Ný námskeið hefjast í september

images-2Það er með mikilli tilhlökkun sem við hefjum jógatímana að nýju í byrjun september. Eftir þetta langa sumarfrí verður skemmtilegt að endurnýja sambandið við huga, líkama og sál í nærandi jógastund.

í vetur verða nokkur jóganámskeið í boði. Í september hefjast þrjú námskeið: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla: Lífsorka, hamingja.., Djúpslökun og Gong: Djúpslökun og Gong og að lokum nýtt námskeið: Hugleiðsla og núvitund fyrir gleði í daglegu lífi: Hugleiðsla og núvitund.

Kennari á öllum námskeiðunum er Guðrún Darshan, jógakennari, hómópati og markþjálfi. Ég legg áherslu á persónulega tíma þar sem við gefum okkur tíma til að skoða jógafræðin og hvernig þau geta nýst okkur í daglegu lífi og gert okkur glaðari og sáttari.

Comments are closed.