Mildi og mýkt
Netnámskeið með stuðningi við heimaiðkun.
Jóga- og sjálfsnæringarnámskeið fyrir konur sem hafa tilhneigingu til að setja sig í síðasta sæti og láta skylduverkefnin sitja fyrir. Og fyrir allar konur sem langar að iðka heima og fá stuðning við að koma sér upp reglulegri iðkun.
- Áttu það til að fyllast af kvíða án þess að vita ástæðuna?
- Áttu það til að finnast þú ekki vera nóg?
- Áttu erfitt með að sýna þér sjálfsmildi og gefa þér tíma fyrir þig?
- Ertu að ná þér eftir veikindi, kulnun, áfall, missi eða erfiðar breytingar?
Verkfæri sem styðja þig í að finna friðsæld og endurnærast á stuttum tíma og ástundun sem auðgar lífið.
Aukið jafnaðargeð og minni áhyggjur.
Námskeiðið styður þig í að gefa þér leyfi til að næra þig, að setjast niður með tebolla án þess að hugsa um að þú þurfir að vera að gera eitthvað annað. Að vera ekki að hugsa um skortinn heldur það sem þú hefur.
Nærandi sjálfsrækt
Hefst 22.mars
Upptökur með jógaiðkun til að fylgja heima
Upptaka að hugleiðslu og eða öndunaræfingum vikulega
Spurningar til að hugleiða á og hvatning til að skrifa dagbók á meðan á námskeiðinu stendur
Upptökur með fræðslu sem tengist taugakerfinu, streitu og sjálfsnæringu.
Vikulegir fundir á Zoom með sameiginlegri iðkun, spjalli og stuðningi við heimaiðkunina.
Verð: Þar sem þetta er í fyrsta skipti þá verður námskeiðið á sérstöku kynningarverði. Ég býð auk þess, þeim sem taka þátt könnun fyrir námskeiðið, 10.000 kr afslátt af námskeiðinu. Til að fá afsláttinn þarf að svara könnuninni og staðfesta skráningu fyrir 16. mars. Með afslættinum kostar námskeiðið aðeins 24.000 kr. (Fullt verð er 34.000).
Námskeiðið er samþykkt hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði
Þú öðlast aukið jafnvægi í taugakerfinu og bættan skilning á því hvernig það virkar.
Minni streita, aukinn styrkur og sjálfsmildi
Umsagnir
Mildi og mýkt
Kærleikur og mildi til okkar sjálfra gefur okkur friðsælt hjarta í gegnum storma lífsins.
Löng reynsla í að styðja fólk í gegn um daglega iðkun hefur sýnt mér að flestir þurfa stuðning og hvatningu til að koma sér upp þeirri venju að hugleiða daglega og til að viðhalda henni.
Dagleg iðkun hugleiðslu eykur almennt gæði lífsins og hefur langtímaáhrif á tilfinningalega og líkamlega heilsu. Rannsóknir sýna einnig að dagleg hugleiðsla hefur sömu áhrif og lyf gegn þunglyndi, kvíða og öðrum tilfinningalegum vandamálum.
Að anda er að lifa
Frítt netnámskeið.
Lífsorka er mótsvarið sem við höfum gegn streitu. Á námskeiðinu skoðum við leiðir til að endurnærast og finna kyrrð í gegnum andardráttinn. Og fræðumst um þennan magnaða lífgjafa sem andardrátturinn er.
Fimmtudaginn 16. mars kl 17.30. Allir velkomnir. Námskeiðið verður á Zoom. Ath. nauðsynlegt er að skrá sig.
Öndunaræfingar geta stutt okkur í að
-
- Ná auknum þroska
- Styrkja ónæmiskerfið
- Vinna úr tilfinningum og áföllum
- Finna erfiðum tilfinningum farveg
- Bæta lífsleikni okkar
- Öðlast aukna sjálfsvitund
- Auka sköpunargleði
- Bæta samskipti við okkar nánustu og á vinnustað
- Efla sjálfstraust, bæta sjálfsmyndina og finna uppsprettu að auknu sjálfstrausti.
- Auka gleði og hamingju
- Sigrast á fíkn
- Draga úr streitu og kvíða
- Leysa upp neikvæðar hugsanir
Hver andardráttur er uppspretta lífsorku. Öndunaræfingar gefa okkur bæði aukna orku, innra jafnvægi og friðsæla kyrrð. Þær gefa okkur innri takt og opna orkuflæði líkamans.
Staður: Heima í stofu í gegn um Zoom.
Stund: Fimmtudaginn 16. mars kl 17.30
Leiðbeinandi: Guðrún Arnalds, jógakennari, markþjálfi og leiðbeinandi í Fókusing (aðferð til að hlusta á líkamann og sína innri veröld)
Þjónusta sem er í boði
Lífið í jafnvægi
Ferðalag um orkustöðvarnar
Eflandi ferð í átt að aukinni sjálfsþekkingu, andlegum og líkamlegum styrk og bættri orku.
Við stöldrum við hverja orkustöð og vinnum með æfingar og hugleiðslur sem stuðla að auknu jafnvægi, meiri styrk og bættum hæfileika til að slaka á og njóta.
Einkatímar
Fáðu stuðning við að setja heilsu og góða líðan í forgang.
Heildrænt heilsuviðtal, hómópatía, markþjálfun, bowen, jógaþerapía, Fókusing.
Einkatímar og heildræn ráðgjöf sniðin að þínum þörfum. Hafðu samband og við finnum út úr því hvernig við getum best unnið saman.
Bætt líðan á breytingaskeiði
Fyrir konur sem leita náttúrulegra leiða fyrir aukna orku, hormónajafnvægi og góða heilsu. Og sem vilja gera eitthvað sjálfar til að létta á einkennum breytingaskeiðsins.
Skráning og nánari upplýsingar:
Svefntruflanir og hitakóf
Sjö vegvísar fyrir vellíðan á breytingaskeiði
- Lærðu leiðir til að draga úr hitakófi og sofa betur
- Hitakóf og nætursviti eru ekki það sama. Lærðu að skilja muninn og hvað líkaminn er að segja þér.
- Um hvernig mataræði og lífsstíll geta haft áhrif á einkennin þín.
- Fáðu dýpri skilning á hormónabreytingunum og hvað þú getur gert