Konur

SJORE_04092014_MG_7729_PPÉg býð upp á heildræna ráðgjöf og einkatíma fyrir konur á hinum ýmsu stigum lífsins.

Konur eru í eðli sínu mjög sterkar og með ríkt innsæi. Við höfum tilhneigingu til að vera duglegar að fókusera á þarfir annarra oft á eigin kostnað. Ef við hins vegar gefum okkur tíma og næði til að sinna okkur sjálfum þá skilar það sér margfalt líka til þeirra sem eru okkur næstir.

Konur eru alltaf að takast á við breytingar í gegnum ævina. Í hverjum mánuði með mismunandi hormónaflæði og í gegnum ævina í þeim mismunandi hlutverkum sem konan gegnir. Konur eru með mjög viðkvæmt hormónakerfi sem getur auðveldlega farið úr jafnvægi og þar sem innkirtlakerfið (hormónar) stýra svo víðtækri starfssemi hefur það áhrif á alla okkar heilsu ef hormónakerfið riðlast.

Heildrænar aðferðir sem kalla ekki á inngrip heldur gefa líkamanum færi á að endurheimta sitt náttúrulega jafnvægi henta konum alveg sérstaklega vel. Hómópatía er mjög mild en árangursrík aðferð sem getur hjálpað líkamanum að endurheimta sitt eðlislæga jafnvægi. Nánar um hómópatíu

Konur með sitt ríka innsæi eiga auðvelt með að leysa úr sínum málum sjálfar ef þær leggja rækt við viskuna hið innra og þjálfa sig í að hlusta á hjartað. Markþjálfun og jógísk ráðgjöf geta veitt góðan stuðning á því ferðalagi og gefið okkur rými til að hlusta á rödd hjartans og fylgja henni, öðlast dýpri skilning á því hvert við viljum stefna, hverjir draumar okkar eru og hvað við þurfum til þess að blómstra.

Greinar:

Gjöfin að vera konaGjöfin að vera kona

Frjósemi meðganga, fæðing og brjóstagjöfFrjósemi meðganga, fæðing og brjóstagjöf

Aðferðir sem ég styðst við:

hómópatíu (sjá nánar um hómópatíu), markþjálfun lesa um markþjálfun, jógaþerapíu – jógaþerapíabowen bowen, jógíska ráðgjöf jógísk ráðgjöf ayurvedaayurveda og jógíska talnaspekitalnaspeki

Tímapantanir:

Til að panta tíma má senda tölvupóst á gudrun hjá andartak.is eða í s: 8962396