Er tankurinn tómur eða ofhlaðinn?

Með tímanum fer hleðslan á orkubatteríinu okkar úr jafnvægi. Það getur verið vegna þess að við höfum gefið of mikið frá okkur án þess að hlaða á milli og við erum komin í þurrð. Eða við erum orðin ofhlaðin. Til dæmis ef við höfum tekið inn of mikið af upplýsingum eða við höfum staðið frammi fyrir aðstæðum í lífinu og eða tilfinningum sem við höfum ekki náð að vinna úr. Kannski höfum við borðað mat sem hentar okkur ekki eða setið of lengi kyrr. Og ekki gefið okkur rými til að losa um orku og fá útrás fyrir hana. Áföll og langvarandi álag hafa slævandi áhrif á lífsorkuna svo hún lokast inni á ákveðnum stöðum og verður óaðgengileg. Við finnum lífsorkunni okkar farveg meðal annars í gegn um öndun, hreyfingu, svefn, hlátur og nærandi samveru.

Ein leið til að skoða og skilja orkuflæðið okkar er í gegn um orkustöðvarnar. Kannski finnst þér hugmyndin um orkustöðvar vera óvísindaleg kenning um eitthvað sem er ekki til. Orkustöðvarnar eru vissulega ekki áþreifanlegar en þær eiga sér samsvörun í hormóna- og taugakerfi líkamans og sýna okkur leið til að hugsa um líkamann sem eina heild. Innkirtlarnir eru stundum kallaðir verndarar heilsunnar. Hljómsveitarstjórar líkamans sem stýra líðan okkar og innra jafnvægi. Hver orkustöð samsvarar ákveðnu sviði í lífi okkar og líkamsstarfssemi. Þær eru eins konar kort sem getur gefið okkur upplýsingar og leiðarvísi að því að endurheimta jafnvægi.

Kundalini jóga er mjög heildrænt form af jóga og hefur bein áhrif á orkustöðvarnar og á alla okkar líðan. Eitt af því sem gerir kundalini jóga svona áhrifaríkt eru kraftmiklar og nærandi öndunaræfingar sem styðja líkamann í að hlaða lífsorkuna á öllum sviðum og hleypa henni í réttan farveg. Hugleiðsla er líka mikilvægur partur af kundalini jógatíma. Regluleg hugleiðsla tengir okkur við óendanlega orkuuppsprettu innra með okkur sjálfum. Árangurinn er aukinn lífskraftur og friðsæld, meiri skilningur á okkur sjálfum og öðrum og nýjar leiðir til að lifa lífinu lifandi.

Flokkar

Nýjast

Að finna bragðið af lífinu

Að finna bragðið af lífinu

Í starfi mínu og í daglegu lífi hef ég lært að meta hversu dýrmætt það er að eiga stundir þar sem ég tengist líkamanum beint. Að finna það sem er hér og nú. Ekki það sem ég hugsa um það sem ég upplifi, heldur það sem ég skynja. Þetta er eitt það einfaldasta – og samt...

Nærandi grillmáltíð

Nærandi grillmáltíð

Nú er Verslunarmannahelgin framundan og þrátt fyrir rigningaspá finnst mörgum gott að kveikja á grillinu og njóta máltíðar saman. Grill þarf þó ekki endilega að þýða hamborgarar og pylsur – það getur líka verið skemmtileg leið til að elda grænmeti. Best er þegar við...

Villt viska og djúp hvíld

Villt viska og djúp hvíld

Hundurinn minn, hún Dimma, leikur á alls oddi hérna í sveitinni. Hún nýtur þess að hlaupa á eftir fuglum, vaða út í sjóinn og þefa í allar áttir. Ég skil hana svo vel – því mér líður aldrei betur en þegar ég er úti í villtri náttúru. Ég hef verið að hugleiða það...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.