Sumarhugleiðsla fyrir fegurð, flæði og frið

Langar þig að hugleiða heima í sumar með stuðningi? Ég býð þér að taka þátt í hugleiðsluferðalagi með mér yfir sumarmánuðina.

Áhrif af því að hugleiða daglega:

  • Dregur úr áhrifum streitu 
  • Jákvæð áhrif á streitutengda kvilla eins og of háan blóðþrýsting, hjartavandamál, meltingarvandamál, höfuðverki, þunglyndi og kvíða
  • Aukin friðsæld og jafnaðargeð. Við getum betur valið viðbrögðin okkar
  • Ver heilann gegn áhrifum öldrunar
  • Gefur skýran fókus og bætir athyglisgáfuna

Verð: 9500

Nánar hér: Sumarhugleiðsla 

NÝ NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!  Samkvæmt talnaspeki jógafræðanna er árið 2013 sérstaklega vel til þess fallið að rækta andann, fara inn á við og eiga friðsælt og gjöfult ár.  Hægt er að lesa um talnaspeki ársins 2013 hér að neðan.

NÝ NÁMSKEIÐ Á VORÖNN: BYRJENDANÁMSKEIР– með áherslu á heilbrigðan lífsstíl – hefst mánudaginn 14. janúar. FRAMHALDSNÁMSKEIР– Orka og andleg næring – hefst mánudaginn 14. janúar. VERTU MEISTARI HUGA ÞÍNS – hugleiðslunámskeið – með áherslu á orkustöðvarnar hefst miðvikudaginn 23. janúar. HRESSANDI HÁDEGISJÓGA – þriðjudaga og fimmtudaga kl 12.00.  Fleiri námskeið verða auglýst síðar.  Hægt er að skrá sig með því að senda póst á andartak@andartak.is með nafni og símanúmeri.

Talnaspeki ársins 2013 – Að birta og upplifa frið í lífi sínu.

Árið 2013, út frá talnaspeki jógafræðanna, býður okkur að svara spurningunni “Hvað viltu raunverulega upplifa í lífi þínu?”  Þetta er ár sem er mjög vel fallið til þess að láta drauma okkar rætast.

Tala ársins 2013 er 6. Hún fæst með því að leggja saman tölurnar 2+0+1+3= 6.  Talan 6 stendur fyrir hæfileika okkar til að beina huganum. Að tengja saman huga, líkama og sál og fá þá til að vinna saman að ákveðnu markmiði eða lífssýn.  Talan 6 tengist líka sjötta skilningarvitinu okkar eða innsæinu.  Gott innsæi gefur okkur hæfileikann til að sjá skýrt, bæði okkur sjálf, aðra og það sem skiptir okkur í raun og veru máli.  Besta leiðin til að styrkja innsæið og sjötta skilningarvitið er í gegnum hugleiðslu.  Með reglulegri hugleiðslu lærum við smám saman að treysta þessari innri rödd sem leiðir okkur og verndar.  Hún býr innra með okkur öllum – við þurfum bara að vekja hana og rækta.  Og þegar við vekjum innsæið þá verðum við líka meðvituð um víddina innra með okkur – um það hvað við erum rík hið innra.

Árið 2013 býður okkur að tengja inn á við og hlusta á röddina í hjartanu, að  kveikja á ljósinu innra með okkur og leyfa því að lýsa okkur leiðina.  Að umbreyta óttanum sem stundum fær að taka yfir og að læra að treysta. Ótti getur átt sér margar birtingarmyndir – eins og áhyggjur og kvíða, reiði og óþolinmæði og hik við að láta drauma okkar rætast.  Hann getur líka birst sem einhvers konar doði eða áhugaleysi, skortur á lífsgleði eða þegar við sitjum föst í gömlu fari og sjáum ekki leið út úr því. Við getum í gegnum það að vekja þetta ljós innra með okkur – lært að láta óttann verða vindinn sem blæs í seglin okkar í stað þess að vera veggur sem hindrar okkur í að komast áfram.  En fyrst þurfum við að sleppa óttanum við styrkinn innra með okkur, að hætta að fela okkur fyrir okkar eigin innra ljósi og fegurð.

Kundalini jóga er mjög ríkt af tækjum sem eru bæði aðgengileg og skilvirk – bæði fyrir þá sem eru vanir jóga og eða andlegri rækt.  Þetta er mjög umbreytandi form af jóga og þeir sem stunda það finna fljótt áhrifin, bæði hið innra og í daglegu lífi.  Það hentar sérstaklega vel til að vinna gegn streitu. Kundalini jóga er oft nefnt jóga upplifunar – og rík áhersla lögð á að gefa öllum færi á að upplifa þann styrk sem býr innra með okkur öllum.

Guðrún Darshan Arnalds.  Byggt á greinum eftir Shiv Charan Singh og Nam Hari Kaur og eigin hugleiðingum.

Jóla Jóga – Aukin orka og minni kvíði

Í þessu innslagi bendir Guðrún Darshan jógakennari okkur á aðferð til að auka orkuna okkar og hlaða batteríin, til að vera fær um að takast á við það aukaálag sem aðventan ber með sér.

Guðrún talar um að hún heyri fólk gjarnan tala um að það hafi ekki tíma til að ástunda jóga en hún segir okkur jafnframt að það þurfi ekki að vera tímafrekt eða flókið – það getur breytt gríðarlega miklu að stunda jóga eingöngu í 3 til 5 mínútur á dag. Einnig er hægt að grípa til verkfæra jógafræðanna í ákveðnum aðstæðum þó við séum ekki að stunda jóga dags daglega.

Guðrún kennir okkur í dag undirstöðuna í svokallaðri Eldöndun, en hún vinnur vel með taugakerfinu, bæði styrkir það og róar. Einnig vinnur þessi öndunaræfing vel gegn kvíða.

Nú er bara að taka sér þrjár mínútur og sjá hvernig hún virkar fyrir ykkur – það getur verið dýrmætt að búa yfir slíku tæki á tímum orkuleysis og síþreytu.