Hvernig er þín forgangsröðun?

Hljómar þetta kunnuglega?

☐ Kaupa fisk og kartöflur í matinn
☐ Borga reikninga
☐ Senda hamingjuóskir til afmælisbarns dagsins
☐ Brjóta saman þvottinn
☐ Sækja börnin (eða barnabörnin)
☐ Elda kvöldmatinn
☐ Byrja á verkefninu sem er búið að sitja á hakanum
☐ Taka til
☐ Svara tölvupóstum
☐ Fara með bílinn í smurningu
☐ Bóka flugið
☐ Laga girðinguna

…og SÍÐAN:

☐ Fara í gönguferð (ef tími vinnst til)
☐ Hvílast (ef tími vinnst til)
☐ Hugleiða (ef tími vinnst til)
☐ Skapa (ef tími vinnst til)
☐ Vera – ef tími vinnst til…

Getur verið
að við þurfum að endurskoða
forgangsröðunina
hjá okkur?

Hvernig lítur þín forgangsröðun út?

Stundum finnum við forgangsröðunina betur þegar við hlustum á takt náttúrunnar. Hér er pistill til innblásturs: Sumarsamhljómur

Flokkar

Nýjast

Að finna bragðið af lífinu

Að finna bragðið af lífinu

Í starfi mínu og í daglegu lífi hef ég lært að meta hversu dýrmætt það er að eiga stundir þar sem ég tengist líkamanum beint. Að finna það sem er hér og nú. Ekki það sem ég hugsa um það sem ég upplifi, heldur það sem ég skynja. Þetta er eitt það einfaldasta – og samt...

Nærandi grillmáltíð

Nærandi grillmáltíð

Nú er Verslunarmannahelgin framundan og þrátt fyrir rigningaspá finnst mörgum gott að kveikja á grillinu og njóta máltíðar saman. Grill þarf þó ekki endilega að þýða hamborgarar og pylsur – það getur líka verið skemmtileg leið til að elda grænmeti. Best er þegar við...

Villt viska og djúp hvíld

Villt viska og djúp hvíld

Hundurinn minn, hún Dimma, leikur á alls oddi hérna í sveitinni. Hún nýtur þess að hlaupa á eftir fuglum, vaða út í sjóinn og þefa í allar áttir. Ég skil hana svo vel – því mér líður aldrei betur en þegar ég er úti í villtri náttúru. Ég hef verið að hugleiða það...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.