Rými fyrir varanlegar breytingar
- Viltu fá stuðning við að koma þér upp lífsstíl sem þjónar þér og styður í lífinu?
- Ertu að glíma við heilsufarslegt ójafnvægi sem háir þér í daglegu lífi?
- Glímir þú við vanda varðandi tilfinningar eða samskipti?
- Er eitthvað sem þú hefur aldrei unnið úr?
- Áttu erfitt með að taka ákvarðanir?
Einkatímar og heildræn ráðgjöf sniðin að þínum þörfum. Hafðu samband og við finnum út úr því hvernig við getum best unnið saman.
Einkatímar
Hægt er að velja um að koma á staðinn eða hittast í gegn um netið.
Jógaþerapía og markþjálfun
FÁÐU STUÐNING VIÐ AÐ SETJA HEILSU OG GÓÐA LÍÐAN Í FORGANG
Lífsstíll og mataræði sem hentar þér og þinni líkamsgerð. Við skoðum í sameiningu einfaldar breytingar sem þú getur gert, eitt skref í einu til að skapa meiri vellíðan og gleði í lífinu. Þetta geta verið öndunaræfingar, jóga, hugleiðsla, mataræði, dagleg rútína, næstu skref í lífinu, úrvinnsla tilfinninga eða annað sem við finnum út í sameiningu. Í stað þess að hugsa um það sem þú vilt ekki getum við sett fókusinn þangað sem þú vilt vera.
Hómópatía
VIRKJAÐU LÆKNINGAMÁTT LÍKAMANS Á HEILDRÆNAN HÁTT
Mild og náttúruleg heilsumeðferð. Ef þú kemur til hómópata með vandamál eins og krónískar sýkingar, hormónaójafnvægi eða mígreni þá virkar meðferðin á líkama og huga sem heild. Árangurinn er ekki bara bætt heilsa heldur líka aukin orka og betra jafnvægi tilfinningalega. Hómópatía hefur reynst vel gegn ýmsum kvillum eins og asma, ofnæmi, kvíða og eftirköstum eftir Covid. Hómópatía hentar líka sérstaklega vel samhliða sálfræðimeðferð.
Fókusing
LÆRÐU AÐ HLUSTA Á ÞITT INNRA LANDSLAG Á KÆRLEIKSRÍKAN HÁTT
Aðferð sem sem kennir þér að hlusta á visku líkamans með forvitni og sjálfsmildi að leiðarljósi. Fókusing býður okkur að tengja við dýpri stað í okkur sjálfum en bara hugsanir og tilfinningar. Það sem áður var fast eða óskýrt færist nær og vandamálið sem þú byrjaðir að skoða í upphafi „hreyfist áfram“. Þú skilur það á nýjan og ferskan hátt. Þessum nýja skilningi fylgir jákvæð umbreyting á lífi þínu. Fókusing getur t.d. nýst við úrvinnslu tilfinninga, ákvarðanatöku, sem leið til að skilja aðstæður þínar betur, ákveða næstu skref og í sköpun.
Bowen
LOSNAÐU VIÐ VERKI, SPENNU OG EFTIRSTÖÐVAR ÁVERKA
Mild bandvefslosunartækni sem losar um spennu og slakar á líkama og huga. Við það losnar um verki og það verður endurnýjun á orku. Bowen hefur reynst vel gegn verkjum í hálsi, bakverkjum og verkjum almennt, íþróttameiðslum og öðrum meiðslum, streitutengdum vandamálum og fyrir almenna heilsu, slökun og vellíðan.
Líföndun
SPENNULOSUN OG KRAFTMIKIL ÖNDUNARVINNA
Öndunin endurspeglar þína innri líðan og viðhorf til þín og til lífsins. Líföndun er öndunarvinna með stuðningi þar sem þú losar um spennu og kyrrstæða orku og finnur fyrir kjarnanum í þér. Við skoðum í byrjun tímans hvað það er sem þú vilt vinna með og leyfum svo önduninni að leysa upp hindranir í líkamanum. Stundum fylgir því tilfinningalosun. Hugurinn verður skýrari og á eftir fylgir djúp slökun.
Námskeið í boði
Námskeiðin okkar snúast um að skapa öruggt rými til að fara inn á við og tengja við kjarnann.
Hægt er að velja um að koma á staðinn eða hittast í gegn um netið.
HEFST EFTIR PÁSKA. BÚSTAÐAKIRKJA OG Í GEGN UM ZOOM
Vorið kallar!
Jóga, lífsstíll og nærandi venjur fyrir vorið. Æfingar sem endurnæra huga líkama og sál og byggja upp lífsorku.
Fimmtudaga kl 17:15 – 18:45
NETNÁMSKEIÐ
Mildi og mýkt
Þitt jóga á þínum tíma. Stuttir jógatímar fyrir heimaiðkun, hugleiðsla og stuðningur við reglulega iðkun og sjálfsmildi
NETNÁMSKEIÐ
Lærðu að kenna hugleiðslu
Hefst síðar. Skráðu þig á biðlista.
KYNNINGARSAMTAL
Viltu kanna hvort við eigum samleið?
Umsagnir viðskiptavina
Nám og lengri
viðburðir
2024
Hugleiðsluhelgi
Djúpt ferðalag inn á við
Febrúar 2024. Staðsetning: Síðumúla 15, 3. hæð
Helgarnámskeið. Leiðbeinandi: Guðrún Arnalds
Næsta vetur
Lærðu að kenna hugleiðslu
Hugleiðsla, öndun og möntrur.
Dýpkaðu þína eigin hugleiðsluiðkun um leið og þú lærir að kenna öðrum að hugleiða
Skráðu þig á lista yfir áhugasama ef þú vilt fá sendar nánari upplýsingar.
Svefntruflanir og hitakóf
Sjö vegvísar fyrir vellíðan á breytingaskeiði
- Lærðu leiðir til að draga úr hitakófi og sofa betur
- Hitakóf og nætursviti eru ekki það sama. Lærðu að skilja muninn og hvað líkaminn er að segja þér.
- Um hvernig mataræði og lífsstíll geta haft áhrif á einkennin þín.
- Fáðu dýpri skilning á hormónabreytingunum og hvað þú getur gert
Ertu með spurningar?
Fylltu út formið hér að neðan til að senda mér fyrirspurn eða panta tíma. Ekki hika við að senda mér línu. Ég geri mitt besta til að svara innan 24 tíma.
Kontakt upplýsingar
Hafðu samband við mig beint í gegn um síma eða tölvupóst: