Sjálfsrækt í 40 daga

Jóga fyrir huga, líkama og sál. Öndun, hreyfing, teygjur, styrktaræfingar, streitulosun. Venjur sem þjóna þér.

Jóga getur opnað fyrir flæði lífsorkunnar og um leið fyrir gleðina sem er okkur svo eðlislæg. Æfingar sem endurnæra, byggja upp lífsorku og auka heilbrigði á huga líkama og sál.

Í hverjum tíma förum við í jóga, slökun og hugleiðslu. Við fræðumst um og skoðum leiðir sem styðja við nýjar og heilbrigðar venjur og lífsstíl. Við eigum líka eftir að fara í innra ferðalag, að skrifa og jafnvel nota liti til að veita hlutunum í farveg, til að melta og leyfa nýjum skilningi að fæðast. 

Tímarnir verða á hálfsmánaðar fresti á fimmtudögum. Fjögur skipti: 8. og 22. febrúar og 8. og 22. mars kl 17.15-19.45. Aðgangur að myndbandi með jógaæfingunum og stuðningur við að iðka heima á milli tíma fyrir þá sem vilja. Kynningartími miðvikudaginn 27. janúar í gegnum netið.

Við fjöllum um streitu og hvernig við getum leyft streitu að styrkja okkur. Hvernig jóga getur hjálpað okkur að standast betur álag og byggja upp heilsteyptari lífsstíl. Við fjöllum um mikilvægi rútínu, venjur sem þjóna okkur út frá jóga og ayurveda (systurvísindum jógafræðanna). 

Við skoðum hluti eins og: Hvaða ný venja myndi vera gjöf til þín?  Hvernig lífsstíll myndi fá þig til að langa til að gefa þér tækifæri til að blómstra? Hvað er það sem gleður þig og fær þig til að upplifa að þú sért í góðum tengslum við annað fólk? Allt eru þetta hornsteinar að hamingjuríku lífi. Hvað stendur í veginum og hvað er það sem þig vantar til þess að taka skref í átt að því að standa betur með þér?

Jóga kennir okkur að breyta um viðhorf í stað þess að reyna að breyta aðstæðunum eða fólkinu í kring um okkur.

Djúp iðkun sem færir þig nær þínum eigin kjarna og styður þig í að umfaðma lífið eins og það er. Að fara inn í hjartað og tengja við samkennd og mildi gagnvart þér og öðrum. Að upplifa kyrrðina sem býr innra með okkur öllum og tengjast uppsprettunni hið innra. 

Síðastliðið ár er búið að vera erfitt fyrir flest okkar. Það hefur sýnt okkur enn og aftur hvað það er mikilvægt að kunna leiðir til að takast á við streitu og lifa með óvissu og óöryggi. Fyrir marga hefur þetta ár líka verið tækifæri til að læra nýja hluti og gera hlutina á annan hátt en áður. Við höfum sem samfélag breytt aðeins um takt og verið meira heima fyrir. En á sama tíma erum við öll farin að sakna þess að hittast ekki og öll einveran hefur kennt okkur að meta enn meira hvað mannleg nánd er mikils virði. Nú reynir á að velja vel hvernig við viljum stíga inn í framtíðina. 

Námskeiðið fer fram í Bústaðakirkju. Það er líka mögulegt að taka þátt í gegnum netið. Við munum að sjálfsögðu gæta fyllsta hreinlætis og halda bilinu eins og reglur segja fyrir um.

Skráning: Skráningarskjal

Verð: 22.000

Kennari: Guðrún Darshan

staekkud-2

Guðrún Darshan er jógakennari, hómópati og markþjálfi. Hún hefur haldið fjölda námskeiða og rekið stofu undanfarin 25 ár þar sem hún hittir fólk í einkatímum, auk þess að standa fyrir jógakennaranámi. Guðrún hefur tileinkað sér margar mismunandi leiðir sem styrkja einstaklinginn og styðja okkur í að tengja við uppsprettuna sem nærir okkur öll. Guðrún er mikil áhugamanneskja um líf í jafnvægi og galdurinn að lifa og njóta til fulls.

Nánari upplýsingar: andartak@andartak / Guðrún s: 8962396