Rými fyrir varanlegar breytingar
HLUSTAÐU Á LÍFIÐ INNRA MEÐ ÞÉR
SVO ÞÚ GETIR BLÓMSTRAÐ Á EIGIN FORSENDUM
Fókusing er aðferð til að hlusta á líkamann og viskuna sem býr innra með okkur á nýjan og ferskan hátt. Í Fókusing setjum við líkamlega upplifun í fyrsta sæti, fram yfir vitsmunalegan skilning. Fram hjá hugmyndum okkar um okkur sjálf og um lífið og fram hjá þeirri túlkun sem við lærðum að gera á því sem við skynjum.
Líkaminn veit hvað þú þarft. Lærðu að hlusta með forvitni og sjálfsmildi að leiðarljósi og tengja við dýpri stað í þér en bara hugsanir og tilfinningar. Það sem áður var fast eða óskýrt færist nær og hreyfist áfram. Þú skilur líf þitt og aðstæður á ferskan hátt. Þessum nýja skilningi fylgir jákvæð umbreyting á lífi þínu.
Þú lærir:
- Að rækta innra umhverfi þar sem þú upplifir friðsæld, opinn, forvitinn huga
- Að mynda samband við það sem þú finnur svo breytingar verði af sjálfu sér og án áreynslu
- Af hverju það færir okkur ekki varanlegar breytingar að reyna að laga, breyta okkur eða losna við tilfinningar, eiginleika eða hegðun
- Það sem rannsóknir segja okkur um lykilinn að breytingum, og um skemmtilega skrýtna líkamsskynjun sem við köllum “skynfinningu” eða „felt sense“
- Hvernig þú færð til þín skynfinningu og að þekkja muninn á henni og annari skynjun í líkamanum
- Af hverju það er svona mikilvægt að finna það sem þú skynjar án þess að dæma það.
Hér geturðu lesið meira um Fókusing
Námskeiðið
Næsta námskeið verður í febrúar.
Innifalið einkataími í upphafi námskeiðs, kennsluefni, leiðsögn og stuðningur við að æfa sig heima.
Í lok námskeiðs ertu komin með aðferð sem getur nýst þér út lífið til að:
- Skilja hvernig þér líður í raun og veru og hvað þú vilt
- Yfirstíga hindranir, taka ákvarðanir og leysa vandamál á skapandi hátt
- Verða meðvitaðri og vingjarnlegri við sjálfa-n þig og aðra
- Leysa upp spennu og króníska verki
- Dýpka upplifun þína og ná meiri árangri í sálfræðimeðferð, markþjálfun og annarri innri vinnu og sömuleiðis í allri sköpun.
Umsagnir
Rými fyrir varanlegar breytingar
Breytingar eru óhjákvæmilegar. Lífið er alltaf tilbúið fyrir næsta skref
Við lifum í hraðskreiðum heimi sem leggur ofuráherslu á að hugsa, gera og skapa fullkomnar ytri aðstæður. Afleiðingin er sú að við höfum misst sambandið við náttúruna, við líkamann og við hvert annað. Þessi skortur á tengingu eykur líkur á kvíða, þunglyndi, einmanaleika og almennri streitu.
Ég býð þér að koma með í ferðalag þar sem þú lærir upp á nýtt að hlusta. Að finna aftur veruna sem þú ert, sem veit hvernig hún á að vera með því sem er hér og nú. Að finna til aðdáunar á undrum lífsins. Að hlusta á aðra og á þína innri veröld. Það að hlusta á náttúruna innra með þér getur verið jafn endurnýjandi og gönguferð úti í skógi.
Þjónusta sem er í boði
Bætt líðan á breytingaskeiði
Finndu þinn takt
Frítt þriggja daga netnámskeið
Fyrir konur sem upplifa þreytu, streitu eða svefntruflanir - og vilja endurheimta orku, finna kyrrð og skapa jafnvægi í daglegu lífi.
Persónuleg leiðsögn
Fáðu stuðning við að skapa aukna orku, ró og jafnvægi í daglegu lífi.
Við vinnum út frá þínum þörfum – með hlustun, leiðsögn og heildrænni nálgun sem hjálpar þér að tengjast líkamanum, treysta visku hans og finna þinn takt..
Hafðu samband og við finnum saman leiðina sem styður þig á þessum tíma í lífinu.
Endurheimtu svefninn í vinsemd við líkamann
Verður í boði aftur fljótlega
Frítt námskeið fyrir konur á miðjum aldri sem glíma við svefntruflanir.
Skráðu þig á biðlista og fáðu að fylgjast með næsta námskeiði
Svefntruflanir og hitakóf
Örnámskeið um svefntruflanir og hitakóf fyrir konur á breytingaskeiði.
-
Lærðu um mögulegar orsakir svefntruflana og kveikjur að hitakófi
-
Hitakóf og nætursviti eru ekki það sama. Lærðu að skilja muninn og hvað líkaminn er að segja þér.
-
Um hvernig mataræði og lífsstíll geta haft áhrif á einkennin þín.
-
Fáðu dýpri skilning á hormónabreytingunum og hvað þú getur gert




