Sjálfsmildi
og innri gagnrýni
Frítt netnámskeið.
Mánudaginn 16. október kl 17.15.
Við ætlum að skoða leiðir til að takast á við innri gagnrýni og til að finna sjálfsmildi í daglegu lífi. Ef við lærum að lifa með innri gagnrýnandanum verður lífið mun auðveldara
Innri gagnrýnandinn er staður í þér sem trúir því að þú eða eitthvað í þér þurfi að breytast til að þú sért í lagi
Sjálfsgagnrýni er sársaukafull. Það er auðvelt að láta bugast undan neikvæðni og leiðinlegum athugasemdum sem við beinum að okkur sjálfum. Stundum án þess að taka eftir því. Við segjum hluti við okkur sjálf sem við myndum aldrei segja upphátt, jafnvel ekki við fólk sem okkur líkar illa við. Við eigum það flest til að vera mjög hörð við okkur sjálf.
Sjálfsmildi er mikilvægur þáttur í að lifa hamingjuríku, friðsælu lífi.
Innri gagnrýnandinn
Það kannski kemur á óvart að heyra að innri gagnrýnandinn er með góðan ásetning. Hann er í raun þarna til að bjarga lífi okkar. Og eina leiðin sem hann kann til að verja okkur er að tala við okkur þannig að okkur líður hræðilega.
Ef við reynum að þagga niður í honum verður hann bara stærri.
Sem betur fer er til önnur leið. Á þessu stutta námskeiði ætlum við að skoða skref sem þú getur tekið til að breyta sambandi þínu við innri gagnrýnandann.
Fókusing
Við kynnumst aðferð sem heitir Fókusing sem kennir okkur að hlusta á líkamann og viskuna sem býr innra með okkur á nýjan og ferskan hátt.
Við bregðumst við lífinu hvert á sinn einstaka hátt. Streita og innra umrót birtist ekki eins í líkamanum hjá okkur öllum. Ef við hlustum djúpt getum við heyrt það sem lífið innra með okkur þarf til að halda áfram að flæða. Þegar ég gef rými fyrir það sem er hér og nú og leyfi því að vera eins og það er, þá breytist það.
Staður: Heima í stofu í gegn um Zoom.
Stund: Mánudaginn 16. október kl 17.15
Leiðbeinandi: Guðrún Arnalds, jógakennari, markþjálfi og leiðbeinandi í Fókusing (aðferð til að hlusta á líkamann og sína innri veröld)
Innri veröld þín er aldrei kyrrstæð. Þegar þú gefur henni athygli fer hún að hreyfast, umbreytast og finna næstu skref. Eins og fræ sem spírar þegar réttar aðstæður myndast.
Líkaminn veit svo margt sem við vitum ekki. Allt sem þarf til er að við hlustum af forvitni og með opinn huga.
Umsagnir
Námskeið í Fókusing
Ég býð þér að koma með í ferðalag þar sem þú lærir upp á nýtt að hlusta. Að finna aftur veruna sem þú ert, sem veit hvernig hún á að vera með því sem er hér og nú. Að finna til aðdáunar á undrum lífsins. Að hlusta á aðra og á þína innri veröld. Það að hlusta á náttúruna innra með þér getur verið jafn endurnýjandi og gönguferð úti í skógi.
Þú lærir
- Að rækta innra umhverfi þar sem þú upplifir friðsæld, opinn, forvitinn huga
- Að mynda samband við það sem þú finnur svo breytingar verði af sjálfu sér og án áreynslu
- Af hverju það færir okkur ekki varanlegar breytingar að reyna að laga, breyta okkur eða losna við tilfinningar, eiginleika eða hegðun
- Af hverju það er svona mikilvægt að finna það sem þú skynjar án þess að dæma það. Hvernig þú getur skynjað það sem þú finnur án þess að gefa því einkunn og hvað þú getur gert þegar það gerist samt..
Þjónusta sem er í boði
Lífið í jafnvægi
Ferðalag um orkustöðvarnar
Eflandi ferð í átt að aukinni sjálfsþekkingu, andlegum og líkamlegum styrk og bættri orku.
Við stöldrum við hverja orkustöð og vinnum með æfingar og hugleiðslur sem stuðla að auknu jafnvægi, meiri styrk og bættum hæfileika til að slaka á og njóta.
Einkatímar
Fáðu stuðning við að setja heilsu og góða líðan í forgang.
Heildrænt heilsuviðtal, hómópatía, markþjálfun, bowen, jógaþerapía, Fókusing.
Einkatímar og heildræn ráðgjöf sniðin að þínum þörfum. Hafðu samband og við finnum út úr því hvernig við getum best unnið saman.
Bætt líðan á breytingaskeiði
Fyrir konur sem leita náttúrulegra leiða fyrir aukna orku, hormónajafnvægi og góða heilsu. Og sem vilja gera eitthvað sjálfar til að létta á einkennum breytingaskeiðsins.
Skráning og nánari upplýsingar:
Svefntruflanir og hitakóf
Sjö vegvísar fyrir vellíðan á breytingaskeiði
- Lærðu leiðir til að draga úr hitakófi og sofa betur
- Hitakóf og nætursviti eru ekki það sama. Lærðu að skilja muninn og hvað líkaminn er að segja þér.
- Um hvernig mataræði og lífsstíll geta haft áhrif á einkennin þín.
- Fáðu dýpri skilning á hormónabreytingunum og hvað þú getur gert