Þú ert stærri en áskoranirnar þínar
Þegar við stöndum frammi fyrir ófyrirsjáanlegum einkennum breytingaskeiðsins er auðvelt að gefast upp og finnast við ekki geta gert neitt. Ég veit að þetta er langt frá því að vera auðveldur tími fyrir margar konur.
En góðu fréttirnar eru þær að það er heilmargt sem þú getur gert til að bæta líðan þína og draga úr einkennum á náttúrulegan hátt. Ef þú veist hvað þú ert að glíma við þá verður auðveldara að höndla hlutina.
Ég heiti Guðrún. Ég hef í um 30 ár stutt konur í að næra heilsu og lífsgæði á heildrænan hátt. Að byggja brú á milli líkama og hugar, róa taugakerfið og skapa meiri orku og kyrrð í daglegu lífi.
Ég er líka mamma tveggja barna og á sex ömmubörn. Sem er langskemmtilegasta hlutverkið og gefur mér tilfinningu fyrir óendanlegu ríkidæmi.
Breytingaskeiðið læddist aftan að mér
Þrátt fyrir mína menntun og reynslu við heildræna heilsuráðgjöf kom breytingaskeiðið mér í opna skjöldu. Svefninn truflaðist. Ég fór að finna fyrir ýmis konar einkennum og bólgu í líkamanum, varð viðkvæmari fyrir áreiti og var lengur að jafna mig eftir álag. Ég reyndi ýmislegt en ekkert virtist hjálpa. Ég var farin að halda að ég þyrfti einfaldlega að sætta mig við þetta ástand.
Það sem breytti öllu var að læra að hlusta á líkamann, að róa taugakerfið og gefa mér svigrúm til að finna nýjan takt.
Smám saman öðlaðist ég skýrari skilning á því hvað þarf til að konur geti farið í gegnum þetta skeið með meiri ró, jafnvægi og sjálfstraust.
Í dag veit ég að breytingaskeiðið krefst heildrænnar nálgunar – sem nærir bæði líkama, huga og hjarta. Þessi vegferð hefur ekki bara gefið mér betri svefn heldur líka dýpri tengingu við sjálfa mig.
Tækifæri breytingaskeiðsins
Margar konur tala um að þessi tími hafi komið þeim í opna skjöldu. Það vantar mikið upp á fræðslu og umræðu um þennan dýrmæta tíma í lífi hverrar konu.
Þessi tími gerði mig meðvitaðri um sambandsleysi mitt við líkamann og mikilvægi þess að brúa þetta bil.
Ég lærði að kenna aðferð sem heitir Fókusing sem er dásamleg leið til að greiða úr flækjunum innra með okkur og finna lífinu farveg. Ég fór að finna aukna mildi gagnvart sjálfri mér og mínum nánustu og lærði að vera til staðar fyrir mig á alveg nýjan hátt.
Í gegn um þetta ferðalag hef ég lært að tengja við djúpan kjarna í sjálfri mér, sem man hvernig ég á að vera ég.
Þú getur ekki stjórnað lífinu. En þú getur lært að halda utanum sjálfa þig í gegnum lífið.
Þú þarft ekki að breyta sjálfri þér. Þú þarft rými, takt, stuðning við að hlusta á það sem líkaminn er að segja. Þetta sem er orðið óaðskiljanlegur hluti af þér að þú ert hætt að heyra.
Vertu velkomin!
Ég býð þér minn stuðning við finna þinn takt, í stað þess að lifa í takti við kröfur umhverfisins.
Ekki hika við að hafa samband og bóka stutt spjall til að kanna hvort við eigum samleið.
Umsagnir
Lífið með augum líkamans
Lífið er alltaf tilbúið í næsta skref. Á eftir innöndun fylgir útöndun. Líkaminn veit hvernig hann á að stíga næsta skref. Hann man enn þá hvernig það er að taka lífinu fagnandi eins og barnið gerir. Eins og náttúran. Hann er náttúran.
Lífið sem við lifum hefur fært okkur fjær náttúrunni. Og þar af leiðandi fjær líkamanum og viskunni sem hann býr yfir. Það hefur aldrei verið meiri þörf en nú, fyrir leiðir sem minna okkur á að staldra við og hlusta. Þau verkfæri sem ég hef fengið í hendurnar á lífsleiðinni vinna mjög vel saman.
Ég býð þér að hafa samband og við getum fundið saman út úr því hvert væri gott næsta skref í átt að heilli heilsu og tilgangsríkri tilveru.
Nokkrir hlutir sem færa mér gleði
FJÖLSKYLDAN MÍN
Barnabörnin mín halda mér ungri og minna mig á hvað það er dýrmætt að halda áfram að leika sér.
Þjónusta í boði
Bætt líðan á breytingaskeiði
Finndu þinn takt
Frítt þriggja daga netnámskeið
Fyrir konur sem upplifa þreytu, streitu eða svefntruflanir - og vilja endurheimta orku, finna kyrrð og skapa jafnvægi í daglegu lífi.
Persónuleg leiðsögn
Fáðu stuðning við að skapa aukna orku, ró og jafnvægi í daglegu lífi.
Við vinnum út frá þínum þörfum – með hlustun, leiðsögn og heildrænni nálgun sem hjálpar þér að tengjast líkamanum, treysta visku hans og finna þinn takt..
Hafðu samband og við finnum saman leiðina sem styður þig á þessum tíma í lífinu.
Endurheimtu svefninn í vinsemd við líkamann
Verður í boði aftur fljótlega
Frítt námskeið fyrir konur á miðjum aldri sem glíma við svefntruflanir.
Skráðu þig á biðlista og fáðu að fylgjast með næsta námskeiði
Svefntruflanir og hitakóf
Örnámskeið um svefntruflanir og hitakóf fyrir konur á breytingaskeiði.
-
Lærðu um mögulegar orsakir svefntruflana og kveikjur að hitakófi
-
Hitakóf og nætursviti eru ekki það sama. Lærðu að skilja muninn og hvað líkaminn er að segja þér.
-
Um hvernig mataræði og lífsstíll geta haft áhrif á einkennin þín.
-
Fáðu dýpri skilning á hormónabreytingunum og hvað þú getur gert




