Streita og togstreita

TATTVA JAFNVÆGI GEGN STREITU OG INNRI TOGSTREITU

Sittu með krosslagða fætur og létta hálsloku

Mudra/ handastaða: Lyftu handleggjum með beygða olnboga þar til hendur mætast í hjartahæð, framan við brjóstið. Framhandleggirnir eru í beinni línu, lárétt við gólf. Glenntu út fingur á báðum höndum. Láttu fingurgóma á höndunum snertast og þrýstu þeim saman þannig að efstu kjúkurnar snertist. Þumlarnir eru teygðir aftur og beinast að brjóstinu. Fingurnir eru aðeins sveigðir aftur vegna þrýstingsins

Augnstaða: Beindu augunum að nefbroddinum.

Öndun: Myndaðu fylgjandi öndunarmynstur: Andaðu inn djúpt og mjúklega um nefið. Andaðu frá um munninn með stút á munninum, í 8 jöfnum strokum. Við hverja útöndun, togaðu þá snöggt inn naflann.

Tími: Haltu áfram í 3 mínútur. Byggðu tímann hægt upp í 11 mínútur.

Til að enda: Andaðu inn, haltu í 10-30 sek., andaðu frá. Andaðu aftur inn og hristu hendurnar. Slakaðu.

Umsögn: Elementin (höfuðskepnurnar) fimm eru flokkar af eiginleikum sem eru hluti af orkuflæði þínu. Ef öll elementin eru sterk, í jafnvægi og á réttum stað í líkamanum, geturðu staðist streitu, áföll og veikindi. Þú tekur út togstreitu milli heilahvelanna sem annars eru í stöðugri baráttu um það hvaðan ákvörðunin á að koma. Þessi hugleiðsla nýtir handastöðuna til að þrýsta á 10 punkta í fingrunum sem samsvara stöðvum í heilanum á báðum heilahvelunum. Hinn jafni þrýstingur skapar eins konar samskipti og samhæfingu milli beggja hliða. Hin djúpa innöndun gefur þol og innri kyrrð. Útöndunin í gegn um munninn styrkir parasympatíska taugakerfið (hluti af ósjálfráða taugakerfinu) út frá viðbragðssvæði í hálsinum. Þetta róar streituviðbrögð. Útöndunarstrokurnar örva heiladingulinn til að skýra hugsunina, auka innsæið og hæfileika til ákvarðanatöku.

Þessi hugleiðsla getur leyst úr ýmis konar innri togstreitu, sérstaklega þegar hún stafar af samkeppni milli mismunandi sviða starfssemi þinnar. Td andleg, huglæg og líkamleg starfssemi / þörfin til að lifa af.

*Hálsloka: Sittu með bakið beint, lyftu brjóstinu upp á við, teygðu á sama tíma svæðið aftan á hálsinum með því að toga hökuna aftur að hálsinum. Höfuðið er áfram í beinni stöðu upp á við og í miðjunni, hallast ekki aftur eða til annarrar hliðarinnar. Ekki þröngva höfðinu áfram eða niður. Vöðvar innan og utan á hálsi eru slakir. Slakaðu á ansdlitsvöðvum.

Sjá mynd hér: http://www.pinklotus.org/KY%20KRI/

KRI%20KY%20meditations/BeyondStress&Duality.pdf