Ný námskeið hefjast eftir páska

Vordagskráin í Andartaki miðar að því að styðja okkur í að fagna vorinu og taka á móti gjöfum þess. Við ætlum að hrista af okkur streitu og álag vetrarins og njóta þess að endurnærast.

Námskeiðin sem eru að hefjast:

Lífsorkujóga – vorgleði Mánudaga kl 17.15 í Bústaðakirkju og í gegnum netið. Tökum á móti vorinu með gleði og léttleika að leiðarljósi. Mataræði og nærandi venjur fyrir vorið. Hverju getum við sleppt og hvað getum við fyrirgefið? Nánar hér: Lífsorkujóga og vorgleði

Mildi og mýkt: Mánudaga kl 18.50 í Bústaðakirkju og í gegnum netið. Námskeið með áherslu á að nærast og njóta. Mjúkar teygjur, endurnærandi jóga, djúp slökun og hugleiðsla. Sex vikna námskeið hefst mánudaginn 12. apríl. Mánudaga kl 18.50-20.05. Nánar hér: Mildi og mýkt

Vorverkin á huga, líkama og sál:

Vorið er tími til að fæðast upp á nýtt og njóta þess að sjá lífið vakna í kringum okkur.

Tími til að sá fræjum og skjóta rótum svo við getum nærst í gegnum sumarið og haldið stöðugleika okkar. Þetta er upplagður tími til að hreinsa líkamann og sleppa því sem við þurfum ekki á að halda lengur og koma okkur upp nýjum siðum sem þjóna okkur og næra.

Þó vorið sé kærkomið þá getur verið átak að hrista af sér vetrardoðann og margir eiga erfitt með að taka á móti vorinu af sama krafti og hugurinn myndi óska sér. Það er ekki óalgengt að fólk fái kvef og alls kyns ofnæmiseinkenni á vorin og þunglyndi tekur stundum aukadýfu einmitt á vorin þegar síst varir. Lesa allan pistilinn hér: Vorverkin á huga, líkama og sál

Comments are closed.