Jólagjafir sem næra sjálfið – lífið er núna!

_DSF9008 copyLífið er núna og mikilvægt að gefa okkur tíma til að lifa og njóta.

Í jóga fáum við tækifæri til að skoða hvernig við hugsum til okkar sjálfra og hvernig  við getum ræktað með okkur kærleika í eigin garð. Mörg okkar eigum það til að vera svo hörð og gagnrýnin á okkur sjálf, sérstaklega þegar álagið eykst. Oft án þess að taka eftir því.

MIG LANGAR AÐ BJÓÐA ÞÉR AÐ KOMA og vera með okkur eftir áramótin, að  kynnast því hvernig jóga, slökun og samband við kjarnann í þér getur endurnært og leiðbeint þér í daglegu lífi. Hér er hægt að skoða námskeiðin sem eru í boði á vorönn: Jólagjafir sem næra sjálfið

Þeir sem stunda jóga reglulega tala um miklar breytingar á andlegri og líkamlegri líðan, aukna orku, meiri lífsgleði og bættan hæfileika til að slaka á.

Við eigum falleg Gjafakort sem skemmtilegt er að gefa og fá í pakkann sinn. Hægt er að senda okkur póst á andartak@andartak.is.

Dagskráin okkar á vorönn er rík af tækifærum til að næra okkur sjálf og lifa af heilu hjarta. Nánar hér

Fjörutíu daga hugleiðsla

??????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????Að sigrast á sjálfshöfnun og rækta með sér kærleika í eigin garð

Við í Andartaki bjóðum öllum sem vilja taka þátt að vera með í hugleiðsluáskorun næstu 40 dagana.

Við gerum hugleiðsluna saman tvisvar í viku. Tímarnir eru mán og fim kl 17.15. Jóga, hugleiðsla og slökun á eftir. Þess á milli hugleiðum við hver heima hjá sér. Ekki er nauðsynlegt að koma í tíma til að taka þátt en við mælum með því að koma í tíma amk inn á milli til að fá enn meira út úr hugleiðslunni.

Hægt er að skrá sig til þátttöku hér

Við verðum líka með stuðningshóp fyrir þátttakendur í hugleiðslunni á facebook – hægt er að senda okkur póst og biðja um aðgang í hópinn. Allir velkomnir að vera með, hvort sem þeir eru með reynslu af hugleiðslu eða ekki

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla: Mán og fim kl 17.15. Tímarnir eru bæði fyrir vana og óvana iðkendur. Nánar um tímana: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

Ný námskeið að byrja í október

_DSF8678 copyNú eru að hefjast ný námskeið í Andartaki. Tímarnir fara fram í Bústaðakirkju, gengið inn að neðan – frá Bústaðavegi.

Hugleiðsla og núvitund fyrir gleði í daglegu lífi. Hefst fimmtudaginn 11. október. Við ætlum að skoða hvernig við getum nært gleði og sátt í daglegu lífi í gegnum hugleiðslu, núvitund og jóga. Tímarnir verða í bland spjall, hugleiðsla, núvitundaræfingar, léttar jógaæfingar og slökun. Fimmtudaga kl 18.50. Nánar um námskeiðið hér

Djúpslökun og gong. Hefst mánudaginn 22. október. Á þessu námskeiði ætlum við að njóta þess að vera leidd inn í djúpa og endurnærandi slökun og gefum þannig líkamanum færi á að græða sig sjálfan og finna farveg fyrir orkuflæði þar sem stíflur hafa myndast. Mánudaga kl 18.45. Nánar um námskeiðið hér

Ævintýri hversdagsins

TvöBörnEin af mínum uppáhaldsfyrirmyndum er Lína Langsokkur. Hún kann þá list að að gera hvern dag að ævintýri og finna töfrana sem leynast undir hverjum steini ef vel er að gáð. Mér finnst mjög heillandi að skoða hvað það er sem fær okkur til að lifa lífinu til fulls og á sama tíma að halda jafnvægi. Hamingja er ekki endilega stöðug gleði heldur tengist hún líka hæfileikanum til að njóta þess sem er. Lesa allan pistilinn

Ný námskeið hefjast í september

images-2Það er með mikilli tilhlökkun sem við hefjum jógatímana að nýju í byrjun september. Eftir þetta langa sumarfrí verður skemmtilegt að endurnýja sambandið við huga, líkama og sál í nærandi jógastund.

í vetur verða nokkur jóganámskeið í boði. Í september hefjast þrjú námskeið: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla: Lífsorka, hamingja.., Djúpslökun og Gong: Djúpslökun og Gong og að lokum nýtt námskeið: Hugleiðsla og núvitund fyrir gleði í daglegu lífi: Hugleiðsla og núvitund.

Kennari á öllum námskeiðunum er Guðrún Darshan, jógakennari, hómópati og markþjálfi. Ég legg áherslu á persónulega tíma þar sem við gefum okkur tíma til að skoða jógafræðin og hvernig þau geta nýst okkur í daglegu lífi og gert okkur glaðari og sáttari.

Gleðilegt sumar – jóga á sumarsólstöðum

10599270_xxlAndartak er komið í sumarfrí. Ég þakka ykkur kærlega fyrir samveruna í vetur og hlakka til að sjá ykkur næsta haust. Við byrjum aftur í byrjun september.

Við erum búin að vera að gera hugleiðslu fyrir upplyftingu tengingu og gleði. Hægt er að óska eftir að fá sendar leiðbeiningar. Og svo eru leiðbeiningar fyrir fleiri hugleiðslur hér: Ýmsar hugleiðslur

Jóga á Sumarsólstöðum

Jóga-sumarsólstöðuhátíð sem verður um þessa næstu helgi. Hún byrjar á fimmtudaginn kemur og verður á Snæfellsnesi.  Ég hvet ykkur til að koma ef þið mögulega getið. Þetta er svo nærandi samvera og tækifæri til að kynnast fallega fólkinu sem er í jógasamfélaginu okkar. Saman í íslenskri náttúru. Mjög dýrmætt fyrir okkur sem jógaiðkendur og jógasamfélag að fá þetta tækifæri til að gleðjast og skemmta okkur saman og fara inn í sumarið upplyft og með innblástur í áframhaldandi jógaiðkun í sumar. Og svo er þetta tækifæri til að kynna kundalini jóga fyrir fjölskyldunni á skemmtilegan hátt! Að sitja við varðeld í fjörunni og syngja möntrur er til dæmis ógleymanleg upplifun. Hátíðin er öll unnin í sjálfboðavinnu og það er líka hvatning fyrir þær áfram ef við fjölmennum. Því við viljum hafa jógahátíð áfram um komandi ár.
Hér er hægt að skoða dagskrána: Jóga á sumarsólstöðum. Og hér er hlekkur á hátíðina á facebook: Sumarsólstöðuhátíð.

Gleðilegt sumar!

Jóga eftir páska

Þegar vorið nálgast er gott að byrja að vekja líkamann af vetrardvalanum með því að anda djúpt og hreyfa við orkuflæðinu

Hér að neðan er hægt að skoða yfirlit yfir námskeiðin okkar eftir páska. Jógatímar hefjast aftur að nýju fimmtudaginn 5. apríl og mánudaginn 9. apríl. Allir velkomnir að koma í prufutíma, bæði á fimmtudaginn og á mánudaginn.

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

Kundalini jóga fyrir innri styrk og jafnvægi í daglegu lífi. Fjölbreyttir tímar í kundalini jóga – jóga upplifunar.

Jóga, slökun og hugleiðsla. Við sækjum í viskubrunn Kundalini jóga og innra með okkur sjálfum. Við lærum leiðir til þess að kynda undir lífsorkuna og finna friðsældina innra með okkur mitt í amstri dagsins.

Mánudagar og fimmtudagar kl 17.15 í safnaðarheimili Bústaðakirkju (gengið inn neðan við kirkjuna). Val er um að koma einu sinni eða tvisvar í viku. Nánar um námskeiðið hér. Skráning hér

Djúpslökun og hugleiðsla

Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans.

Á þessu námskeiði ætlum við að njóta þess að vera leidd inn í djúpa og endurnærandi slökun og gefum þannig líkamanum færi á að græða sig sjálfan og finna farveg fyrir orkuflæði þar sem stíflur hafa myndast.

6 vikna námskeið – einu sinni í viku hefst mánudaginn 9. apríl. Mánudaga kl 19-20
Skráning hér / Nánar um námskeiðið hér

Að eignast andardráttinn

????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????“Þegar þú eignast andardráttinn þinn þá getur enginn rænt friðsæld þinni.”

Andardrátturinn er eitthvað sem flestir hugsa sjaldnast um í daglegu lífi. Hann bara er þarna. En samt getum við ekki lifað án hans nema í örstutta stund.

Ég á minningu frá ferðalagi með fjölskyldunni. Við sátum í aftursætinu í bílnum og vorum búin að keyra langa leið þegar systir mín sagði allt í einu upp úr þurru: “Mamma. Ég gerði svona (og svo andaði hún djúpt inn og út) og núna get ég ekki hætt því.”

Lesa allan pistilinn

Fjörutíu daga hugleiðsla í Andartaki

?????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????Við í Andartaki bjóðum öllum sem vilja taka þátt að vera með í hugleiðsluáskorun næstu 40 dagana.

Við hefjum hugleiðsluna saman mánudaginn 5. mars 2018. Tíminn hefst kl 17.15. Jóga, hugleiðsla og slökun á eftir.

Eftir það hugleiðum við hver heima hjá sér og í tímum Andartaks þegar þið komist í tíma. Ekki er nauðsynlegt að koma í tíma til að taka þátt en við mælum með því að koma í tíma amk inn á milli til að fá enn meira út úr hugleiðslunni.
Hægt er að skrá sig til þátttöku hér

Dagleg hugleiðsla gefur okkur aukna einbeitingu, dregur úr streitu og kvíða, bætir ónæmiskerfið og eykur sjálfstraustið. Við förum að sjá betur hvert við stefnum og hvað við viljum í lífinu og öðlumst aukið þol fyrir breytingum og erfiðleikum.

Nánar hér

Nýtt námskeið í slökun og hugleiðslu

???????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans. 6 vikna námskeið – einu sinni í viku hefst mánudaginn 12. febrúar.

Á þessu námskeiði ætlum við að njóta þess að vera leidd inn í djúpa og endurnærandi slökun og gefum þannig líkamanum færi á að græða sig sjálfan og finna farveg fyrir orkuflæði þar sem stíflur hafa myndast.

Við byrjum tímann á mjúkum teygjum og förum síðan í langa slökun og hugleiðum á eftir. Námskeiðið er ætlað bæði fyrir vana og óvana.

Nánar um námskeiðið hér