Vorið kallar!

Taktu á móti vorinu með léttleika í hjarta

Hefst  eftir páska. Miðvikudaga kl 17 út maí

Kundalini jóga fyrir endurnýjun, orku og innri frið. Spjall um vorhreinsun og tækifæri til að prófa á eigin skinni endurnærandi og upplyftandi áhrif jóga.

Tækifæri til að leysa upp vetrarstíflurnar, opna fyrir flæði lífsorkunnar og hleypa vorinu inn í huga og hjarta. Jóga og nærandi venjur fyrir vorið. Vorinu geta fylgt vorkvef og alls kyns stíflur áður en vorleysingarnar ná að leysa upp drunga vetrarins.

Í hverjum tíma förum við í jóga, góða slökun og endum á hugleiðslu. Við gerum jógaæfingar og öndun sem styðja við að opna orkuflæðið og losa um uppsafnaða spennu og streitu eftir langan vetur. Við skoðum leiðir til að styrkja ónæmiskerfið, virkja meltingareldinn og létta á líkama og huga.

Vorið er tilvalinn tími til að létta á líkama og sinni. Við verðum glaðari og einbeittari og getum tekið á móti lífinu af heilum hug. Það getur hins vegar verið átak að byrja. Sérstaklega þar sem veturinn vill oft hanga í okkur á þessum árstíma og gera okkur værukær.

Besta hvatningin sem þú getur fengið er frá þér. Jógaiðkun sem miðar að því að opna orkuflæðið og finna friðsæld er dásamlega hvetjandi fyrir góðar venjur. Svo hjálpar líka að spjalla, að fræðast, að fá góðar uppskriftir sem veita innblástur og ekki síst að vera hluti af samfélagi jógaiðkenda sem eru komnir í sama tilgangi og þú. Allt þetta verður hluti af námskeiðinu Vorið kallar!

Vorið kemur með nýtt upphaf, ferska vinda og tækifæri til að virkja lífsorkuna. Það veitir okkur innblástur til að tileinka okkur heilbrigðan lífsstíl. Jóga og hugleiðsla eru dásamleg leið til að tengja við nærandi uppsprettuna innra með okkur og bjóða lífið velkomið í hjartanu
.

Hefst 1. maí

Á nýjum stað í fallegum sal að Síðumúla 15. Einnig hægt að taka þátt í gegn um Zoom.

6 vikna námskeið, mánudaga kl 17.00. Innifalið: Kennsla, kennslugögn, uppskriftir og verkfæri til að gera vorið léttara og skemmtilegra.

Við skoðum hvernig við getum aukið orkuflæðið í gegn um jógaiðkun og hreint mataræði. Krydd og te geta hjálpað okkur að blása í glæður meltingareldsins. Tímarnir verða fyrst og fremst iðkun, bæði á jógaæfingum og hugleiðslu. Þess á milli fá þátttakendur sendan innblástur og uppskriftir fyrir góða vorheilsu. Þú verður hluti af samfélagi þar sem við spjöllum um heildræna heilsu og heilnæmt líf.

Meðal þess sem við tökum fyrir:

Upplyftandi vorvenjur
Vörpum af okkur vetrarkápunni
Tendrum meltingareldinn
Jóga fyrir sterkara ónæmiskerfi
Djúp öndun, kyrr hugur, möntrur sem upplyfta
Léttum á hjartanu.

Umsagnir

“Námskeiðið var gott fyrir líkama minn á allan hátt. Góð fræðsla og góð líðan eftir timann. Mér líður betur bæði andlega og líkamlega. Það sem stendur upp úr: Frábær leiðbeinandi, vellíðan og liðleiki.”

GUÐMUNDUR SIGURÐSSON, KOKKUR

“Hún Guðrún þekkir hvað hún er að gera upp á hár, maður finnur greinilega að hún hefur ástríðu fyrir fræðunum. Hún býður upp á eitthvað nýtt í hverjum tíma, æfingarnar eru fjölbreyttar og allt gerir þetta manni ákaflega gott. Maður kemur yndislega slakur og endurnærður úr tímunum – og jafnvel búinn að uppgötva nýjan og spennandi sannleika um sjálfan sig.”

ÁSGERÐUR EINARSDÓTTIR

“Mjög góð fræðsla um undirstöður iðkunar Jóga og um hvernig eigi að ná tökum á hugleiðslu. Ég upplifði mig í alveg sérstaklega góðu umhverfi með góðu fólki. Mjög vel skipulagt. Augsýnilega mikil þekking stjórnandans á viðfangsefninu. Skilaði mér vonandi auknum andlegum þroska og áhuga á að halda áfram.”

MARINÓ HAFSTEIN, LÆKNIR

“Í kundalinijóga hef ég lært öndunartækni sem breytti heilsufari mínu til mikilla muna. Ég er eins og barn að stíga fyrstu skrefin því bæði er ég að læra að anda upp á nýtt og svo hefur opnast ný sýn á lífið og tilveruna þar sem áherslan er jafnt á andlega iðkun sem líkamlegar æfingar.”

ÁSLAUG MAACK PÉTURSDÓTTIR

Vorið kallar!

Opnaðu glugga hugans, hleyptu inn fersku lofti, birtu og nýjum sannleika!

Hjartað er eins og garður. Þú getur ræktað samkennd eða ótta, gremju eða kærleika. Hvaða fræjum ætlar þú að sá í þinn garð?

Ég býð þér að koma og njóta með okkur í taktföstum og styrkjandi jógaæfingum, öndun sem nærir þig og stækkar og hugleiðslu fyrir friðsæld og innri kyrrð.

Þjónusta sem er í boði

Vorið kallar!

Jóga, lífsstíll og nærandi venjur fyrir vorið.

Æfingar sem endurnæra huga líkama og sál og byggja upp lífsorku. Vorið kemur með nýtt upphaf, ferska vinda og innblástur til að tileinka okkur heilbrigðan lífsstíl.

Æfingar sem endurnæra huga líkama og sál og byggja upp lífsorku. Jóga, djúp slökun og hugleiðsla.

Hefst eftir páska. Miðvikudaga kl 17, út maí
.

Einkatímar

Fáðu stuðning við að setja heilsu og góða líðan í forgang.

Heildrænt heilsuviðtal, hómópatía, markþjálfun, bowen, jógaþerapía, Fókusing.

Einkatímar og heildræn ráðgjöf sniðin að þínum þörfum. Hafðu samband og við finnum út úr því hvernig við getum best unnið saman.

Blómstraðu á breytingaskeiði

Netnámskeið sem hjálpar þér að endurnýja lífsorkuna,
sofa - og skilja betur breytingaskeiðið.

Fyrir konur sem sem leita náttúrulegra leiða fyrir aukna orku, hormónajafnvægi og góða heilsu. Og sem vilja gera eitthvað sjálfar til að létta á einkennum breytingaskeiðsins.

Skráðu þig á biðlista fyrir næsta námskeið

Hugleiðsla fyrir friðsælt hjarta

Allir geta lært að hugleiða. Hér er hugleiðsla til að prófa heima. Hún er um leið öndunaræfing. Nærandi stund með þér. Skráðu þig hér til hliðar og þú færð senda upptöku til að fylgja. Skráningunni fylgir aðgangur að fréttabréfinu okkar.