Að mæta innri gagnrýni með mildi

Ég var lengi ómeðvituð um gagnrýnisröddina innra með mér — þar til ég fór að taka eftir því hvernig áhrif hún hafði á mig í gegnum líkamann og streituviðbrögð.

Í mörg ár áttaði ég mig ekki á þessari rödd. Ég heyrði hana ekki – en ég fann afleiðingarnar. Óljós efi um sjálfa mig. Vantrú á eigin hæfni til að takast á við álag og breytingar eða skapa í nýjum aðstæðum.

Þegar ég fór að átta mig á þessari rödd og hvað hún var að segja þá varð mun auðveldara að setja henni mörk og leyfa henni ekki bara að taka yfir.

Ég fór að hlusta meira meðvitað á sjálfa mig. Ég tók eftir að þessi rödd verður háværari þegar álagið er mikið. Þegar ég missi tenginguna við líkamann og jörðina.

Í dag á ég skýrara samband við þessa gagnrýnisrödd. Hún er ekki horfin – en hún hefur ekki sama vald og áður. Ég trúi henni ekki eins auðveldlega.

Þegar hún verður hávær þá veit ég að ég þarf að staldra við. Að gefa sjálfri mér rými og næra sjálfa mig. Fara út í náttúruna. Finna aftur taktinn.

Ég minni mig líka á að ég er ekki ein. Flest okkar finna fyrir óöryggi í nýjum aðstæðum. Og það er allt í lagi.

Um leið og við umbreytum sambandinu við okkur sjálf þá förum við að sjá heiminn í gegnum ný gleraugu. Framandleiki getur líka verið spennandi og forvitnilegur. 

Breytingar geta sett okkur út af laginu. Við þurfum að finna aftur jörðina.
En þær bjóða okkur líka að kynnast okkur sjálfum upp á nýtt.
Það verður svo miklu dýpra og meira gefandi ferðalag ef við gerum það meðvitað. Ef við hlustum aðeins undir yfirborðið.

Ég er forvitin að heyra frá þér. Hvernig er þitt samband við innri gagnrýni? Hvað gerirðu til að takast á við hana? Þú getur svarað með því að senda mér línu á heilsa (at) andartak.is
Ef þú ert að upplifa streitu eða ert að leita að leiðum til að hlusta betur á líkamann þinn, þá býð ég upp á frítt örnámskeið um svefn og hitakóf – með náttúrulegum nálgunum sem styðja taugakerfið. Örnámskeið um svefn og hitakóf

Flokkar

Nýjast

Taktu myrkrinu fagnandi

Taktu myrkrinu fagnandi

Nýtt ár gefur tilfinningu fyrir nýju upphafi. Hreinum snjó sem við getum þrammað út í og markað ný spor. Við setjum okkur markmið um að verða betri en á síðasta ári. Að skrifa nýja sögu á þetta auða blað sem nýtt ár færir okkur. Nýársheit eiga það stundum til að...

Af hverju er ég orkulítil þó ég sé að gera mitt besta?

Af hverju er ég orkulítil þó ég sé að gera mitt besta?

Þetta er algeng spurning... ...hjá konum sem eru að fara í gegnum breytingatímabil. Ekki síst þeim sem eru á - eða hafa lokið breytingaskeiði. Þær lýsa líkamlegum og tilfinningalegum einkennum sem oft virðast sundurlaus og erfitt að ná utan um. Þetta getur verið mjög...

Svefn, kvíði og hitakóf í stærra samhengi

Svefn, kvíði og hitakóf í stærra samhengi

Nýlega sendi ég út könnun til kvenna á póstlistanum mínum og á aðeins nokkrum dögum bárust 209 svör frá konum á öllum stigum breytingaskeiðsins. Svörin sýna sameiginlegan rauðan þráð og líka ótrúlegan fjölbreytileika. Og þau segja mér líka að margar konur eru að leita...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.