Svefn, kvíði og hitakóf í stærra samhengi

Nýlega sendi ég út könnun til kvenna á póstlistanum mínum og á aðeins nokkrum dögum bárust 209 svör frá konum á öllum stigum breytingaskeiðsins.

Svörin sýna sameiginlegan rauðan þráð og líka ótrúlegan fjölbreytileika. Og þau segja mér líka að margar konur eru að leita að heildrænni nálgun á breytingaskeiði

Endurtekin mynstur af einkennum

Það sem endurtekur sig í svörunum eru einkenni eins og:

  • Svefntruflanir

  • Hitakóf og nætursviti

  • Þreyta og orkuleysi

  • Kvíði eða aukin næmni

  • Óstöðugleiki í skapi

  • Hægari líkamsstarfsemi og aukakíló

  • Innri spenna, verkir og heilaþoka

  • Breyting á einbeitingu, minni og þoli.

En á sama tíma er hver og ein kona með sína útgáfu af þessu.

Svipuð einkenni, ólík mynstur

Margar konur tala um að svefninn hafi breyst — en hver og ein er með sitt mynstur:
• Sumar vakna alltaf á sama tíma á nóttunni og ná ekki að sofna aftur
• aðrar sofna fljótt en vakna við minnstu hljóð
• og sumar upplifa blöndu af þessu tvennu.

Að sama skapi tala margar um breytta innri líðan
fyrir sumar er það einbeitingarskortur og sveiflukennd líðan
fyrir aðrar lýsir breytingin sér í aukinni óþolinmæði og innri hraða
og fyrir enn aðrar felur hún í sér aukin þyngsl og tilfinningu fyrir flatneskju

Við erum á sameiginlegri vegferð en samt er hver og ein einstök.

Engin ein lausn. Engin ein pilla. Engin ein leið.

Við höfum alist upp við þá hugmynd að horfa á líkamann eins og vél og þegar eitthvað bilar þá tökum við þann part út fyrir sviga og gerum við hann. Þetta er hluti af menningu sem elskar skyndilausnir.

En breytingaskeiðið virkar ekki þannig.

Hormón vinna saman. Ekki í hvert í sínu horni
Þau eru eins og hljómsveit. Þegar eitt hljóðfæri fer úr takti hefur það áhrif á heildarupplifunina.

Sumar konur upplifa mikinn létti af hormónameðferð.
Aðrar upplifa engar breytingar.
Og enn aðrar finna að einkennin versna.

Ástæðan er einföld (en samt flókin):

Hormónaójafnvægi er ekki aðskilið vandamál

Heldur hluti af stærra samhengi

Svefn, streita, melting, daglegur taktur, tilfinningar…
það rými sem þú gefur sjálfri þér.

Líkaminn talar til okkar á marga vegu.
Og á breytingaskeiði getur tungumálið breyst aðeins.
Þú ert að læra að hlusta upp á nýtt.

Lítil skref geta haft mikil áhrif

Einkenni breytingaskeiðsins eru ekki tilviljun.
Þau eru samtal milli líkamans og lífsins sem við lifum.

Þegar líkaminn bankar upp á er í því fólgið ákveðið tækifæri:
• til að hægja á
• til að endurmeta
• til að skapa nýjan takt

Þú þarft ekki að gera þetta á fullkominn hátt.
Þú þarft ekki að breyta öllu.

Það sem skiptir mestu máli er að muna:
• að líkaminn er með þér í liði
• að eitt lítið skref getur haft mikil áhrif til lengri tíma
• að jafnvægi kemur smátt og smátt

Heildræn nálgun

Snýst um að sjá einkennin ekki sem aðskilin heldur sem hluti af stærra mynstri.

Þetta er samtal milli líkama, huga og tilfinninga.
Sambandið sem við eigum við okkur sjálfar, við líkamann. Við lífið. 
Og þessi dýpri tilfinning fyrir að vera hluti af stærri heild.

Allt eru þetta mikilvægir þættir sem skapa vellíðan og visku fyrir daglegt líf.

Þegar við förum að horfa á breytingaskeiðið í þessu ljósi opnast heill heimur af nýjum möguleikum:

  • meiri ró

  • skýrari skilningur á eigin líkama

  • minni líkamleg einkenni

  • meiri orka

  • meiri sjálfsvinna

  • meiri mildi

  • og dýpri tenging við okkur sjálfar

Við hættum að berjast við einkennin, og byrjum að hlusta á þau.
Við hættum að líta á líkamann eins og vandamál, og byrjum að sjá hann sem bandamann.

Með tímanum verður þessi hlustun að leiðarljósi – litlum skrefum, einföldum athöfnum, og mildi sem smám saman skapar nýjan takt og nýja heild.

Einföld skref fyrir bættan svefn

Ef þú ert ný hér og ef svefn og hitakóf eru áskoranir í þínu lífi, þá hvet ég þig til að skoða þetta fría örnámskeið sem ég bjó til. Það fjallar um svefn – og hvernig við getum skapað meiri ró og betri hvíld með smáum, mýkri skrefum: Svefntrullanir og hitakóf

Flokkar

Nýjast

Hugrekki til að staldra við og hlusta

Hugrekki til að staldra við og hlusta

Lífið er alltaf að breytast. Við verðum foreldrar, börnin okkar fara að heiman, við missum okkar nánustu, við missum vinnuna og þurfum að lifa í óvissu um óákveðinn tíma, við eldumst og þurfum að læra að hlusta á það. Í okkar menningu er ekki mikil áhersla á að kenna...

Með sand milli fingranna og frið í hjarta

Með sand milli fingranna og frið í hjarta

Ég nýkomin úr ferðalagi til Nice með dóttur minni og barnabörnunum. Það eru svo dásamleg forréttindi að fá að ferðast með sínum nánustu og njóta sælu og samveru. Ég nýt þess alveg sérstaklega að gleyma mér í leik með barnabörnunum mínum. Við áttum eina mjög nærandi...

Litrík seigla

Litrík seigla

Þegar haustar er nóg að gera við að koma öllu í skorður og finna taktinn upp á nýtt. Ég þarf að hafa mig alla við að að setja tímanum mörk og ætla mér ekki of mikið. Að ýta til hliðar og forgangsraða. Ég tala við verkefnin og segi þeim að þau þurfi að bíða aðeins...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.