Kvíði á breytingaskeiði

Kvíði er mjög algengur fylgifiskur á breytingaskeiði. Jafnvel hjá konum sem hafa ekki upplifað hann fram að því. Það sem áður var auðvelt getur núna virst óyfirstíganlegt. Eða þú ferð að hika og fresta hlutum. Hjartsláttur, spennutilfinning, óróleiki – sem virðist spretta upp úr engu.

Ein algengasta setningin sem ég heyri frá konum á miðjum aldri sem koma til mín er þessi.. „Ég var ekki svona áður.“ Konur sem hafa alltaf bara tekist á við lífið, með gott skipulag á hlutunum, Eða ekki en það var kannski ekki vandamál. Hugrakkar. kraftmiklar konur sem ganga í verkefnin. Sem eru vanar að vera fullar af framkvæmdagleði og allt í einu finnst þeim þær vera að missa tökin. Þær fara að fá kvíðahnút í magann við minnsta áreiti, svefninn verður grynnri og lífið verður stundum aðeins of mikið.

Þetta getur verið óvænt breyting. Sérstaklega ef þú hefur ekki verið gjörn á að finna fyrir kvíða. Eða kannski hefurðu oft fundið fyrir kvíða en núna er hann margfalt meiri en áður?

Við breytingaskeið breytist það hvernig líkaminn bregst við streitu. Taugakerfið verður viðkvæmara. Það sem áður var hægt taka á með vilja og skipulagi, lýtur ekki lengur sömu lögmálum. Gömlu leiðirnar virka ekki lengur.

Kvíði er ekki ímyndun. Og ekki heldur veikleikamerki. Heldur tilraun líkamans til að aðlagast breytingum. Breytingar geta verið áskorun. En þeim geta líka fylgt tækifæri
Og það góða er:
Þú þarft ekki að berjast gegn líkamanum eða kvíðanum. Það eru til leiðir til að takast á við óróann. Leiðir til að hlusta inn á við, að styrkja taugakerfið og skapa nýjan takt – sem styður þig.

Það að finna fyrir kvíða og eða aukinni næmni á þessum tíma er ekki merki um að eitthvað sé að þér. Heldur breyting sem á sér líffræðilegar skýringar. Þetta er nýr kafli sem kallar á nýja nálgun.
Það sem hjálpar núna er ekki að reyna meira heldur að hlusta betur.
• Gefa þér rými
• Búa til einfaldar rútínur sem skapa öryggi
• Styðja við taugakerfið í stað þess að hunsa það

Ef þú hefur verið að upplifa kvíða sem þú kannast ekki við – þá getur verið gott að vita að þú ert ekki ein.
Um 50% kvenna upplifa kvíða á breytingaskeiði.
Og það eru til leiðir sem styðja þig á þínum forsendum.

Kvíði er ekki eitthvað sem þú leysir bara þegar hann kemur. Hann kallar á heildræna nálgun. Stundum er hann afleiðing af áföllum. En hann er ekki lögmál. Það er alltaf hægt að gera eitthvað.

Hvað getur þú gert til að hlúa að sjálfri þér og fyrirbyggja kvíða? Hvaða skref geturðu byrjað að stíga í dag? Ég er forvitin að heyra frá þér. Hvernig er þetta fyrir þig?

Ef þú finnur að þetta talar til þín og vilt fá meiri leiðsögn, þá er ég hér. Ég styð konur í að hlusta á líkamann, finna nýjan takt og styrkja innri ró. Þú ert velkomin að hafa samband ef þig langar að kanna næstu skref.

Þú getur sent mér línu hér eða með því að senda póst á heilsa (hjá) andartak.is

Ef svefn og hitakóf eru áskoranir í þínu lífi, þá bjó ég til frítt örnámskeið sem þú getur skoðað hér: Svefntrullanir og hitakóf

Flokkar

Nýjast

Af hverju er ég orkulítil þó ég sé að gera mitt besta?

Af hverju er ég orkulítil þó ég sé að gera mitt besta?

Þetta er algeng spurning... ...hjá konum sem eru að fara í gegnum breytingatímabil. Ekki síst þeim sem eru á - eða hafa lokið breytingaskeiði. Þær lýsa líkamlegum og tilfinningalegum einkennum sem oft virðast sundurlaus og erfitt að ná utan um. Þetta getur verið mjög...

Svefn, kvíði og hitakóf í stærra samhengi

Svefn, kvíði og hitakóf í stærra samhengi

Nýlega sendi ég út könnun til kvenna á póstlistanum mínum og á aðeins nokkrum dögum bárust 209 svör frá konum á öllum stigum breytingaskeiðsins. Svörin sýna sameiginlegan rauðan þráð og líka ótrúlegan fjölbreytileika. Og þau segja mér líka að margar konur eru að leita...

Hugrekki til að staldra við og hlusta

Hugrekki til að staldra við og hlusta

Lífið er alltaf að breytast. Við verðum foreldrar, börnin okkar fara að heiman, við missum okkar nánustu, við missum vinnuna og þurfum að lifa í óvissu um óákveðinn tíma, við eldumst og þurfum að læra að hlusta á það. Í okkar menningu er ekki mikil áhersla á að kenna...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.