So Darshan Chakra Kriya

Af öllum 20 tegundum jóga, þar með töldu Kundalini jóga, er þetta hæsta krían. Þessi hugleiðsla klippir á allt myrkur. Hún gefur þér nýtt upphaf.

Þetta er afar einföld kría en um leið mjög erfið. Hún klippir á allar mótstöður tauga og geðs. Þegar manneskja er í mjög slæmu ástandi þá er tækni sem kemur utanfrá ekki gagnleg. Það sem skapar sorgir og erfiðleika í lífinu er þegar undirvitundin hleypir alls konar uppsöfnuðu “rusli” upp í meðvitaða hugann. Þessi kría vekur kundalini orkuna til þess að gefa þér næga lífsorku og innsæi til að berjast á móti neikvæðum áhrifum undirvitunarinnar.”  YB

Tengdu inn með Ong namo Gurudev namo. Sjá hér. Tengdu djúpt og alveg inn í kjarnann. Endurtaktu hana þangað til þú ert róleg-ur og til staðar. 3svar til fimm sinnum er yfirleitt nóg

Það getur verið gott að hita upp til að slaka á líkamanum og tengja við og dýpka andardráttinn. Og undirbúa sig þannig undir að sitja í hugleiðslu

Sittu með beint bak

  1. Lokaðu hægri nös með þumalfingri hægri handar. Haltu svo niðri andanum með því að hætta að anda og lyfta aðeins brjóstinu. Dragðu hökuna aðeins að (þannig að háls sé í beinni línu við bakið)  (hálsloka). Leyfðu möntrunni “wahe guru” að hljóma innra með þér 16 sinnum og pumpaðu naflanum á sama tíma 3svar sinnum fyrir hverja endurtekningu á möntrunni – einu sinni á wa – einu sinni á he – og loks einu sinni á guru – samtals 48 pumpur.
  2. Slepptu hægri nös. (það má líka setja hendina á hnéð á milli).  Settu vísifingur (eða litla fingur) á vinstri nös og lokaðu henni. Andaðu hægt og rólega frá – og tæmdu alveg lungun.

Haltu áfram þessu öndunarmynstri – anda inn um vinstri nös, pumpa og anda frá um hægri nös.

Augnstaða: Horfðu á nefbroddinn, augun 9/10 lokuð.

Til að ljúka hugleiðslu: Andaðu inn, haltu andanum í 5-10 sekúndur, andaðu frá. Teygðu svo handleggina beint upp og hristu allan líkamann í um 1 mínútu svo að orkan geti dreifst um. Andaðu rólega í smástund og finndu kyrrðina innra með þér. Leyfðu orkunni að dreifast innra með þér svo þú getir unnið úr þessari reynslu.

Umsögn: Þetta er ein magnaðasta hugleiðsla sem þú getur iðkað. Hún getur gert þér kleyft að upplifa allan styrk og kraft þinn sem manneskja. Hún hreinsar fortíðina og viðbrögð úr undirvitundinni sem geta hindrað þig í að koma jafnvægi á allar hliðar tilveru þinnar og virkni hugans.  Hún styrkir hlutlausa hugann og styrkir þig í að bregðast við aðstæðum og lífinu út frá hlutleysi en ekki tilfinningum.  Að sjá handan þess sem er neikvætt eða jákvætt.  Hún getur kennt þér að vera ekki háð-ur aðstæðum í lífinu og að vera fullkomlega til staðar í því sem þú gerir án þess að vera það sem þú gerir.  Hún getur gefið þér nýtt upphaf þrátt fyrir allan mótbyr. Sjá líka umsögn hér að ofan.