Vertu stærri en streitan

Aukin lífsorka og kyrr hugur stækka okkur og þá verða vanda´málin viðráðanlegri. Umbreyttu streitu í gleði og gerðu hana að vini þínum. 

Nýtt 6 vikna námskeið hefst mánudaginn 8. nóvember. Mánudaga kl 17.15. Námskeiðið er haldið í Bústaðakirkju. Einnig er hægt að taka þátt í gegn um netið.

Öndun, líkamlegar æfingar og hugleiðsla sem hjálpa líkamanum að losa um spennu, draga úr kvíða og auka innri vellíðan. Við vinnum í að styrkja tauga-, innkirtla og ónæmiskerfi og auka samhæfingu þeirra. Árangurinn er bættur svefn og aukinn  hæfileiki til að takast á við streitu á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.  

Á námskeiðinu skoðum við hvernig við getum aukið lífsorku og gleði, ræktað með okkur kyrrð, hugrekki og seiglu og þannig orðið stærri en streitan.

Streita á sér mörg birtingarform eins og svefnleysi og kvíða, bólgur í líkamanum, háan blóðþrýsting og krónísk veikindi svo eitthvað sé nefnt. Langvarandi álag, erfið samskipti, óánægja í vinnu, skortur á tilgangi, einmanaleiki, áföll og sorg eru allt algengir streituvaldar.

Jóga er mjög áhrifarík leið til að takast á við streitu. Bæði vegna endurnærandi og jákvæðra áhrifa á líkamann og ekki síður vegna þess það færir okkur lífsorkufulla gleði, hugarró og sjálfsmildi.

Jóga er sérstaklega gagnlegt ef við erum stirð og stíf eða eigum erfitt með að slaka á og hægja á okkur. Þegar við gerum jóga í flæði, á hreyfingu með andardrættinum, þá finnum við hvernig við komumst smátt og smátt í meiri takt við okkur sjálf.

Jóga kennir okkur þá list að takast á við breytingar. Við lærum að tengja við djúpan kjarna í okkur sjálfum og gefa honum rými í lífinu. Í jóga erum við ekki að nota líkamann til að komast inn í mismunandi jógastöður heldur að nota jógastöður til að komast inn í líkamann.

Staður: Bústaðakirkja. Einnig hægt að taka þátt í gegn um netið. 
Stund: Mánudaga kl 17.15 – 18.45. 8.nóv. – 13. des. 
Verð: 18.000. 

Skráning: Skráningarskjal

Jóga gefur þér tækifæri til þess að verða forvitin um það hver þú ert. Leyndardómur lífsins er ekki vandamál til að leysa heldur veruleiki til að upplifa

Umsagnir iðkenda:

Ég var mjög ánægð með námskeiðið í Streitulosun. Það var hæfileg blanda af fyrirlestrum og verklegum æfingum.  Mér fannst mjög gott að fá útskýringar fyrir kríunum og hvernig þær eru hugsaðar. Hópurinn var hæfilega stór og umhverfið mjög notalegt. Ég hef prófað að fara í jógatíma í líkamsræktarstöðvum en mér finnst þetta vera meira “alvöru”. Mér finnst þú hafa þekkingu á því sem þú ert að miðla og ég vel hugsað mér að koma aftur á námskeið.”
Guðmunda Gunnlaugsdóttir, kennari

Guðrún býr yfir þessari töfrablöndu með hugarró en staðfestu sem fæ mann til að vilja ná árangri með sjálfan sig, á sínum eigin forsendum. Kærar þakkir fyrir mig.
Íris Arnardóttir – náms og starfsráðgjafi

Guðrún Darshan kenndi mér að anda almennilega og að hugleiða í rólegheitum – gongspilið hennar fær stressið til að leka úr samanbitnum kjálkum sem liðast í sundur þannig að ég gapi … sem er mjög gott.
Guðrún hefur einstakt lag á að skapa friðsælt og rólegt andrúmsloft í tímunum, með ljúfri röddu og kertum, sem hjálpar manni við að slaka á. Það er ekki bara skoðun mín, heldur hafa aðrir þátttakendur í námskeiðunum haft orð á því sama.
Hún Guðrún þekkir hvað hún er að gera upp á hár, maður finnur greinilega að hún hefur ástríðu fyrir fræðunum. Hún býður upp á eitthvað nýtt í hverjum tíma, æfingarnar eru fjölbreyttar og allt gerir þetta manni ákaflega gott.
Maður kemur yndislega slakur og endurnærður úr tímunum – og jafnvel búinn að uppgötva nýjan og spennandi sannleika um sjálfan sig.
Kær kveðja, Addý (Ásgerður Einarsdóttir)