Vertu stærri en streitan

Kundalini jóga fyrir endurnýjun, orku og innri frið

Aukin lífsorka og kyrr hugur stækka okkur og þá verða vandamálin viðráðanlegri. Umbreyttu streitu í kraft og gerðu hana að vini þínum. 

Níu vikna námskeið hefst 12. janúar. Fimmtudaga kl 17.15 – 18.45.
Val er um að mæta í Bústaðakirkju eða taka þátt heiman úr stofu í gegn um Zoom, . 

Í notalegu og hvetjandi andrúmslofti skoðum við hvernig við getum aukið lífsorku og gleði, ræktað með okkur kyrrð, hugrekki og seiglu og þannig orðið stærri en streitan. 

Öndun, líkamlegar æfingar og hugleiðsla sem hjálpa líkamanum að losa um spennu, draga úr kvíða og auka innri vellíðan. Við vinnum í að styrkja tauga-, innkirtla og ónæmiskerfi og auka samhæfingu þeirra. Árangurinn er bættur svefn og aukinn  hæfileiki til að takast á við streitu á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.  Tímarnir eru fyrst og fremst jógaiðkun en í hverjum tíma verður líka smá innblástur fyrir iðkunina og fyrir daglegt líf.

Umfjöllunarefni námskeiðsins:

  • Streita og kundalini jóga
  • Lífsstíll og mataræði fyrir þína líkamsgerð
  • Mataræði fyrir dimmustu vetrarmánuðina
  • Innri birta, lykill að hamingju og heilbrigði
  • Taugakerfið og polyvagal kenningin

Streita á sér mörg birtingarform eins og svefnleysi og kvíða, bólgur í líkamanum, háan blóðþrýsting og krónísk veikindi svo eitthvað sé nefnt.

Jóga er mjög áhrifarík leið til að takast á við streitu. Bæði vegna endurnærandi og jákvæðra áhrifa á líkamann og ekki síður vegna þess það færir okkur lífsorkufulla gleði, hugarró og sjálfsmildi. Taktfastar hreyfingar kundalini jóga í takti við andardráttinn styðja þig í að endurheimta eðlislæga lífsorku og setjast inn í kyrran stöðugleika innra með þér.

Staður: Bústaðakirkja. Einnig er í boði að taka þátt í gegn um netið úr stofunni heima. Tímarnir eru teknir upp og hægt að fylgja upptöku.
Stund: Fimmtudaga kl 17.15 – 18.45. 12. janúar í 9 vikur.
Verð: 34.000

SkráningSkráningarskjal

Námskeiðið er samþykkt hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði

Líf flestra í dag er komið úr takti við hjartsláttinn, við flæði lækjarins og óendanleika himinsins. Þar liggja svörin. Djúpt í rótum okkar sjálfra.

Jóga gefur þér tækifæri til þess að verða forvitin um það hver þú ert. Leyndardómur lífsins er ekki vandamál til að leysa heldur veruleiki til að upplifa

Umsagnir iðkenda:

Það skapast notaleg nánd og andrúmsloft í tímunum þínum. Þú býrð yfir víðtækri þekkingu á efninu, kennir og miðlar út frá langri persónulegri reynslu og djúpri þekkingu á jóga. Kennslan er fagleg en um um leið persónuleg, bæði vegna langrar reynslu þinnar en líka vegna þess að þú mætir hverjum á þeim stað sem hann er og leiðbeinir samkvæmt því. 
Guðrún Gísladóttir, myndlistarkennari

Það sem mér þykir einstakt við tímana hjá þér og við þig er hvað þú ert vandvirk, vel undirbúin og fróð. Einnig vil ég taka fram að hlýjan og nærveran sem stafar frá þér gerir það að verkum að ég finn að ég skipti máli sem manneskja, ég slaka á og felli grímuna.
Íris Reynisdóttir, kennari

Ég var mjög ánægð með námskeiðið í Streitulosun. Það var hæfileg blanda af fyrirlestrum og verklegum æfingum.  Mér fannst mjög gott að fá útskýringar fyrir kríunum og hvernig þær eru hugsaðar. Hópurinn var hæfilega stór og umhverfið mjög notalegt. Ég hef prófað að fara í jógatíma í líkamsræktarstöðvum en mér finnst þetta vera meira “alvöru”. Mér finnst þú hafa þekkingu á því sem þú ert að miðla og ég vel hugsað mér að koma aftur á námskeið.”
Guðmunda Gunnlaugsdóttir, kennari

Guðrún býr yfir þessari töfrablöndu með hugarró en staðfestu sem fæ mann til að vilja ná árangri með sjálfan sig, á sínum eigin forsendum. Kærar þakkir fyrir mig.
Íris Arnardóttir – náms og starfsráðgjafi