutt við jógaiðkunina.

Flokkar

Nýjast

Ertu að velja lífið á þínum forsendum?

Ertu að velja lífið á þínum forsendum?

Ég átti svo gott samtal við nokkrar konur sem eru á námskeiði hjá mér nýlega. Við ræddum um breytingaskeiðið, ekki sem hindrun heldur sem tækifæri til að finna sjálfa sig aftur og opna á nýja möguleika. Þetta er tími þar sem við erum ekki lengur með sömu ábyrgð og...

Teskeið af hvíld

Teskeið af hvíld

Þegar veturinn liggur yfir og náttúran er kyrr og friðsæl, þá finnst mér oft gott að hugsa um veturinn eins og kennara. Hann minnir mig á að hvíldin er ekki bara náttúrulegur fasi heldur líka nauðsynleg.  Alveg eins og jörðin tekur sér hlé og leitar inn á við til að...

Þegar heimurinn brennur

Þegar heimurinn brennur

Við eigum öll okkar stundir og tímabil þar sem okkur finnst heimurinn vera að brenna. Þar sem okkur finnst að við verðum að gera eitthvað í málunum. Bara eitthvað. Streita getur kallað fram ástand innra með okkur sem er mjög líkt því sem gerist þegar það verða...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.