Rými fyrir varanlegar breytingar
HLUSTAÐU Á LÍFIÐ INNRA MEÐ ÞÉR
SVO ÞÚ GETIR BLÓMSTRAÐ Á EIGIN FORSENDUM
Fókusing er aðferð til að hlusta á líkamann og viskuna sem býr innra með okkur á nýjan og ferskan hátt. Í Fókusing setjum við líkamlega upplifun í fyrsta sæti, fram yfir vitsmunalegan skilning. Fram hjá hugmyndum okkar um okkur sjálf og um lífið og fram hjá þeirri túlkun sem við lærðum að gera á því sem við skynjum.
Líkaminn veit hvað þú þarft. Lærðu að hlusta með forvitni og sjálfsmildi að leiðarljósi og tengja við dýpri stað í þér en bara hugsanir og tilfinningar. Það sem áður var fast eða óskýrt færist nær og hreyfist áfram. Þú skilur líf þitt og aðstæður á ferskan hátt. Þessum nýja skilningi fylgir jákvæð umbreyting á lífi þínu.
Þú lærir:
- Að rækta innra umhverfi þar sem þú upplifir friðsæld, opinn, forvitinn huga
- Að mynda samband við það sem þú finnur svo breytingar verði af sjálfu sér og án áreynslu
- Af hverju það færir okkur ekki varanlegar breytingar að reyna að laga, breyta okkur eða losna við tilfinningar, eiginleika eða hegðun
- Það sem rannsóknir segja okkur um lykilinn að breytingum, og um skemmtilega skrýtna líkamsskynjun sem við köllum “skynfinningu” eða „felt sense“
- Hvernig þú færð til þín skynfinningu og að þekkja muninn á henni og annari skynjun í líkamanum
- Af hverju það er svona mikilvægt að finna það sem þú skynjar án þess að dæma það.
Hér geturðu lesið meira um Fókusing
Námskeiðið
Næsta námskeið verður í febrúar.
Innifalið einkataími í upphafi námskeiðs, kennsluefni, leiðsögn og stuðningur við að æfa sig heima.
Í lok námskeiðs ertu komin með aðferð sem getur nýst þér út lífið til að:
- Skilja hvernig þér líður í raun og veru og hvað þú vilt
- Yfirstíga hindranir, taka ákvarðanir og leysa vandamál á skapandi hátt
- Verða meðvitaðri og vingjarnlegri við sjálfa-n þig og aðra
- Leysa upp spennu og króníska verki
- Dýpka upplifun þína og ná meiri árangri í sálfræðimeðferð, markþjálfun og annarri innri vinnu og sömuleiðis í allri sköpun.
Umsagnir
Rými fyrir varanlegar breytingar
Breytingar eru óhjákvæmilegar. Lífið er alltaf tilbúið fyrir næsta skref
Við lifum í hraðskreiðum heimi sem leggur ofuráherslu á að hugsa, gera og skapa fullkomnar ytri aðstæður. Afleiðingin er sú að við höfum misst sambandið við náttúruna, við líkamann og við hvert annað. Þessi skortur á tengingu eykur líkur á kvíða, þunglyndi, einmanaleika og almennri streitu.
Ég býð þér að koma með í ferðalag þar sem þú lærir upp á nýtt að hlusta. Að finna aftur veruna sem þú ert, sem veit hvernig hún á að vera með því sem er hér og nú. Að finna til aðdáunar á undrum lífsins. Að hlusta á aðra og á þína innri veröld. Það að hlusta á náttúruna innra með þér getur verið jafn endurnýjandi og gönguferð úti í skógi.
Þjónusta sem er í boði
Lífið í jafnvægi
Ferðalag um orkustöðvarnar
Eflandi ferð í átt að aukinni sjálfsþekkingu, andlegum og líkamlegum styrk og bættri orku.
Við stöldrum við hverja orkustöð og vinnum með æfingar og hugleiðslur sem stuðla að auknu jafnvægi, meiri styrk og bættum hæfileika til að slaka á og njóta.
Einkatímar
Fáðu stuðning við að setja heilsu og góða líðan í forgang.
Heildrænt heilsuviðtal, hómópatía, markþjálfun, bowen, jógaþerapía, Fókusing.
Einkatímar og heildræn ráðgjöf sniðin að þínum þörfum. Hafðu samband og við finnum út úr því hvernig við getum best unnið saman.
Blómstraðu á breytingaskeiði
Netnámskeið sem hjálpar þér að endurnýja lífsorkuna,
sofa - og skilja betur breytingaskeiðið.
Fyrir konur sem sem leita náttúrulegra leiða fyrir aukna orku, hormónajafnvægi og góða heilsu. Og sem vilja gera eitthvað sjálfar til að létta á einkennum breytingaskeiðsins.
Skráðu þig á biðlista fyrir næsta námskeið
Svefntruflanir og hitakóf
Sjö vegvísar fyrir vellíðan á breytingaskeiði
- Lærðu leiðir til að draga úr hitakófi og sofa betur
- Hitakóf og nætursviti eru ekki það sama. Lærðu að skilja muninn og hvað líkaminn er að segja þér.
- Um hvernig mataræði og lífsstíll geta haft áhrif á einkennin þín.
- Fáðu dýpri skilning á hormónabreytingunum og hvað þú getur gert