Líkaminn sem leiðarljós
RÓ, JAFNVÆGI OG TRAUST BYRJA Í LÍKAMANUM, EKKI Í HUGANUM.
- Ertu oft þreytt, jafnvel eftir heila nótt í rúminu?
- Finnst þér hugurinn þjóta í allar áttir — og erfitt að kyrra hann?
- Finnst þér stundum eins og þú sért ekki alveg tengd sjálfri þér — eins og eitthvað vanti?
Kannski ertu vön að keyra áfram og skauta yfir þreytuna. En þú finnur að sú leið virkar ekki lengur.
„Ég finn að hugurinn er skýrari — ég get loksins einbeitt mér að einu verkefni í einu.“ — Louise
Þú hefur líklega prófað margt…
…til að finna meiri ró og jafnvægi.
Slökun, hugleiðsluöpp, bætiefni, gönguferðir, að taka þér frí…
Það gaf kannski tímabundna hvíld — en svo finnur þú þig aftur á sama stað:
- Þreytta
- Svefnlausa
- Með tilfinningu fyrir að vera utan við sjálfa þig
- eða ekki á réttum stað í lífinu.
Þú veist í raun hvað þú þarft að gera – en samt er eins og það nái ekki alla leið inn í daglegt líf.
Við eigum þetta sameiginlegt
Þú ert ekki ein. Við höfum flest okkar lært að treysta huganum meira en líkamanum. En þar liggur lykillinn að ró, jafnvægi og trausti.
Sjáðu fyrir þér…
- Að byrja daginn í ró í stað þess að stökkva strax af stað.
- Að finna að þú getir staldrað við og andað áður en þú ferð í verkefnin.
- Að geta sagt „nei“ án samviskubits og sett mörk án kvíða.
- Að mæta erfiðum aðstæðum með meira jafnaðargeði og jafna þig hraðar eftir álag.
- Að sofa dýpra og vakna úthvíld.
- Að finna gleðina og forvitnina kvikna aftur — hægt og rólega.
„Ég hef meiri samkennd með sjálfri mér og mér finnst eins og ég sé að uppgötva alveg nýja hlið á mér. Ég er sáttari — eins og ég sé að finna heim sem ég hef saknað. Sigrún
Leið að raunverulegum breytingum
Minna áreiti – meiri næring
Við reynum oft að bæta við; nýjum aðferðum, fleiri verkefnum, meiri aga.
Í stað þess að hugsa þig áfram eða reyna að þrýsta á breytingar, býður þessi vinna þér að staldra við og hlusta.
Líkaminn er þinn viskubrunnur
Líkaminn geymir mynstrin, tilfinningarnar og sögurnar þínar. Hann er ekki vandamál sem þarf að leysa, heldur lykill að dýpri skilningi.
Eitt andartak í hlustun
Þegar þú byrjar að hlusta finnur þú að friðurinn og jafnvægið eru þegar til staðar innra með þér. Þú ferð að treysta þér aftur, finna hvað þú raunverulega þarft og lifa lífi sem er nærandi í stað þess að keyra þig áfram.
Það sem þú lærir með þjálfun í líkamsvitund hjálpar þér að tengja þessa reynslu við daglegt líf þitt.
Hvað færð þú út úr þjálfun í líkamsvitund?
-
Betri skilning á taugakerfinu og áhrifum þess á daglegt líf
-
Einföld verkfæri til að róa líkamann, auka einbeitingu og jafnvægi
-
Meira sjálfstraust og skýr mörk sem styðja þig í að hlusta á eigin þarfir
-
Jafnvægi í samskiptum — og færni til að bregðast öðruvísi við erfiðum aðstæðum
-
Dýpri tenging við líkama þinn og tilfinningar — þannig að þú getir staðið með sjálfri þér í stað þess að fara gegn þér
þetta eru ekki bara mín orð. Svona lýsa aðrar konur upplifun sinni…
Reynslusögur
Það sem þú leitar að er ekki utanaðkomandi lausn, heldur viska sem býr nú þegar í líkamanum.
Með því að hlusta á líkamann ferðu smám saman að finna ró, jafnvægi og sjálfstraust sem styður þig í daglegu lífi.
Ef þú finnur að þetta talar til þín, þá er næsta skref einfalt. Sendu mér línu og við finnum út í sameiningu hvaða leið hentar þér best.
Ferðalagið hefst með einu skrefi
Þú getur valið um tvær leiðir.
Önnur er styttri og mjúk byrjun. Hin er dýpra umbreytingarferli.
Finndu þinn takt
6 vikur í aukna líkamsvitund og ró
Leið til að skapa meiri frið í daglegu lífi, tengjast sjálfri þér og því sem skiptir þig raunverulega máli.
Innifalið:
Sex samtöl (60 mínútur hvert) með persónulegri leiðsögn og stuðningi.
Leiddar æfingar og upptökur sem hjálpa þér að róa hugann og tengjast líkamanum.
Spurningar og innblástur sem auka skilning og skýrleika. Stuðningur í skilaboðum á milli tíma.
Leiðtogi í eigin lífi
LÆRÐU AÐ STILLA TAUGAKERFIÐ OG TREYSTA LÍKAMANUM
..3ja mánaða umbreytingarferðalag: sæktu í viskubrunn líkamans.
Innifalið:
9 samtöl (60 mínútur hvert) með persónulegri leiðsögn og stuðningi
Upphafstími (75 mínútur) þar sem við kortleggjum ferðina þína og mótum ásetning
Sérsniðnar æfingar á milli tíma (myndbönd, öndun, jóga nidra, líkamsvitund)
Spurningar og innblástur sem dýpka ferlið
Stuðningur og eftirfylgni í skilaboðum á milli tíma
Líkaminn er vitur vera
Lífið sem við lifum hefur fært okkur fjær náttúrunni og hvert öðru. Þar af leiðandi höfum við fjarlægst líkamann og þá visku sem hann býr yfir.
-
Við lærum að líta á líkamann sem eitthvað sem þarf að laga
Þessi skortur á tengslum við okkur sjálf og aðra hefur leitt af sér aukinn kvíða, þunglyndi, einmanaleika og streitu.
Við þurfum að finna aftur okkar náttúrulega takt og læra að treysta líkamanum að nýju.
Þjónusta sem er í boði
Bætt líðan á breytingaskeiði
Finndu þinn takt
Frítt þriggja daga netnámskeið
Fyrir konur sem upplifa þreytu, streitu eða svefntruflanir - og vilja endurheimta orku, finna kyrrð og skapa jafnvægi í daglegu lífi.
Persónuleg leiðsögn
Fáðu stuðning við að skapa aukna orku, ró og jafnvægi í daglegu lífi.
Við vinnum út frá þínum þörfum – með hlustun, leiðsögn og heildrænni nálgun sem hjálpar þér að tengjast líkamanum, treysta visku hans og finna þinn takt..
Hafðu samband og við finnum saman leiðina sem styður þig á þessum tíma í lífinu.
Endurheimtu svefninn í vinsemd við líkamann
Verður í boði aftur fljótlega
Frítt námskeið fyrir konur á miðjum aldri sem glíma við svefntruflanir.
Skráðu þig á biðlista og fáðu að fylgjast með næsta námskeiði


Svefntruflanir og hitakóf
Örnámskeið um svefntruflanir og hitakóf fyrir konur á breytingaskeiði.
-
Lærðu um mögulegar orsakir svefntruflana og kveikjur að hitakófi
-
Hitakóf og nætursviti eru ekki það sama. Lærðu að skilja muninn og hvað líkaminn er að segja þér.
-
Um hvernig mataræði og lífsstíll geta haft áhrif á einkennin þín.
-
Fáðu dýpri skilning á hormónabreytingunum og hvað þú getur gert