Hugleiðsla til að leysa upp spennu

Við erum að hefja nýja hugleiðslu í Andartaki. Í þetta sinn ætlum við að byrja á að gera ellefu daga hugleiðslu. Allir velkomnir að vera með:-)

Við gerum hugleiðsluna í opnum tímum þessa ellefu daga. Fyrsta skipti verður í tímanum kl 17.15 þann 21. janúar. Allir velkomnir – bæði þeir sem eru með kort í Andartaki og aðrir.

OPNIR TÍMAR ERU: Mán, mið og föst kl 17.15 / þri og fim kl 12.05 og þri kl 20.30.

HUGLEIÐSLA TIL AÐ LEYSA UPP ALLA SPENNU

ÞAÐ SEM HÚN GERIR FYRIR ÞIG:
Þetta er mjög slakandi hugleiðsla. Hún leysir alveg upp alla spennu og setur þig í eins slakandi ástand og hugsast getur. Hún endurnærir innkirtlakerfið og kemur aftur jafnvægi á innkirtlana.

HVERNIG Á AÐ GERA HANA?
Sittu bein-n í baki. Hafðu handleggina slaka niður með hliðum, beygðu síðan olnbogana og lyftu framhandleggjum upp og saman þar til hendurnar mætast við hjartastöðina. Láttu báða lófana snúa upp og settu hægri lófa á ská yfir þann vinstri með fingurna beina og þétt saman. Leggðu vinstri þumal í miðjan hægri lófann og krossaðu vinstri þumal yfir þann hgri.

Augun eru hálflokuð (9 /10 lokuð). Þegar þú heldur áfram að hugleiða máttu alveg leyfa þeim að lokast. Andaðu djúpt inn og andaðu svo alveg frá um leið og þú syngur möntruna SAAAAAAT NAM í hlutföllunum 35 á móti einum. (35 slættir sat og 1 sláttur nam)

Þessi hugleiðsla er eins og áður sagði mjög slakandi. Hana er gott að gera ef við upplifum okkur yfirþyrmd í daglegu amstri eða ef við erum full af spennu – líkamlegri eða andlegri. Hún getur hjálpað okkur að öðlast innsýn og fært okkur svör þegar okkur skortir innsæi.

Við ætlum að gera hugleiðsluna í ellfu mínútur – þið getið valið um að gera hana lengur eða skemur eftir smekk og þeim tíma sem þið ætlið að gefa ykkur í daglegri iðkun:-)