Vorönn í Andartaki

Námskeið sem eru að hefjast: Sjálfsrækt í 40 daga og Vökvaðu draumana þína 2021

Síðastliðið ár er búið að vera erfitt fyrir flest okkar. Það hefur sýnt okkur enn og aftur hvað það er mikilvægt að kunna leiðir til að takast á við streitu og lifa með óvissu og óöryggi. Fyrir marga hefur þetta ár líka verið tækifæri til að læra nýja hluti og gera hlutina á annan hátt en áður. Við höfum sem samfélag breytt aðeins um takt og verið meira heima fyrir. En á sama tíma erum við öll farin að sakna þess að hittast ekki og öll einveran hefur kennt okkur að meta enn meira hvað mannleg nánd er mikils virði. Nú reynir á að velja vel hvernig við viljum stíga inn í framtíðina. 

Við ætlum á þessari vorönn að leggja áherslu á endurnæringu, styrk og mýkt. Mýkt og mildi gagnvart okkur sjálfum og öðrum og styrk til að takast á við álag. Að taka stjórn í eigin lífi, að velja hvernig við tökumst á við það sem lífið sendir okkur. Að velja að hvíla í okkur sjálfum sama hvað á dynur. Námskeiðin okkar miða að því að styðja við þetta allt og gefa færi á að rækta þessa eiginleika í eigin lífi.

Comments are closed.