Jól sem styðja við þig

 

Jólahátíðin verður oft blanda af gleði og streitu. Og stundum líka sorg. Langir verkefnalistar, fjölskylduboð, hefðir og væntingar geta stundum dregið athyglina frá því sem skiptir okkur raunverulega máli. En þetta þarf ekki að vera svona. Hvernig væri ef við gæum okkur rými til að endurskoða forgangsröðunina? Að umfaðma dýpri tengsl við okkar nánustu og við okkur sjálf?. Við getum leitast við að einfalda og hlusta eftir því hvað skiptir okkur raunverulega máli.

Jólahátíð sem styður við þig

Ég hvet þig til að skoða hvað færir þér raunverulega gleði. Er það að eyða tíma með fjölskyldu og vinum? Að skapa dýrmætar minningar? Að gefa þér pláss til að hvílast og endurnærast? Kannski blanda af þessu öllu saman? Eða eitthvað annað?

Það getur verið hressandi að endurskoða þær hugmyndir sem við erum með. Eins og þá hugmynd að við verðum að gera allt eða að meira sé alltaf betra. Hvernig væri það ef við gætum skapað jól sem samræmast okkar eigin gildum og sem hlúa að vellíðan okkar?

Einfaldleiki

Einfaldleiki þýðir ekki minna. Hann þýðir meira af því sem skiptir máli. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gætu mögulega stutt þig í að skapa þér innihaldsrík og friðsæl jól:

  1. Settu í forgang það sem skiptir þig máli: Þetta gætu t.d. verið gæðastundir með þeim sem þér þykir vænt um. Td að spila, spjalla eða elda saman. Eða tími með þér: Hvort sem það er róleg morgunganga, róandi jógatími eða einfaldlega að setjast niður með góða bók. Gefðu þér þá gjöf að njóta og vera til staðar. Að skapa friðsæld.
  2. Endurskoðaðu hefðir: Eru núverandi hefðir nærandi eða álag? Það er allt í lagi að sleppa þeim sem þjóna þér ekki lengur og hefja nýjar sem endurspegla þarfir þínar í dag.
  3. Æfðu meðvitaða gjafmildi: Í stað þess að hlaupa til að kaupa “fullkomna” gjöf, íhugaðu að gefa upplifun, handgerða hluti eða jafnvel góðverk.

Hugleiðing handa þér

Taktu fram skrifblokk eða dagbók og veltu upp eftirfarandi spurningum. Ef þú hefur ekki tíma til að setjast niður og skrifa þá gætirðu tekið þessar hugleiðingar með þér í gönguferð, í líkamsræktina eða sund. Og leyft þeim að gerjast innra með þér.

  1. Hvaða merkingu hafa jólin fyrir mig?
  2. Hvaða minningar frá fyrri jólum færa mér mesta gleði? Af hverju?
  3. Hvaða hefðir eða athafnir finnst mér þýðingarmestar núna?
  4. Hverju get ég sleppt til að skapa pláss fyrir það sem skiptir raunverulega máli?

Taktu eftir því hvað gerist innra með þér á meðan þú skrifar eða gengur. Þú þarft ekki að umbreyta öllu í einu lagi. Þú gætir tekið lítil skref og byrjað að sá nýjum fræjum sem þú heldur áfram að hlúa að á næstu jólum. Það er ekki til neitt sem heitir fullkomið hér. Þú gætir fengið fjölskylduna með þér í þessar hugleiðingar og gert þær að leik.

Ég væri mjög glöð að heyra frá þér. Hvaða hugmyndir komu upp? Kannski getum við í sameiningu búið til hugmyndabanka fyrir einfaldari og tilgangsríkari jól.

Gleðilega hátíð!

Flokkar

Nýjast

Að finna bragðið af lífinu

Að finna bragðið af lífinu

Í starfi mínu og í daglegu lífi hef ég lært að meta hversu dýrmætt það er að eiga stundir þar sem ég tengist líkamanum beint. Að finna það sem er hér og nú. Ekki það sem ég hugsa um það sem ég upplifi, heldur það sem ég skynja. Þetta er eitt það einfaldasta – og samt...

Nærandi grillmáltíð

Nærandi grillmáltíð

Nú er Verslunarmannahelgin framundan og þrátt fyrir rigningaspá finnst mörgum gott að kveikja á grillinu og njóta máltíðar saman. Grill þarf þó ekki endilega að þýða hamborgarar og pylsur – það getur líka verið skemmtileg leið til að elda grænmeti. Best er þegar við...

Villt viska og djúp hvíld

Villt viska og djúp hvíld

Hundurinn minn, hún Dimma, leikur á alls oddi hérna í sveitinni. Hún nýtur þess að hlaupa á eftir fuglum, vaða út í sjóinn og þefa í allar áttir. Ég skil hana svo vel – því mér líður aldrei betur en þegar ég er úti í villtri náttúru. Ég hef verið að hugleiða það...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.