Fókusing

HVAÐ EIGA ÞESSAR AÐSTÆÐUR SAMEIGINLEGT?

 • Þú veist að lífið getur boðið upp á meira. En þú veist ekki hvernig þú getur nálgast það
 • Þú átt erfitt með að komast í samband við tilfinningar þínar
 • Þú þarft að taka ákvörðun og hefur farið í marga hringi en ert ennþá óviss um hvað þú eigir að gera
 • Þú veist hvað þú þarft að gera en getur ekki komið þér af stað

Allar þessar aðstæður kalla eftir breytingum. Ekki breytingum sem liggja beint við eins og að fara í klippingu. Og ekki stórar, flóknar breytingar eins og að flytja í annan landshluta eða byrja í nýjum skóla.  

Við erum að tala um innri breytingar sem fela í sér skref sem eru ekki augljós við fyrstu sýn. Enginn annar en þú getur tekið þessi skref. Í öllum þessum aðstæðum þarftu að gera eitthvað sem þú veist ekki hvernig þú átt að gera.
.

Að hlusta á visku líkamans

Fókusing er aðferð sem þú getur lært og sem kennir þér að virkja innri hæfileika sem ná til hugar, líkama og hjarta. Og sem sýnir þér nýja leið til að vinna með einmitt þessi vandamál sem ekki eru til svör við. 

Þú lærir að hlusta á líkamann og viskuna sem býr innra með þér á nýjan og ferskan hátt. Orðið Fókusing vísar til þess að við fókuserum inn á við eins og við værum með kíki sem þarf að stilla til að sjá skýrar.

Að skynja það sem er óljóst

Fókusing snýst um að finna brúnina á upplifun okkar. Eitthvað sem er óljóst, óskýrt á jöðrunum. Að stíga inn í óvissuna og hlusta á kærleiksríkan hátt á það sem birtist okkur hið innra.

Að tengja við dýpri stað í okkur sjálfum heldur en bara hugsanir og tilfinningar. Og sitja með því sem líkami okkar er að segja okkur. Það er alltaf meira. Við vitum meira en hugsanir okkar, meira en við höldum að við vitum.

Umsagnir

“Ég hef meiri samkennd með sjálfri mér og finnst ég vera að uppgötva alveg nýja hlið á sjálfri mér. Ég er sáttari. Næstum eins og ég sé að finna einhvern heim sem ég hef saknað. Mér finnst þetta hjálpa mér á allt annan hátt en td. sálfræðitími, en á hátt sem að ég tengi við og skil. Mér finnst að öllum ætti að vera kennt fókusing í skóla, bara eins og lífsleikni.”

SIGRÚN HALLA UNNARSDÓTTIR

“Námskeiðið gaf mér skýrari mynd af því hvað lífið er mikið ævintýri.
Fókusing er nýtt form til að kynnast þér og leysa úr læðingi sköpunarorkuna þína og nýja tengingu við tungumálið. Ég er þakklát fyrir nærveru og kennsluna, yndislegur hópur, hlakka til að halda áfram”

GUÐRÚN VERA HJARTARDÓTTIR

“Ég öðlaðist aukna líkamsvitund, meira sjálfsmildi og aukna meðvitund
Ég lærði að taka meiri ábyrgð á mínum tilfinningum. Góður félagsskapur, góðar umræður, gefandi. Sjálfsvinna.”

GUÐRÚN THEODÓRA HRAFNSDÓTTIR

Líkamsmiðuð núvitundaraðferð

„Það sem er að baki og það sem er framundan hefur lítið vægi í samanburði við það sem býr innra með okkur.” Emerson
 • Fókusing getur hjálpað þér að…

  • Skilja hvernig þér líður í raun og veru og hvað þú vilt
  • Yfirstíga hindranir, taka ákvarðanir og leysa vandamál á skapandi hátt
  • Verða meðvitaðri og vingjarnlegri við sjálfa-n þig og aðra
  • Leysa upp spennu og króníska verki
  • Dýpka upplifun þína og ná meiri árangri í sálfræðimeðferð, markþjálfun og annarri innri vinnu.

  Fókusing er hægt að læra hvort sem er í gegn um námskeið eða einkatíma. Hafðu samband ef þú vilt vita meira og eða vera á biðlista fyrir næsta námskeið.

 

Þjónusta sem er í boði

Mildi og mýkt netnámskeið

Jóga- og sjálfsnæring fyrir konur sem hafa tilhneigingu til að setja sig i síðasta sæti. Þitt jóga á þínum tíma. Stuttir jógatímar fyrir heimaiðkun, hugleiðsla og stuðningur við reglulega iðkun og sjálfsmildi

Einkatímar

Rými fyrir varanlegar breytingar.
Heildrænt heilsuviðtal, hómópatía, bowen, jógaþerapía, fókusing - að hlusta á þína innri veröld

Vorið kallar!

Jóga, lífsstíll og nærandi venjur fyrir vorið. Æfingar sem endurnæra huga líkama og sál og byggja upp lífsorku. Vorið kemur með nýtt upphaf, ferska vinda og innblástur til að tileinka okkur heilbrigðan lífsstíl.

6 vikna námskeið hefst 24. apríl 

Hugleiðsla fyrir friðsælt hjarta

Allir geta lært að hugleiða. Hér er hugleiðsla til að prófa heima. Hún er um leið öndunaræfing. Nærandi stund með þér. Skráðu þig hér til hliðar og þú færð senda upptöku til að fylgja. Skráningunni fylgir aðgangur að fréttabréfinu okkar.