Um Andartak

Andartak er vinaleg jóga- og heilsustöð með áherslu á andrými og að njóta andartaksins. Í Andartaki bjóðum við upp á fjölbreytta tíma í jóga og einkatíma í hómópatíu, jógaþerapíu, heilun og markþjálfun. Við bjóðum líka upp á jógakennaranám í Kundalini jóga, annað hvert ár.

Guðrún Darshan er eigandi Andartaks. Hún býr yfir mikilli reynslu á sínu sviði og er hafsjór af fróðleik sem hún nýtur þess að miðla áfram. Hún kennir kundalini jóga og leiðir tíma í slökun. Hún kennir kennurum í kennaranámi í kundalini jóga auk þess að halda ýmis námskeið. Þess utan býður hún upp á einkatíma fyrir þá sem vilja fara dýpra, ferðast inn á við og vinna úr fortíðinni, horfa til framtíðar eða fá stuðning við að opna fyrir líðandi stund og finna jafnvægi. Hér má lesa meira um Guðrúnu.

Dagskrá Andartaks er fjölbreytt og snýst öll um hvatningu til að grípa augnablikið og njóta þess. Við virkjum andrými okkur og gerum lífið í senn innihaldsríkara og skemmtilegra. Í leiðinni styrkjum við líkamann og aukum vellíðan.

Jóga er fyrir alla. Verið hjartanlega velkomin.