Vertu stærri en streitan

Aukin lífsorka og kyrr hugur stækka okkur og þá verða vandamálin viðráðanlegri. Umbreyttu streitu í gleði og gerðu hana að vini þínum.

 

Hefst 17. janúar. Tíu vikur. Miðvikudaga kl 17

Frír kynningartími 10. janúar.

Á námskeiðinu skoðum við hvernig við getum aukið lífsorku og gleði, ræktað með okkur kyrrð, hugrekki og seiglu og þannig orðið stærri en streitan.

Notalegt og hvetjandi andrúmsloft, eflandi jógaæfingar, djúp slökun og endurnærandi hugleiðsla í lokin. Sterkur líkami, hugrökk sál og friðsæll hugur.

Snemmskráningarverð: 38.000. Fullt verð 43.000

Ef þig langar að vera með en sérð fram á að komast ekki í alla tímana þá er velkomið að hafa samband og við finnum út úr því saman. Hafa samband

Námskeiðið er viðurkennt af Virk, starfsendurhæfingu

Stærri en streitan

Öndun, líkamlegar æfingar og hugleiðsla sem hjálpa líkamanum að losa um spennu, draga úr kvíða og auka innri vellíðan. Við vinnum í að styrkja tauga-, innkirtla og ónæmiskerfi og auka samhæfingu þeirra. Árangurinn er bættur svefn og aukinn  hæfileiki til að takast á við streitu á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.  Tímarnir eru fyrst og fremst jógaiðkun en í hverjum tíma verður líka smá innblástur fyrir iðkunina og fyrir daglegt líf.

  • Streita og kundalini jóga
  • Lífsstíll og mataræði fyrir þína líkamsgerð
  • Mataræði fyrir dimmustu vetrarmánuðina
  • Innri birta, lykill að hamingju og heilbrigði
  • Taugakerfið og polyvagal kenningin

Streita á sér mörg birtingarform eins og svefnleysi og kvíða, bólgur í líkamanum, háan blóðþrýsting og krónísk veikindi svo eitthvað sé nefnt.

Jóga er mjög áhrifarík leið til að takast á við streitu. Bæði vegna endurnærandi og jákvæðra áhrifa á líkamann og ekki síður vegna þess það færir okkur lífsorkufulla gleði, hugarró og sjálfsmildi. Taktfastar hreyfingar kundalini jóga í takti við andardráttinn styðja þig í að endurheimta eðlislæga lífsorku og setjast inn í kyrran stöðugleika innra með þér.

Staður: Síðumúla 15 (Yoga og heilsa). Einnig er í boði að taka þátt í gegn um netið úr stofunni heima.
Stund: Miðvikudaga kl 17. 17. janúar í 10 vikur.
Verð: 38.000 fram til 10. janúar

Umsagnir

“Yndislegar stundir og góðar æfingar. Ekki of auðvelt. Þægileg tónlist og gongið er alveg frábært. Róandi og gott, góð hreyfing og gott andrúmsloft. Ég hlakka alltaf til að koma.”

SIF SIGFÚSÓTTIR

“Ég naut stundarinnar í tímunum. Skemmtileg fræðsla um orkustöðvarnar, góðar og gagnlegar æfingar. Gott fyrir líkama og sál, kyrrir hugann, eykur orku og lífsgleði.
Það er ómetanlegt að taka skrefið og byrja aftur í kundalini yoga, fagleg og frábær kennsla og utanumhald. Góðar skýringar.

GUÐRÚN ERNA HREIÐARSDÓTTIR

“Heilsu og hugarbætandi á allan hátt. Gott flæði frá byrjun til enda tímans. Góðar æfingar og góð fræðsla. Ég fæ betri hvíld og minni verki. Mjaðmateygjurnar voru frábærar. Ég var búin að vera með verki í mjöðmum eftir óhapp en nú mun betri. Og Gong þykir mér mjög spennandi. ”

ÍRIS REYNISDÓTTIR

Jafnvægi á huga, líkama og sál

Líf flestra í dag er komið úr takti við hjartsláttinn, við flæði lækjarins og óendanleika himinsins. Þar liggja svörin. Djúpt í rótum okkar sjálfra.

  • Leyndardómur lifsins…

    Jóga gefur þér tækifæri til þess að verða forvitin um það hver þú ert. Leyndardómur lífsins er ekki vandamál til að leysa heldur veruleiki til að upplifa

Þjónusta sem er í boði

Stærri en streitan

Jóga fyrir endurnýjun, orku og innri frið

Aukin lífsorka og kyrr hugur stækka okkur og þá verða vandamálin viðráðanlegri. Umbreyttu streitu í gleði og gerðu hana að vini þínum.

Taktfastar jógaæfingar sem styðja þig í að finna kyrrð og styrkja taugakerfið. Hugleiðsla og djúp slökun. 

Hefst 17. janúar

.

Einkatímar

Fáðu stuðning við að setja heilsu og góða líðan í forgang.

Heildrænt heilsuviðtal, hómópatía, markþjálfun, bowen, jógaþerapía, Fókusing.

Einkatímar og heildræn ráðgjöf sniðin að þínum þörfum. Hafðu samband og við finnum út úr því hvernig við getum best unnið saman.

Fókusing

Hlustaðu á lífið innra með þér.

Lærðu að hlusta með forvitni og sjálfsmildi að leiðarljósi og tengja við dýpri stað í þér en bara hugsanir og tilfinningar.

Fókusing getur t.d. nýst við úrvinnslu tilfinninga, ákvarðanatöku, sem leið til að skilja aðstæður þínar betur, ákveða næstu skref og í sköpun.

Hefst í febrúar

Hugleiðsla fyrir friðsælt hjarta

Allir geta lært að hugleiða. Hér er hugleiðsla til að prófa heima. Hún er um leið öndunaræfing. Nærandi stund með þér. Skráðu þig hér til hliðar og þú færð senda upptöku til að fylgja. Skráningunni fylgir aðgangur að fréttabréfinu okkar.