Nærandi súpa fyrir naflastöðina

Naflastöðin eða þriðja orkustöðin tengist viljastyrk og krafti, sjálfstrausti og innri umbreytingu. Hún hýsir hæfileikann til að melta. Bæði matinn sem við borðum og það sem við upplifum í lífinu. Eldur er frumefni þriðju orkustöðvarinnar. Við þurfum eld til að melta og til að upplifa eldmóð og lífsgleði. Til framkvæma, skapa og gera plön um framtíðina. Til að brenna fyrir lífinu. Þegar þriðja orkustöðin er í jafnvægi þá upplifum við stefnu og tilgang.

Meltingareldurinn er nauðsynlegur til að við getum melt matinn sem við borðum. Bragðið af matnum er ekki bara til „skrauts“ heldur hjálpar það okkur líka að melta og nærast. Salt, súrt og sterkt bragð geta hjálpað okkur að virkja meltingareldinn.

Hér er uppskrift að nærandi súpu fyrir haustið og fyrir þriðju orkustöðina. Smjörhnetugrasker fæst í flestum búðum, það eru þessi löngu og mjóu.

Nærandi og kraftmikil súpa fyrir þriðju orkustöðina

¼ tsk svartur pipar
4 bollar smjörhnetugrasker (butternut squash)
1 tsk fennel fræ
2 hvítlauksrif
2 tsk ghee
1,5 sm af fersku engiferi
Safi úr ½ límónu
¼ tsk salt
4 bollar vatn
½ gulur laukur

Leiðbeiningar

Ristaðu graskerið í ofninum á 180 gráðum í um 30 mínútur. Taktu það út og láttu kólna. Nú á að vera hægt að flysja það auðveldlega með grænmetisflysjara. Skerðu það niður í bita sem eru um 2,5×2,5 sm.

Hitaðu 2 msk af gheei í stórum ptti. Brúnaðu laukinn. Saxaðu engifer og hvítlauk og bættu út í. Bættu við salti, pipar og fennelfræjum. Leyfðu þessu að brúnast í um 30 sekúndur og passaðu að brenna ekki hvítlaukinn. Bættu nú graskerinu út í og vatninu og láttu suðuna koma upp.

Lækkaðu hitann og láttu sjóða í um 20 mínútur. Stappaðu með kartöflustappara eða maukaðu í blandara. Settu safa úr hálfri límónu út í tilbúna súpuna.

Berðu fram heitt með góðu brauði.

Ég mæli með að fylgja súpunni eftir með heitu engifertei til að styðja enn betur við meltinguna.

Flokkar

Nýjast

Að finna bragðið af lífinu

Að finna bragðið af lífinu

Í starfi mínu og í daglegu lífi hef ég lært að meta hversu dýrmætt það er að eiga stundir þar sem ég tengist líkamanum beint. Að finna það sem er hér og nú. Ekki það sem ég hugsa um það sem ég upplifi, heldur það sem ég skynja. Þetta er eitt það einfaldasta – og samt...

Nærandi grillmáltíð

Nærandi grillmáltíð

Nú er Verslunarmannahelgin framundan og þrátt fyrir rigningaspá finnst mörgum gott að kveikja á grillinu og njóta máltíðar saman. Grill þarf þó ekki endilega að þýða hamborgarar og pylsur – það getur líka verið skemmtileg leið til að elda grænmeti. Best er þegar við...

Villt viska og djúp hvíld

Villt viska og djúp hvíld

Hundurinn minn, hún Dimma, leikur á alls oddi hérna í sveitinni. Hún nýtur þess að hlaupa á eftir fuglum, vaða út í sjóinn og þefa í allar áttir. Ég skil hana svo vel – því mér líður aldrei betur en þegar ég er úti í villtri náttúru. Ég hef verið að hugleiða það...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.