Sumarhugleiðsla

Nýtt upphaf: Allt er hægt

Langar þig að hugleiða heima í sumar með stuðningi? Ég býð þér að taka þátt í hugleiðsluferðalagi með mér yfir sumarmánuðina.

Dagleg hugleiðsla er gott akkeri að hafa í annríki dagsins, hvort sem er heima eða á ferðalagi. Hún gefur okkur færi á að hlaða batteríin, að finna friðsæld og koma heim til okkar sjálfra aftur og aftur. Dagleg hugleiðsla gefur mér ákveðna reglu í óreglunni, stund með sjálfri mér og stundum gæðastund með mínum nánustu.

Innifalið: 

  • Kynningar- og leiðbeiningarmyndband
  • Hugleiðslumyndbönd í mismunandi lengd  til að velja úr og nota þegar þú hugleiðir
  • Stutt jógaiðkun til að fylgja þá daga sem þú hefur nægan tíma.
  • Hvatningarpóstur vikulega til innblásturs og stuðnings
  • Blað til að prenta út og telja dagana í hugleiðslu
  • Þú verður hluti af samfélagi annarra iðkenda, sem getur verið bæði styðjandi og hvetjandi og minnir okkur á að við tilheyrum stærri hópi fólks sem vill vaxa og finna frið.

Leiðbeinandi: Guðrún Arnalds, jógakennari

Verð: Vortilboð fram til 24. júní: 9000. Fullt verð 12.000

Hugleiðslan: Nýtt upphaf – allt er hægt!

Hugleiðslan okkar byggir á möntru og djúpri öndun. Mantra gefur huganum góða næringu og friðsæld. Þegar við hægjum á andardrættinum hægist á huganum. Þessi mantra er til að hreinsa burtu neikvæðni úr fortíð og nútið svo við getum stigið inn í jákvæða framtíð. Að taka burtu hindranir og gera hið ómögulega mögulegt. Hún styður hugann í að flæða, að sleppa áhrifum fortíðarinnar og opna þig fyrir allsnægtaborði lífsins. Svo þú getir skapað og lifað ánægjuríku lífi. 

Það er ekki lengd hugleiðslunnar sem skiptir aðalmáli heldur hversu oft og reglulega við hugleiðum. Hugleiðsla í 3 mínútur hefur mjög djúp áhrif ef hún er gerð daglega.

Áhrif af því að hugleiða daglega

  • Dregur úr áhrifum streitu
  • Jákvæð áhrif á streitutengda kvilla eins og of háan blóðþrýsting, hjartavandamál, meltingarvandamál, höfuðverki, þunglyndi og kvíða
  • Aukin friðsæld og jafnaðargeð. Við getum betur valið viðbrögðin okkar
  • Ver heilann gegn áhrifum öldrunar
  • Gefur skýran fókus og bætir athyglisgáfuna

Rannsóknir sýna að dagleg hugleiðsla hefur sömu áhrif og lyf gegn þunglyndi, kvíða og öðrum tilfinningalegum vandamálum.

Uppspretta hamingjunnar er ekki fyrir utan okkur. Hugleiðsla þjálfar hugann í að dvelja ekki í fortíðinni eða velta sér upp úr framtíðinni, heldur setjast inn okkur sjálf og sjá fegurðina í kring um okkur, í því sem er.

Allt sem heimsækir hjarta þitt er gestur frá hinni ósýnilegu veröld. Taktu vel á móti því. Rumi

 

Umsagnir

„Í kundalinijóga hef ég lært öndunartækni sem breytti heilsufari mínu til mikilla muna. Ég er eins og barn að stíga fyrstu skrefin því bæði er ég að læra að anda upp á nýtt og svo hefur kundalinijóga opnað nýja sýn á lífið og tilveruna þar sem áherslan er jafnt á andlega iðkun sem líkamlegar æfingar.”

ÁSLAUG MAACK

„Eitt af því besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig er að hugleiða daglega og það hjálpaði mikið að hafa stuðning við það. Ég fór endurnærð í vinnuna á morgnana og gat betur tekist á við erfiðar aðstæður, vandamál sem komu upp bæði í vinnu og einkalífi. Ég varð einhvernveginn hugrakkari að segja hvað mér finnst og lét ekki aðstæður setja mig út af laginu.”

HELGA ARNALDS, LEIKSTJÓRI OG LISTAKONA

„Það sem ég sæki mest í úr Kundalini jóga er sjálfstraustið, styrkurinn og jarðtengingin. Tilfinningin, að fara í hjartað og geta verið ég sjálf. Ég get alltaf komið til baka í það. Ég er að vinna vinnu þar sem ég gef mikið af mér. Ég fæ oft erfiða viðskiptavini sem taka orku. Síðan ég fór iðka kundalini jóga og að hugleiða reglulega með, finn virkilega mun. Núna er þetta allt annað líf. Ég er búin að læra að ég er ekki hugsanirnar mínar.”

ANNA DÍS GUÐRÚNARDÓTTIR, SNYRTIFRÆÐINGUR

„Hugleiðslurnar hjálpa mér að vera í andlegu jafnvægi. Með því að hugleiða á hverjum degi fer ég leikandi létt í gegnum aðstæður sem hefðu valdið mér kvíða og svefnleysi áður og finn fyrir ákveðnu æðruleysi gagnvart álagi og óvæntum uppákomum.
Með æfingunum er ég meðvitaðri um líkamann. Ég er ánægðari og sáttari með líkamann minn og er meðvitaðri um að það sem ég borða og það sem ég geri sé að gera líkamanum gott.”

KATRÍN MARÍA MAGNÚSDÓTTIR, SKIRFSTOFUSTJÓRI OG KENNARI

„Kundalini yoga er mjög fjölbreytt og frábær leið til aukinnar sjálfsþekkingar. Hugleiðsla, söngur, áhrifamiklar öndunaræfingar og sadhana hafa reynst mér rosalega vel. Mér finnst ég vera í meira jafnvægi, hæfari til að takast á við streituvaldandi aðstæður og sáttari síðan ég kynntist kundalini yoga.”

RAGNHILDUR EVA

„Mér finnst ég léttari og hressari í alla staði siðan ég byrjaði að stunda kundalini jóga – og líður betur. Ég er betri í öxlunum og aftan á hálsinum. Ég sit mikið við tölvu og stífna upp í herðunum en er miklu betri í skrokknum síðan ég byrjaði í jóga. Ég hef tileinkað mér þá venju að fara með möntrur í stutta stund á morgnana og á kvöldin í 3-4 mínútur og ég fyllist af einhverri vellíðan – það er erfitt að lýsa því. Ég sé mun á litarhaftinu á húðinni og finnst ég verða léttari í skapinu.”

GUÐBJÖRG KJARTANSDÓTTIR, SKJALAVÖRÐUR

Sumarhugleiðsla

Við getum styrkt kyrrðina innra með okkur eins og við styrkjum vöðva. Samskipti okkar við aðra verða mun ánægjulegri þegar við ræktum þessa kyrrð sem er okkur í raun eðlislæg. Í okkar háværa heimi er það bæði erfiðara en líka nauðsynlegra en nokkru sinni að eiga aðgang að djúpri alltumlykjandi þögn.

Dagleg hugleiðsla

Ef við hugleiðum í 3 mínútur þá hefur það áhrif á rafsegulsviðið, blóðrásina og stöðugleika blóðsins.
11 mín hugleiðsla hefur áhrif á taugarnar og innkirtlakerfið
22 mín hugleiðsla kemur jafnvægi á alla þrjá hluta hugans og þeir fara að vinna saman
31 mín hugleiðsla: Innkirtlar, öndun og einbeiting fara að hafa áhrif á frumur og takt líkamans.

Þjónusta sem er í boði

Vorið kallar!

Jóga,jógaviska og uplyftandi hugarfar inn í vorið.

Æfingar sem endurnæra huga líkama og sál og byggja upp lífsorku. Vorið kemur með nýtt upphaf, ferska vinda og innblástur til að tileinka okkur heilbrigðan lífsstíl.

Æfingar sem endurnæra huga líkama og sál og byggja upp lífsorku. Jóga, djúp slökun og hugleiðsla.

6 vikna námskeið hefst 8. maí. Miðvikudaga kl 17
.

Einkatímar

Fáðu stuðning við að setja heilsu og góða líðan í forgang.

Heildrænt heilsuviðtal, hómópatía, markþjálfun, bowen, jógaþerapía, Fókusing.

Einkatímar og heildræn ráðgjöf sniðin að þínum þörfum. Hafðu samband og við finnum út úr því hvernig við getum best unnið saman.

Blómstraðu á breytingaskeiði

Netnámskeið sem hjálpar þér að endurnýja lífsorkuna,
sofa - og skilja betur breytingaskeiðið.

Fyrir konur sem sem leita náttúrulegra leiða fyrir aukna orku, hormónajafnvægi og góða heilsu. Og sem vilja gera eitthvað sjálfar til að létta á einkennum breytingaskeiðsins.

Skráðu þig á biðlista fyrir næsta námskeið

Hugleiðsla fyrir friðsælt hjarta

Allir geta lært að hugleiða. Hér er hugleiðsla til að prófa heima. Hún er um leið öndunaræfing. Nærandi stund með þér. Skráðu þig hér til hliðar og þú færð senda upptöku til að fylgja. Skráningunni fylgir aðgangur að fréttabréfinu okkar.