Að anda er að lifa
Frítt netnámskeið.
Lífsorka er mótsvarið sem við höfum gegn streitu. Á námskeiðinu skoðum við leiðir til að endurnærast og finna kyrrð í gegnum andardráttinn. Og fræðumst um þennan magnaða lífgjafa sem andardrátturinn er.
Fimmtudaginn 16. mars kl 17.30. Allir velkomnir. Námskeiðið verður á Zoom. Ath. nauðsynlegt er að skrá sig til að fá sendan hlekk.
Öndunaræfingar geta stutt okkur í að
- Ná auknum þroska
- Styrkja ónæmiskerfið
- Vinna úr tilfinningum og áföllum
- Finna erfiðum tilfinningum farveg
- Bæta lífsleikni okkar
- Öðlast aukna sjálfsvitund
- Auka sköpunargleði
- Bæta samskipti við okkar nánustu og á vinnustað
- Efla sjálfstraust, bæta sjálfsmyndina og finna uppsprettu að auknu sjálfstrausti.
- Auka gleði og hamingju
- Sigrast á fíkn
- Draga úr streitu og kvíða
- Leysa upp neikvæðar hugsanir
Lífsorka er mótsvarið
Hver andardráttur er uppspretta lífsorku. Öndunaræfingar gefa okkur bæði aukna orku, innra jafnvægi og friðsæla kyrrð. Þær gefa okkur innri takt og opna orkuflæði líkamans.
Staður: Heima í stofu í gegn um Zoom.
Stund: Fimmtudaginn 16. mars kl 17.30
Leiðbeinandi: Guðrún Arnalds, jógakennari, markþjálfi og leiðbeinandi í Fókusing (aðferð til að hlusta á líkamann og sína innri veröld)
Andardrátturinn er brúin milli líkama og hugar og farvegur fyrir lífsorku, tjáningu og tilfinningar.
Þegar þú eignast andardráttinn þinn þá getur enginn rænt friðsæld þinni.
Umsagnir
Mildi og mýkt
Netnámskeið: Jóga- og sjálfsnæring fyrir konur sem hafa tilhneigingu til að setja sig i síðasta sæti. Þitt jóga á þínum tíma. Stuttir jógatímar fyrir heimaiðkun, hugleiðsla og stuðningur við reglulega iðkun og sjálfsmildi.
Innifalið:
Upptökur með jógaiðkun til að fylgja heima
Upptaka að hugleiðslu og eða öndunaræfingum vikulega
Spurningar til að hugleiða á og hvatning til að skrifa dagbók á meðan á námskeiðinu stendur
Upptökur með fræðslu sem tengist taugakerfinu, streitu og sjálfsnæringu.
Vikulegir fundir á Zoom með sameiginlegri iðkun, spjalli og stuðningi við heimaiðkunina.
Þjónusta sem er í boði
Bætt líðan á breytingaskeiði
Finndu þinn takt
Frítt þriggja daga netnámskeið
Fyrir konur sem upplifa þreytu, streitu eða svefntruflanir - og vilja endurheimta orku, finna kyrrð og skapa jafnvægi í daglegu lífi.
Persónuleg leiðsögn
Fáðu stuðning við að skapa aukna orku, ró og jafnvægi í daglegu lífi.
Við vinnum út frá þínum þörfum – með hlustun, leiðsögn og heildrænni nálgun sem hjálpar þér að tengjast líkamanum, treysta visku hans og finna þinn takt..
Hafðu samband og við finnum saman leiðina sem styður þig á þessum tíma í lífinu.
Endurheimtu svefninn í vinsemd við líkamann
Verður í boði aftur fljótlega
Frítt námskeið fyrir konur á miðjum aldri sem glíma við svefntruflanir.
Skráðu þig á biðlista og fáðu að fylgjast með næsta námskeiði


Svefntruflanir og hitakóf
Örnámskeið um svefntruflanir og hitakóf fyrir konur á breytingaskeiði.
-
Lærðu um mögulegar orsakir svefntruflana og kveikjur að hitakófi
-
Hitakóf og nætursviti eru ekki það sama. Lærðu að skilja muninn og hvað líkaminn er að segja þér.
-
Um hvernig mataræði og lífsstíll geta haft áhrif á einkennin þín.
-
Fáðu dýpri skilning á hormónabreytingunum og hvað þú getur gert