Vetrarhýði

Veturinn er sá timi þegar jörðin og lífverur hennar draga sig í hlé og fara inn á við. Við manneskjurnar, með okkar hlýju og björtu hús og upptekna líf eigum það til að lifa í öðrum takti en náttúran í kring um okkur. En líkaminn veit hvaða árstíð er. Á sama hátt og dýr og plöntur leggjast í dvala á þessum árstíma getum við notað þennan tíma til að fara inn á við og sækja okkur endurnýjun. Til dæmis með því að hlúa að því að skapa hlýtt andrúmsloft á heimilinu og búa okkur til nærandi venjur í gegnum þennan dimmasta og kaldasta tíma ársins. Mér finnst ómissandi, ekki síst á veturna að byrja daginn á að hugleiða.

Ayurveda kennir okkur mikilvægi þess að tendra meltingareldinn og finna takt í deginum. Við getum hlúð að meltingareldinum með því að borða nærandi fæðu og hlusta á það sem líkaminn þarf. Til dæmis er gott í vetrarkuldanum að borða heitan og eldaðan mat, drekka jurtate yfir daginn og nota krydd sem styðja við meltinguna.

Hér kemur ein tillaga að vetrarmáltíð eða meðlæti með stærri máltíð.

Smörhnetugrasker heitir Kushmanda á Sanskrít, sem þýðir bæði heilsa, velmegun og hjarta, og vísar til nærandi og hjartavermandi eiginleika þess. Ayurvedískar uppskriftir eru yfirleitt bragðbættar með heilandi kryddjurtum sem bæta meltinguna. Þessi uppskrift er engin undantekning.

Steikt smjörhnetugrasker fyrir tvo

Innihaldsefni:

  • 1 tsk ghee
  • 1/4 tsp cumin fræ
  • 1/4 tsp fennel fræ
  • 1/4 tsp ajwain fræ
  • 1/4 tsp fenugreek fræ
  • 8-10 karrýlauf
  • 1,5 sm af engiferrót
  • 1 laukur
  • 2 bollar smjörhnetugrasker
  • 1/4 tsp túrmerik duft
  • Himalayasalt
  • Ferskt kóríander (valkvæmt)
  • Granateplafræ (valkvæmt)

Leiðbeiningar:

  1. Hitaðu 1 tsk ghee í stórri pönnu yfir meðalhita. Bættu við ¼ tsk af þessum meltingarkryddum: cumin, fennel, ajwain og fenugreek. Brúnaðu fræin þar til þú finnur ilminn úr fræjunum. Venjulega 10-15 sekúndur.
  2. Flysjaðu og saxaðu engiferið og bættu út i ásamt karrýlaufunum
  3. Settu smátt skorinn laukinn út í og brúnaðu hann í 3-4 mínútur.
  4. Bættu Smjörhnetugraskerinu við ásamt túrmeriki og salti. Láttu þetta krauma og hrærðu í því annað slagið þar til graskerið er nægilega mjúkt til að skera með skeið. 15-20 mínútur.
  5. Ef þú vilt getur þú skreytt réttinn með ferskum kóríander og granateplafræjum. Gott með hrísgrjónum og eða linsubaunum.

Verði þér að góðu!

Ég býð upp á heildræna heilsuráðgjöf og stuðning við að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Flest af því sem við glímum við á rætur sínar í streitu, álagi og ofurmannlegum kröfum sem við gerum til okkar sjálfra. Heilsuvandamál eru yfirleitt hluti af stærri heild. Velkomið að hafa samband  ef þú vilt og við finnum út úr því hvort og hvernig við getum best unnið saman.

Flokkar

Nýjast

Að vingast við streitu

Að vingast við streitu

Dauðsföll, áföll og erfiðir vinnufélagar eru streituvaldar sem við getum ekki ráðið við. En svo eru aðrir streituvaldar sem við getum unnið með. Eins og viðhorf, venjur og viðbrögð okkar í daglegu lífi. Flest vandamál sem við glímum við, hvort sem það eru veikindi eða...

Frí er ekki ávísun á góðan svefn

Frí er ekki ávísun á góðan svefn

Oft hef ég séð það í hyllingum að komast í frí og geta loksins sofið og hvílt mig almennilega. En oftar en einu sinni hefur svefninn versnað til muna eða að minnsta kosti ekki batnað eins og vonir stóðu til. Ég var lengi að átta mig á því að þetta væri ekki tilviljun....

Birta

Birta

Jógaheimspekin býr yfir hugtakinu Sattva sem er einn af þremur eiginleikum lífsins. Sattva merkir ljós eða léttleiki. Birta. Önnur orð sem túlka sattva eru samhljómur, tærleiki, sköpun, jákvæðni og friðsæld. Í jóga viljum við næra Sattva og kveikja ljósflæðið í okkur....

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.