Fókusing

VISKA LÍKAMANS

Fókusing er aðferð til að hlusta á líkamann og viskuna sem býr innra með okkur á nýjan og ferskan hátt. Orðið Fókusing vísar til þess að við fókuserum inn á við eins og við værum með kíki sem þarf að stilla til að sjá skýrar. Fókusing er yfirleitt gert í pörum, tveir og tveir saman.

 

Fókusing hefur verið notað á ýmsum sviðum. Fókusing sem iðkun á sjálfsumhyggju styður okkur í að vaxa og í alls kyns meðferðarvinnu. Það hefur líka verið notað með börnum og til að leysa innri togstreitu og ytri ágreining, í viðskiptum, í skapandi vinnu og sem andleg iðkun. Í réttindabaráttu eða hjálparstarfi til að hlusta eftir eigin líðan og þörfum.

Fókusing setur líkamlega upplifun í fyrsta sæti og fram yfir vitsmunalegan skilning. Fram hjá hugmyndum okkar um okkur sjálf og um lífið og fram hjá þeirri túlkun sem við lærðum að gera á því sem við skynjum.

Að höndla breytingar

Það getur verið áskorun að takast á við breytingar. Hvað eiga eftirfarandi aðstæður sameiginlegt?

  • Þú veist að lífið getur boðið upp á meira. En þú veist ekki hvernig þú getur nálgast það
  • Þú átt erfitt með að komast í samband við tilfinningar þínar
  • Þú þarft að taka ákvörðun og hefur farið í marga hringi en ert ennþá óviss um hvað þú eigir að gera
  • Þú veist hvað þú þarft að gera en getur ekki komið þér af stað

Allar þessar aðstæður fela í sér einhvers konar áskorun. Sumar þeirra eru greinilega vandamál en aðrar eru meira eins og tækifæri. Eða eins og oft er, vandamál sem geta líka verið tækifæri eða tækifæri sem líka fela í sér vandamál. Allar eiga það sameiginlegt að þær kalla eftir breytingum.

Hvaðan koma breytingar hjá fólki? Þær verða ekki við það að taka inn meiri og meiri upplýsingar og góð ráð. Breytingar verða þegar við tengjum djúpt við það sem kallar eftir breytingunni. Áhrifarík leið til að upplifa þessa tengingu er að beina hlýlegri og vinsamlegri athygli að því sem við skynjum í líkamanum í tengslum við aðstæður í lífi okkar. Og að læra að gefa fólki í kringum okkur þessa sömu gerð af athygli á meðan þau skoða hvað er mikilvægt í þeirra upplifun og aðstæðum.

Þitt einstaka tungumál

Sálfræðingurinn og heimspekingurinn Eugene Gendlin þróaði Fókusing. Hann fjallaði um mikilvægi tungumálsins og þess að setja skynjun og visku okkar í eigin orð, ekki hin almennu orð sem allir eiga, heldur okkar skilning og okkar merkingu á bak við orðin sem við notum. Gendlin kom með ótalmörg ný hugtök og meðal þeirra var hugtakið „felt sense“ sem hefur verið þýtt á íslensku sem „skynfinning“.

Skynfinning er ekki eðlisávísun eða innsæi, þó það geti verið hluti af henni. Skynfinning er það sem líkaminn veit um ákveðnar aðstæður eða ferli. Eitthvað sem er óljóst, óskýrt á jöðrunum. Að tengja við dýpri stað í okkur sjálfum heldur en bara hugsanir og tilfinningar. Og sitja með því sem líkami okkar er að segja okkur. 

Það er alltaf meira. Við vitum meira en hugsanir okkar, meira en við höldum að við vitum.

Lærðu að hlusta. Veröldin innra með þér er ríkari og dýpri en þú heldur. 

Umsagnir

“Ég hef meiri samkennd með sjálfri mér og finnst ég vera að uppgötva alveg nýja hlið á sjálfri mér. Ég er sáttari. Næstum eins og ég sé að finna einhvern heim sem ég hef saknað. Mér finnst þetta hjálpa mér á allt annan hátt en td. sálfræðitími, en á hátt sem að ég tengi við og skil. Mér finnst að öllum ætti að vera kennt fókusing í skóla, bara eins og lífsleikni.”

SIGRÚN HALLA UNNARSDÓTTIR

“Námskeiðið gaf mér skýrari mynd af því hvað lífið er mikið ævintýri.
Fókusing er nýtt form til að kynnast þér og leysa úr læðingi sköpunarorkuna þína og nýja tengingu við tungumálið. Ég er þakklát fyrir nærveru og kennsluna, yndislegur hópur, hlakka til að halda áfram”

GUÐRÚN VERA HJARTARDÓTTIR

“Ég öðlaðist aukna líkamsvitund, meira sjálfsmildi og aukna meðvitund
Ég lærði að taka meiri ábyrgð á mínum tilfinningum. Góður félagsskapur, góðar umræður, gefandi. Sjálfsvinna.”

GUÐRÚN THEODÓRA HRAFNSDÓTTIR

Líkamsmiðuð núvitundaraðferð

„Það sem er að baki og það sem er framundan hefur lítið vægi í samanburði við það sem býr innra með okkur.” Emerson
  • Fókusing getur hjálpað þér að…

    • Skilja hvernig þér líður í raun og veru og hvað þú vilt
    • Yfirstíga hindranir, taka ákvarðanir og leysa vandamál á skapandi hátt
    • Verða meðvitaðri og vingjarnlegri við sjálfa-n þig og aðra
    • Leysa upp spennu og króníska verki
    • Dýpka upplifun þína og ná meiri árangri í sálfræðimeðferð, markþjálfun og annarri innri vinnu.

    Fókusing er hægt að læra hvort sem er í gegn um námskeið eða einkatíma. Hafðu samband ef þú vilt vita meira og eða vera á biðlista fyrir næsta námskeið.

 

Þjónusta sem er í boði

Lífið í jafnvægi

Ferðalag um orkustöðvarnar

Eflandi ferð í átt að aukinni sjálfsþekkingu, andlegum og líkamlegum styrk og bættri orku.

Við stöldrum við hverja orkustöð og vinnum með æfingar og hugleiðslur sem stuðla að auknu jafnvægi, meiri styrk og bættum hæfileika til að slaka á og njóta.

Einkatímar

Fáðu stuðning við að setja heilsu og góða líðan í forgang.

Heildrænt heilsuviðtal, hómópatía, markþjálfun, bowen, jógaþerapía, Fókusing.

Einkatímar og heildræn ráðgjöf sniðin að þínum þörfum. Hafðu samband og við finnum út úr því hvernig við getum best unnið saman.

Bætt líðan á breytingaskeiði

Frítt þriggja daga netnámskeið

Fyrir konur sem leita náttúrulegra leiða fyrir aukna orku, hormónajafnvægi og góða heilsu. Og sem vilja gera eitthvað sjálfar til að létta á einkennum breytingaskeiðsins.

Skráning og nánari upplýsingar:

Svefntruflanir og hitakóf

Sjö vegvísar fyrir vellíðan á breytingaskeiði

  • Lærðu leiðir til að draga úr hitakófi og sofa betur
  • Hitakóf og nætursviti eru ekki það sama. Lærðu að skilja muninn og hvað líkaminn er að segja þér. 
  • Um hvernig mataræði og lífsstíll geta haft áhrif á einkennin þín. 
  • Fáðu dýpri skilning á hormónabreytingunum og hvað þú getur gert