Villt viska og djúp hvíld

Hundurinn minn, hún Dimma, leikur á alls oddi hérna í sveitinni. Hún nýtur þess að hlaupa á eftir fuglum, vaða út í sjóinn og þefa í allar áttir. Ég skil hana svo vel – því mér líður aldrei betur en þegar ég er úti í villtri náttúru.

Ég hef verið að hugleiða það undanfarið hvernig við erum búin að skapa okkur gerviheim – þar sem við lifum innan fjögurra veggja, oft límd við skjái og undir stöðugri pressu að „afkasta“. Við þessar aðstæður verður líkaminn oft útundan. Skynfærin fá litla örvun, hugurinn fer á fleygiferð – og líkaminn spennist upp, án þess að við endilega tökum eftir því.

Við eigum það til að gleyma þessari einföldu spurningu:
„Hvað þarf ég núna?“
Við frestum hvíld, setjum þarfir líkamans til hliðar og hættum að heyra hvað hann er að segja.

Og svo verðum við hissa þegar við tökum eftir því að líkaminn er uppspenntur, taugakerfið komið í yfirgír og við hættum að geta sofið. En það er kannski ekkert skrítið. Þetta eru ósanngjarnar kröfur sem við getum ekki staðið undir til lengdar.

Villt náttúra tengir mig við villta, hráa visku í sjálfri mér. Við hjarta sem þráir – og huga sem hvílist. Við frjóa hugsun og löngun til að skapa. Við víðáttuna innra með mér sem veit að allt hefur sinn tíma: hugmyndir, breytingar, vöxtur og hvíld. Vor, sumar, haust og vetur.

Ég á það til að gleyma þessari visku náttúrunnar.  
Við þurfum ekki bara að skreppa út í náttúruna annað slagið. Það er ekki síður dýrmætt að skapa öruggan og syngjandi móa innra með okkur – þar sem við getum hvílst, andað djúpt og fundið ilminn af kyrrð.

Því við erum náttúran.
Og náttúran býr í okkur.

P.s. Ef þú vilt fá einföld og gagnleg verkfæri til að bæta svefninn, kyrra hugann og styrkja taugakerfið þá verð ég með frítt  námskeið um svefn í byrjun september. Þú getur skráð þig hér


Ef þú misstir af síðasta pistli – eða vilt rifja hann upp – þá fjallaði hann um það hvernig við forgangsröðum og hvort við gefum því sem nærir okkur nægt rými í lífinu.
Smelltu hér til að lesa: Hvernig er þín forgangsröðun?

Flokkar

Nýjast

Litrík seigla

Litrík seigla

Þegar haustar er nóg að gera við að koma öllu í skorður og finna taktinn upp á nýtt. Ég þarf að hafa mig alla við að að setja tímanum mörk og ætla mér ekki of mikið. Að ýta til hliðar og forgangsraða. Ég tala við verkefnin og segi þeim að þau þurfi að bíða aðeins...

Að finna bragðið af lífinu

Að finna bragðið af lífinu

Í starfi mínu og í daglegu lífi hef ég lært að meta hversu dýrmætt það er að eiga stundir þar sem ég tengist líkamanum beint. Að finna það sem er hér og nú. Ekki það sem ég hugsa um það sem ég upplifi, heldur það sem ég skynja. Þetta er eitt það einfaldasta – og samt...

Nærandi grillmáltíð

Nærandi grillmáltíð

Nú er Verslunarmannahelgin framundan og þrátt fyrir rigningaspá finnst mörgum gott að kveikja á grillinu og njóta máltíðar saman. Grill þarf þó ekki endilega að þýða hamborgarar og pylsur – það getur líka verið skemmtileg leið til að elda grænmeti. Best er þegar við...

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.