Kennarar 2019-20

1557312_10152405343811823_6643771048549078101_oDev Suroop Kaur nýtur þess að deila með öðrum hversu gagnlegt það er að næra velgengni og heilindi í lífi sínu. Hún er hæfur tónlistarmaður og hefur gefið út fjölda geisladiska. Sem kennari í kennaranámi reynir hún að setja hlutina í samhengi og tengja við það sem við þekkjum af reynslu og styðja nemendur sína í því að lifa í takti við eigin sannleika. Hún naut þeirrar blessunar að læra og vinna með Yogi Bhajan meginhluta fullorðinsáranna, og deilir nú í þakklæti því sem hún hefur lært og heldur áfram að læra. Sem lýtur að því að elska, starfa og lifa ánægjuríku lífi. Hún nýtur þess mjög að þjálfa nemendur og kennara í Kundalini jóga í samspili hugar, öndunar, hljóðs og orku. Og þeirri gjöf að tengjast fegurðinni og kraftinum sem býr í þeirra eigin rödd í gegnum vísindi Naad jóga. Dev Surorop býr með eiginmanni sínum og þremur hundum í New Mexico. Hún er framkvæmdastjóri í stóru fyrirtæki og hefur gefið út fjölda geisladiska sem eru allt frá því að vera ljúf hugleiðslutónlist yfir í hip hop og rappaðar möntrur – með þann tilgang að vekja upplifun andans innra með okkur. Dev Suroop Kaur.

IMG_5368р (1)Dharma Singh Arne Raap-Mehl, fæddur 1964 í Freiburg í Suður Þýskalandi. Hann hefur kennt kundalini jóga síðan 1985 og kennir í kennaranámi bæði á fyrsta og öðru stigi. Hann er giftur Karta Purkh Kaur, jógakennara og á fimm börn í samsettri nútímafjölskyldu. Hann stendur fyrir kennaranámi í Þýskalandi, Sviss og Austurríki. Hann stofnaði útfararstofuna Horizonte sem sérhæfir sig í stuðningi við aðstandendur á andlegum forsendum og út frá dýpri skilningi á dauðanum og því að deyja. Hann hefur undanfarin 20 ár haldið námskeið um þessi málefni og um það hvernig við getum umfaðmað erfiða reynslu. Kennari hans er YAMA, dauðinn, sem kennir honum að lifa hverja stund lífsins í gleði og meðvitund. Dharma Singh spilar á gítar, klarinett og sekkjapípu og hefur gefið út nokkra geisladiska. http://www.dharmatraining.de / http://www.horizonte-bestattungen.de

Durgahof4Guðrún Darshan, jógakennari, hómópati, markþjálfi  og stofnandi jóga- og heilsustöðvarinnar Andartaks. Hún útskrifaðist sem kennari í Kundalini jóga frá Karam kriya skólanum í London árið 2005 og var fyrsti kundalini jógakennarinn hér á landi. Guðrún hefur lokið annars stigs námi kennara í Kundalini jóga (Level 2- Transformation); Mind and meditation (2006), Vitality and Stress (2007), Authentic Relationships (2010), Conscious Communication (2011) og Life Cycles and Life styles (2015). Hún lærði að kenna meðgöngujóga hjá Tarn Taran Kaur
(Conscious pregnancy 2006) og barnajóga hjá Shakta Kaur (2004) og hjá Gurudass Kaur (2008). Hún hefur lokið námi í Yoga nidra – djúpslökun (Kamini Desai 2015). Guðrún stendur fyrir kennaranámi í Kundalini jóga og þjálfar kennaranema með
aðstoð kennara víða að úr heiminum. Guðrún Darshan er einn af stofnendum Kyta.is (félags kundalini jógakennara) og sat í stjórn félagsins í nokkur ár. Hún kennir kundalini jóga í Bústaðakirkju samhliða því að vinna við  hómópatíu, jógaþerapíu, ráðgjöf og markþjálfun.  http://www.andartak.is

Simran-3Simran Kaur er ein af fyrstu börnunum sem fæddust inn í 3HO samfélagið (kundalini jógasamfélagið). Hún hefur kennt jóga í meira en 20 ár og hefur lært af Yogi Bhajan og eins hefur hún bæði lært af og kennt með manni sínum, GuruPrem Singh (sem fékk hjá Yogi Bhajan titilinn “stöðumeistari”).  Hún er sérfræðingur í líkamsvitund, líkamsstöðu og öndun. Hún hefur í gegnum eigin iðkun og jóganám lært að það HVERNIG þú iðkar er það mikilvægasta af öllu. Hún kennir hvernig við getum iðkað jóga á auðveldan hátt, með kærleika til okkar sjálfra, og um leið haldið áfram að dýpka iðkun okkar. Hún þjálfar kennara og sérhæfir sig í að kenna líkamsstöðu og er aðalkennarinn hjá “Divine alignment” og “The heart rules” sem eru námskeið sem byggja á samnefndum bókum, um allan heim. https://www.yogawithsimran.com/

Karta Purkh Singh er fæddur árið 1968.  Hann hefur stundað kundalini jóga síðan 1990 og útskrifaðist sem kennari í kundalini jóga árið 1993.  Hann lærði heildrænar náttúrulækningar (heilpraktiker) og útskrifaðist 1997 og starfar sem jógaþerapisti síðan 1997.  Hann situr í félagi jógakennara (3HO í Þýskalandi) síðan 2003. Og sem formaður 3HO í Þýskalandi síðan 2007.  Karta Purkh Singh sótti tíma hjá Yogi Bhajan. Hann sérhæfir sig í vestrænni- og jógískri anatómíu og tímar hans eru lifandi og veita innblástur. Hann spilar á gítar og fléttar lifandi tónlist inn í kennsluna.